Vikan


Vikan - 05.03.1970, Blaðsíða 26

Vikan - 05.03.1970, Blaðsíða 26
UMSJÓN: DRÖFN H. FARESTVEIT, HÚSMÆÐRAKENNARI 1 ÍTALSKAR 1 KÓTELETTUR Kóteletturnar brúnaðar og settar í eldfast fat. Sáldrið salti, pipar og salvíu yfir þær. Setjið 2—3 niðursoðna tómata á hverja kótelettu (lögurinn Játinn síast vel af tómötunum) og síðast er ostasneið sett yfir. Hellið steikingarfeitinni yfir og bak- ið við 250° hita. Klippið grænt vfir (eða notið þurrk- að ef annað er ekki við hend- ina) og berið fram með frönsk- um kartöflum, spaghetti eða hrísgrjónum. Gjarnan má nvta soðið af tómötunum með hrísgrjónunum. 0 HAWAII L KÖTELETTUR Kóteletturnar nuddaðar með karry og steiktar á pönnu. Settar í eldfast mót og saltaðar. Ananassneið sett á hverja kótelettu. Hellið steikingarfeitinni yfir og bak- ið í heitum ofni. Við fram- reiðslu er skemmtilegt að skreyta kóteletturnar með vínberjum. Hrísgrjón hæfa vel með þessum rétti eða franskar kartöflur og gott hrátt grænmetissalat. 0 KÖTELETTUR MEÐ J FLESKI 0G SVEPPUM Kóteletturnar brúnaðar og stráðar salti og pipar. Settar í eldfast form. Reiknið með 1—2 flesksneiðum á hverja kótelettu. Fleskið er klippt í 26 VIKAN 10- tbl- jmnar ræmur og það brúnað og sett yfir kóteletturnar. Steikið síðan 250 gr. af sveppum í feitinni og setjið j)á yfir ásamt örlitlu af sherry eða rauðvíni. Skreytið með nýrri papriku og berið hrísgrjón eða spaghetti með. /, SUNNUDAGS- t KÖTELETTUR Setjið brúnaðar kótelett- urnar í eldfast fat og krydd- ið með salti, pipar og papriku. Skreytið með hálfum tómöt- um og eggjahræru, sem rétt hefur náð að stífna. Stráið ríkulega yfir af osti og bak- ið í heitum ofni. Berið fram með heitum kartöflum. FJ KÓTELETTUR ú MEÐ SÓSU Fremur er sjaldgæft að bera fram kótelettur með sósu. Sósuna, sem hér fer á eftir, má hvort heldur vill nota á svína- eða kinda- kótelettur. Það má hvort heldur vill, gegnsteikja kóteletturnar í feitinni og setja })ær í sós- una rétt áður en borið er fram, eða láta þær krauma í sósunni. Og Jæssi sósa inni- heldur: steikingarfeitina, tómatkraft, vatn, rjóma og síðan mismunandi krydd: salt, pipar og talsvert af

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.