Vikan


Vikan - 05.03.1970, Blaðsíða 33

Vikan - 05.03.1970, Blaðsíða 33
Jack London leitar að gulli Framhald af bls. 19. geta borið jafnþungar byrð- ar og Indíánarnir yfir þenn- an erfiða fjallveg. Stundum var hann meira að segja dug- legri en þeir. Við Lindermann-vatnið varð enn nokkur hluti af þessum mönnum að snúa við, af því að þeir fengu eng- an bát til þess að komast yf- ir á. Jack og félagar hans urðu að höggva niður tré og saga þau sundur með venju- legri sög og smíða tvo flat- botnaða báta, sem Jack liafði gert teikninguna að. Hann skírði þá „Yukon Belle“ og „Belle of tlie Yukon“, og daginn sem þeir voru settir á flot orti hann ljóð um þá. Hann sneið og saumaði léreftssegl og sló met, þegar hann sigldi bátunum yfir vatnið. Nú voru miklar líkur til, að þeir kæmust til Daw- son, áður en frost færi að liarðna. Er þeir komu að iðu- köstunum við White Horse, lágu um 1000 bátar í röðum við bakkana og þúsundir manna stóðu ráðþrota í landi. Þeir höfðu numið staðar vegna þess, að það kvisaðist, að allir sem reynt liefðu að sigla niður streng- inn hefðu farizt. Þá sagði Thompson: — Jack. þú ferð og athug- ar þetta, og ef það er alltof hættulegt, þá. .. . Honum var sagt það úr mörgum áttum, að það væri sama og sjálfsmorð að sigla norður þessi iðuköst — en flestir sem héldu því fram liöfðu sjaldan eða aldrei á ævinni komið i bál. Jack at- lmgaði White Horse gauin- gæfilega, kom síðan aftur og sagði: — Þetta er allt í lagi. Hin- ir hátarnir hafa ekki fylgt straumnum af ótta við klett- ana. Við fylgjum honum og ]iá sleppum við vel út úr öllu saman. Jack festi segldúk yfir matvörurnar, lét Stoper vera á hnjánum i framstafni, Thompson og Goodman í miðjum bát. en settist sjálf- ur við stýrið. Þeir komust klakklaust yf'ir strenginn, bundu bátinn og gengu síðan til baka eftir hinum. Jack var nú heðinn um að sigla bátum hinna líka. Hann lcrafðist tuttugu dollara fyr- ir livern og á nokkrum dög- um græddi liann á þessu 3000 dollara. Hann hefði getað unnið sér inn 5000 dollara, en þeir félagar urðu að lialda áfram, áður en vet- urinn kæmi. Það var þegar kornið langt fram í septem- ber. Það lcom á daginn, að þeir voru of seint á ferðinni. Við mynni Stewart-fljótsins, 115 ldlómetra frá Dawson, skall veturinn á með ofsalegri snjókomu. Félagarnir fjórir bjuggu um sig í yfirgefnu hreysi, klufu furutré til elds- neytis og reyndu að koma sér sem bezt fyrir í þessari vetursetu. 60—70 menn aðr- ir voru veðurtepptir við Stewart og í þeim liópi var læknir, dómari, háskólapró- fessor og verkfræðingur. Allir sem fóru yfir skarð- ið urðu að fara framhjá kofa Jacks, og reykurinn upp úr strompinum lokkaði menn þangað í hlýjuna. Þangað komu loðdýraveiðimenn, Indíánar, hermenn, þaulvan- ir gullgrafarar og nýgræð- ingar, fjöldi manna, sem Jack London gerði síðar ódauðlega í sögum sinum frá Alaska. Þetta var dásamlegur vet- ur fyrir Jack London. Félag- ar hans voru liver öðrum líkir, en honum þótti vænt um þá alla Ekki skorti liann bækur, þvi gullleitarmenn- iriiir höfðu nóg af þeim. Sjálfur liafði hann m. a. haft með sér „Uppruna tegund- anna“ eftir Darwin, bólc um ritlist eftir Spencer, „Auð- magnið“ eftir Karl Marx og „Paradísarmissi“ eftir Mil- ton. Gamall gullnemi frá lAl- aska, sem hafði lent í miklu illviðri, kom nær dauða en lifi í kofa Jacks. Þegar hann opnaði hurðina sást varla handaskil fvrir tóbaksreyk og menn voru í háværum samræðum með handapati og hrópum. Gullneminn seg- ir frá þvi, að hann hafi orð- ið steinhissa, er honum loks varð Ijóst um hvað var rætt af svo miklu kappi. Um- ræðuefnið var —- sósíalismi. Eitt kvöldið hlustaði