Vikan


Vikan - 05.03.1970, Blaðsíða 43

Vikan - 05.03.1970, Blaðsíða 43
Viku síðar kom Burnirótin, ljlað kvenfélagsins Vorblíð- unnar, út, í þreföldu upplagi. Á forsiðu var stór mynd af Jónatan klúbbformanni, þar sem hann stóð við fallin búr- in eins og Caesar við bók- hlöðurústirnar i Alexandríu og liafði örlitið sót setzt á aðra augabrúnina. Ennfrem- ur var löng frásaga um að- draganda og stofnun klúbbs- ins, en mest var þó ritað um frækilega framgöngu með- limanna við björgun loðdýr- anna. Noklcrir aðrir menn höfðu lagt hönd á plóginn, að sagt var, en það hafði ein- ungis verið aðstoð við klúbb- inn. Síðan var sagt að klúbb- urinn hyggðist færa upp leik- rit og skyldi ágóðanum var- ið til að bæta sparisjóðsstjór- anum tjónið. Á afvilcnum stað í blaðinu stóð skýrum stöfum að einhver krakk- anna í Flöt hefði dottið í sjó- inn og síðan verið dreginn upp aftur. Svo mörg voru þau orð. Grímur las þetta blað heima hjá sér og brást ókvæða við. — Bara að barnið sem ég bjargaði hefði verið af merkilegra foreldri, sagði hann við konu sína og var í rauninni hryggur. — Guð almáttugur hjálpi þér, maður, sagði lconan felmtri slegin. Það er alltaf jafn dásamlegt að geta hjargað mannslífi, hver sem í hlut á. — Já, auðvitað, tautaði Grimur drærnt. — En þetta er nú svona samt, það gefur enginn neitt fyrir bað sem að ég geri. Djöfulsins montna hyskið, alltaf skal það koma ár sinni hezt fyrir borð. Það var komið undir kvöld þegar Jónatan. smiður drap í dyr hjá Grími. — Ég kem til að bjóða þér á árshátíðina olckar, vegna frammistöðu þinnar um daginn. Grímur var fvrst að hugsa um að hreita i hann ónotum. en hann bara gat það ekki — það var lífsins ómögulegt, því liann bráðn- aði eins og smjör í sólskini. — Er bað vegna þess að ég bjargaði drengnum? spurði liann varfærnislega. — Hvaða dreng, ha — nei, nei, það er vegna dýr- anna, þú hjálpaðir okkur svo mikið með þvi að hleypa þeim út. — Nú, já, sagði Grímur aulalega. — Þú kemur þá? spurði Jónatan. — Já, ég kem þá, svaraði Grímur eins og í leiðslu. Og hann lék á als oddi alveg frarn að árshátið. — Þú verður vel ldædd, elskan, alvcg eins og drottn- ing. Þeir skulu fá að dást að þér. — Ég held eklci, vinur, ætli ég sleppi þessu ekki al- veg, sagði konan hæglætis- lega. Og þannig varð það, því hún sagði aldrei annað en það sem hún meinti. Á árshátiðinni var Grími vísað til sætis hjá Jónatan for- manni og frú. Þar við borð- ið var fleira af mætu fólki. Allt var fólkið nokkuð við slcál og Gríinur féklc strax í glas svo honum fór að líða bærilega. Á gólfinu miðju var langborð sem svignaði undan köldum réttum. Þeg- ar menn voru orðnir mátu- legir, örkuðu þeir af stað með dislca og amboð til að kræla sér í bita sem þeir síðan báru hver að sínu borði. Gesturinn varð hálft í hvoru fyrir vonbrigðum með drykkjuskapinn, hann hafði elcki átt von á lionum svona gífurlegum hjá heldra fólk- inu og þegar spaðbitar fóru að velta í gólfið út af disk- um á ferðalagi, mátti hann taka stóran sopa af glasinu sínu. — Af liverju kom frúin ekki með þér? spurðu kon- urnar við borðið. — Æ, hún var með ein- hver ónot innan um sig, sagði Grímur i afsökunar- skvni. — Hræðileg vandræði, sagði ein. — Gassalega var það leið- inlegt, sagði önnur. Það munaði minnstu að Grímur táraðist yfir allri þessari umhyggju. Þá stóð formaður upp til að halda ræðu. Hann var færður í skikkju og kollhettu og með útflúraðan hamar að vopni steig hann í pontuna. Nú rann upp hátíðleg stund. Formaður talaði um striðið í útlöndum, fátæku börnin í heiminum og um afstöðu sálar til líkama. Svo saup hann á glasinu sínu. — I raun og veru berum við félagar ábyrgð á öllu sem gerist í heiminum, við erum samsekir. Kannski er- um við meðlimir þessa klúbbs að drepa mann, blá- mann á annarri lieimsálfu, hver um sig, nú á þessari stundu. já, eða sama sem, hver veit, svona klúbbar eru starfandi um allan heim. Nú var Grímsa öllum lok- ið, það settist eitthvað á aug- un í honum, þetta var svo hátíðlegt að hann tók út úr glasinu. Svo sló út í fyrir formanninum og hann nauðlenti á ritningargrein sem hann hafði í bernsku lært og mundi nú fyrir ein- skæra heppni. — Og umfram allt, félag- ar, við berum mikla ábyrgð, við erum loiðandi menn. Formaður klykkti út með þessu og sagði síðan borð- haldinu slitið Næst skyldi stiginn dans Grímur fór út fyrir vegg, ásamt með fleiri karlmönn- um, til að fá sér ferskt loft. Þegar hann kom inn aftur hafði salurinn verið ruddur og dansinn dunaði. Innan við dyrnar stóðu kona Jónatans og Margrét kona Klemenzar skreiðarkaupmanns í áköf- um samræðum. Þar sem Grímur var liæglætismaður, veittu þær lionum enga at- hygli. — Mér finnst barasta ófyrirgefanlegt, sagði Marg- rét, — þegar allavegana fólki er boðið i svona sam- kvæmi. — Það er aldrei nema satt, sagðí kona Jónatans mæðulega. Og Margrét lét dæluna ganga. — Hver skyldi nú til dæmis hafa boðið honum Grími, sagði hún. Það kom kökkur í hálsinn á Grími. — Það hef ég bara ekki hugmynd um, svaraði klúbb- formannsfrúin alveg eyði- lögð. Það koiu ennþá stærri kökkur í hálsinn á Grími. — Hann er eklci með kon- una sína, malaði Lóa. — Hvernig ætli standi á því? — Hann segir að hún sé eitthvað lasin. — O, ætli það sé ekki frelcar fyrir það að hún er úr sveit og kann sig ekkert í svona hófum. — Nema hún eigi engin almennileg föt. Nú var allur kökkur horf- inn úr hálsi Gríms og hann var ekki reiður, miklu frem- ur ánægður. Hann glotti svo- lítið meinlega, gelck fram fyrir frúrnar, þakkaði fyrir kvöldið og bauð góða nótt. Hann gekk hratt heim, lion- um leið eins og frelsuðum manni sem séð hefur dúfu eftir dýfingu. Hann mundi kyssa konuna sína vel þegar lieim kæmi Aldrei framar mundi hann bölva klúbbn- um eða baktala það fólk. Nú þekkti harm þekkta fólk, og vínberin voru eklci lengur súr. ☆ Úrval Kemur út mánaðarlega - Gerizt áskrifendur ----------------------------- 10. tbi. VIKAN 43

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.