Vikan


Vikan - 05.03.1970, Blaðsíða 3

Vikan - 05.03.1970, Blaðsíða 3
10. tölublað - 5. marz 1970 - 32. árgangur VIKAN Willy Brandt, hinn nýi kanslari Vestur- Þýzkalands, verSur á dagskrá hjá okkur í næsta blaSi. Þegar jafnaSarmenn unnu kosningasigur sinn í fyrra og Brandt tók viS völdum, var þaS í fyrsta skipti síSan 1930, aS jafnaSarmenn fara meS stjórnartaumana í Vestur-Þýzkalandi. Margir hyggja gott til þessara þáttaskila og vænta sér mikils af Brandt og mönnum hans. Eins og tilkynnt er í þessu blaSi hefst Unga kynslóSin 1970, fegurSarsamkeppni Vikunnar og Karnabæjar. í þessu blaSi og verSa þá birtar myndir af tveimur fyrstu þátttakendunum. Jafnan ríkir mikil eftirvænting í sambandi viS þessa keppni, sem þykir hafa tekizt prýSilega þrjú undanfarin ár. ViS höldum áfram aS segja ævisögu banda- riska rithöfundarins og ævintýramannsins Jack London. Þessir þættir um hina viSburSaríku og óvenjulegu ævi hans hafa mælzt vel fyrir og munum viS halda þeim áfram um sinn. í þessu blaSi segir frá gullleitarmanninum Jack London og Klondyke-ævintýri hans, sem var æriS sögulegt. i ÞESSARI VIKU I NÆSTU VIKU Piltur og stúlka, fyrsta islenzka skáldsagan eftir Jón Thoroddsen, hefur notiS mikiilar hylli í leiksviSsbúningi frænda höfundarins, Emils Thoroddsen. Nú á enn aS fara aS setja þennan gamla og góSa leik á sviS i ÞjóSleikhúsinu, og í tilefni af þvi hefur VIKAN aflaS sér nokkurra mynda úr gömlum uppfærslum af þessu leikriti. ViS birtum þær í næsta blaSi og ennfremur rnyndir frá æfingu í ÞjóSleikhúsinu. Leikarinn góSkunni, Henry Fonda, var fyrir nokkru aS Ijúka viS 72. mynd sína og virSist enn í fullu fiöri. En hann er ekki lengur einn um þaS aS halda Fonda-nafninu á lofti í heimi kvikmyndanna. Dóttir hans, Jane Fonda, er fyrir nokkru orSin kunn leikkona, og nú hefur sonur hans, Peter, einnrg haslaS sér þar völl og þykir mjög efnilegur leikari. ViS birtum skemmti- lega grein um Fonda-feSginin í næsta blaSi. Skelfingar Biafra-styrjaldarinnar, sem nú er loksins lokiS, kalla á umræSur um orsakir og afleiSingar þessa mikla harmleiks. I næsta blaSi skrifar Dagur Þorleifsson itar- lega grein um stríSiS og rekur meöal annars undanfara þess og orsakir, síSan gang striSsins og ræSir loks um horfurnar. FORSÍÐAN Á forsíSunni eru tveir fyrstu þátttakendurnir í fegurSarsamkeppni Vikunnar og Karnabæjar, Þóra Berg og Kristjana Ólafsdóttir. Sjá fleiri myndir af þeim inni í blaSinu. (Ljósm. Sigurgeir Sigurjónsson). I FULLRI ALVÖRU B AR N ASAMVERJAR Nýlega var í einu dagblaSanna sagt frá sam- tökum í bæ nokkrum í Danmörku, sem nefn- ast Barnasamverjinn. Hlutverk þessara samtaka er aS útvega einstæSum mæSrum, sem vinna utan heimilis, aSstoS viS aS gæta barna þeirra þegar þau eru lasin og geta ekki veriS á barna- heimilum. Þessi nýmæli hafa spurst vel fyrir í Dan- mörku, og varla er vafi á því aS samtaka þess- arar tegundar væri full þörf í fleiri löndum, þar á meSal hér á íslandi. Hér, eins og í öSrum Evrópulöndum vinnur mikill og vaxandi fjöldi mæSra, bæSi einstæSra og giftra, utan heimilis. Börnin eru þá á barnaheimilum á daginn. En þar geta þau aS sjálfsögSu ekki veriS, þegar þau fá kvef og aSra álíka umgangskvilla, sem einmrtt plaga fólk hvaS mest um þetta leyti árs. Þá verSa þau aS vera heima og mæSurnar hjá þeim, ef þær hafa ekki ráS á einhverri hús- hjálp, sem sjaldnast er. Hinsvegar gefur auga leiS aS þaS getur komiS sér illa fyrir atvinnu- veitendur hlutaSeigandi mæSra aS þær vanti kannski dögum saman úr vinnunni, og gæti þetta jafnvel orSiS bein eSa óbein orsök þess aS þær misstu atvinnuna. Barnasamverjinn danski er starfræktur á þann hátt aS konur, sem þurfa á gæslukonu aS halda hringja til hans daginn áSur, og fylgir sögunni aS aldrei hafi brugSist aS þær hafi fengiS bæn- heyrslu. Hefur enginn hörgull veriS á konum sem gefa sig fram viS samtökin til gæslustarf- anna, og þó talsvert sé stundum aS gera, aSal- lega yfir veturinn, þá koma langir kaflar inn á milli, einkum aS sumarlagi, þegar bókstaflega ekkert er aS gera. Þetta er hugmynd sem er meira en athugun- arverS. Framkvæmd hennar myndi spara þjóS- félaginu vinnutap, mæSrunum tekjumissi og áhyggjur og tryggja börnunum sjálfum aukiS öryggi. dþ. VIKAN Utgefandl: Htlmir hf. Ritstjóri: Gylfi Gröndal. Blaðamcnn: Dagur Þorleifsson, Matthildur Edwald og Ómar Valdimarsson. Útlitsteikning: Hall- dóra Halldórsdóttir. Auglýsingastjóri: Jensína Karls- dóttir. — Ritstjórn, auglýsingar, afgreiðsla og dreif. ing: Skipholti 33. Símar 35320 — 35323. Pósthólf 533. Verð í lausasölu kr. 50,00. Áskriftarverð er 475 kr. fyrir 13 tölublöð ársfjórðungslega, 900 kr. fyrir 28 tölublöð misserisiega. Áskriftargjaldið greiðist fyrir- fram. Gjaldd. eru: Nóvember, febrúar, maf og ágúst. 10. tbi. VIKAN 3

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.