W. B. Hargrave, sem hafði aðsetur í næsta kofa, á eldheitar um- ræður um þróunarkenningu Darwins, milli Sullivan dóm- ara, B. F. Harvev læknis og John Dillon. Jack lá á fleti sínu og skrifaði niður punlcta. Þegar félagar lians viku að einhverju atriði, sem þeir voru ekki sammála um hvernig liljóðaði, greip liann fram í fyrir þeim og kom með það orðrétt. Hargrave fór þá út í annan kofa, þar sem menn höfðu fengið lán- að eintak Jacks af „Uppruna tegundanna“, fékk hókina og bað Jaclc um að hafa yfir kaflann aftur, og fullvissaði sig þá um, að hann hafði kunnað kaflann utanbókar orðrétt. Fred Thompson keypti sleða og tvo hunda og tók Jack með sér í gullgröft í árfarveginum. I einum far- veginum fundu þeir innan um mölina fíngerðan sand og glitrandi. Þeir þóttust liafa himin höndum tekið, afmörkuðu slaðinn og flýttu sér til baka og sögðu frétt- irnar. Hver einasti maður fór í gullleitina, gangandi eða með liundasleða og allir helguðu sér viss svæði. Tliompson sagði Jack, að svæði þeirra ldyti að vera 250 þúsund dollara virði. Hvílíka drauma hefur Jack þá ekki dreymt. En draumarnir stóðu ekki lengi. Beyndir gullgrafarar leiddu menn í allan sann- leika um það, að „gullið“ væri aðeins gljásandur. Thompson skýrir frá þvi, að þessi vitneskja liafi ekki orð- ið sérlega mikil vonbrigði fyrir Jack, enda hafi hann á „Umatilla“ sagt við Thomp- son, að hann færi i rauninni alls ekki til Alaska til þess að leita að gulli, heldur til að safna efni í bækur sínar. Ótrúlegt er það samt, að hugsunin um að eignast milda hlutdeild í 250 þúsund dollurum hafi ekki haft álirif á hann. Bezta lýsingin á Jaclc á þessu Alaskatimabili er frá Emil Jensen, sem Jack lief- ur lýst undir öðru nafni. .Tensen segir, að hann hafi verið fyrstur til að bjóða sig velkominn á hinum óvist- lega árbalcka með þessum orðum: — Ég sá strax, að þú varst sjómaður og ekki af lakari endanum, því að þú kunnir að Ienda bátnum þín- um, þrátt fyrir strauminn og rekísinn. Jensen segir, að Jaclc hafi brosað eins og drengur og augun leiftrað af lífsfjöri. Þegar menn voru ekki sam- mála honum í stjórnmálum, sagði hann aðeins: — Þú ert ekki nægilega þroskaður ennþá. Það kemur seinna. Jensen skrifar á skemmti- legan liátt um það, er Jack lánaði honum „Uppruna teg- undanna“. Þegar Jensen kvartaði yfir því, að bókin væri alltof flókin fyrir sig, kom Jack með eina dýrmæt- ustu eign sína, „Paradísar- missi“ eftir Milton. Þá sagð- ist Jensen ekki vera lirifinn af kvæðum og vildi ekki lesa „Paradísarmissi". Jack brá sér þá í annan kofa, sem var noklcuð langt í burtu við Yulcon-ána, því að liann hafði heyrt, að þar væri til eintak af frægri bók eftir Kipling. Sárbað liann nú Jen- sen um að lesa að minnsta kosti noklcrar siður í henni, svo að liann sæi, hve skáld- skapur gæti verið fagur. Jen- sen las alla bókina og liafði mikla ánægju af því. Þá fannst Jack hann hafa unn- ið stórkostlegan sigur. Jensen segir ennfremur um .Tack London: — Það var hressandi, ujiplífgandi og gagnlegt að vera félagi Jacks. Honum datt aldrei í liug að nema staðar og fara að reikna útgjöldin fyrir fram eða láta sig dreyma um tekj- ur í framtiðinni. Hann var alltaf reiðubú- inn, livort sem um var að ræða ferðir til þess að út- vega bækur eða hjálpa til við einhver verk og lagði jafnvel á sig' nokkurra daga ferðalög, til að ná í tóbak handa okkur. ef hann sá, að við vorum orðnir óþolin- móðir og önuglyndir, af því að við höfðum ekkert að reykja. Hann gerði mönnum margan greiðan, beðinn og óbeðinn, og alltaf fús til að gefa, bæði tíma sinn og eig- ío. tbi. VIKAN 33

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.