Vikan


Vikan - 05.03.1970, Blaðsíða 45

Vikan - 05.03.1970, Blaðsíða 45
— Ég meina ... um hvað ertu að tala? — Mamma, sagði Elaine til útskýringar — Hún hefur verið í hálfgerðum trans í dag ein- hverra hluta vegna. Hún hlýtur að vera hugsa eitthvað stíft. — Eins og hvað? — Ég veit það ekki. Benjamín sneri til hægri og þaðan niður á hraðbrautina. — Þú þekkir hana ekki vel, er það? spurði Elaine. — Nei. — Ég er hrædd um að þér hafi fundizt hún ægilega rudda- leg. — Ertu að afsaka hana? —• Nei, sagði Elaine. — Ég er bar — ég er bara hrædd um að þú hafir fengið ranga hugmynd um hana En hún var ekki eins og hún á að sér í dag. Benjamín gaf benzínið í botn og skipti um akrein. Bill flaut- aði fyrir aftan hann. Benjamín leit í spegilinn og skipti enn um akrein. Býrðu ekki heima hjá þér? spurði Elaine. — Jú. Hún kinkaði kolli. Hefurðu gert eitthverjar áætlanir? — Nei. — Enga vissa vinnu, skóla eða svoleiðis? Benjamín fór aftur yfir á hina akreinina, lagðist á flautuna og svínaði fyrir bílinn sem hafði fiautað á hann áður. Elaine leit á hann augnablik en horfði svo aftur út um gluggann. — Hvað um verðlaunin þin? — Hvað með þau? — Hvað varð um þau? — Ég lét þau flakka? — Hvað? — Ég afþakkaði þau. — Hvers vegna gerðir þú það? Benjamín gaf í og var kominn fast að bilnum fyrir framan; hann lagðist á flautuna. Maður- inn í bílnum fyrir framan lyfti annarri hendinni upp að eyranu og benti Benjamín að hætta að flauta. Hann hélt sig nokkrum sentimetrum fyrir aftan og hélt áfram að flauta. Loks myndaðist örlítið bil í næstu akrein og mað- urinn skaust inn í. Benjamín brunaði fram úr við hlið hans. Er eitthvað að? sagði El- aine. — Nei. — Keyrirðu alltaf svona? Já. Hún leit aftur út um gluggann. Fyrsti klúbburinn sem þau heimsóttu var Club Renaissance Elaine rétti stúlkunni í fataheng- inu kápuna sína og maður í smóking vísaði þeim að borði í miðjum salnum. Fyrir utan einn mann sem sat í einu horninu voru þau alein í klúbbnum. Lítil sena var í enda salarins, þar sem á var píanó og trommusett, en engir hljóðfæraleikarar. — viltu mat? sagði Benjamin þegar þjónninn hafði komið með tvö glös á borðið. — Já, þakka þér kærlega fyrir. — Matseðilinn, takk, sagði Benjamín við þjóninn. — Mat fvrir tvo, herra? — Nei, sagði Benjamín. — Bara fyrir hana. Þjónninn kinkaði kolli og fór. — Ætlar þú ekki að borða? sagði Elaine — Nei, sagði Benjamín og drakk úr glasinu. — Hvers vegna ekki? — Ef þér er sama þá er ég ekki svangur. Þjónninn kom aftur stuttu síð- ar með matseðilinn en Elaine hristi höfuðið. — Ég hef skipt um skoðun, sagði hún. — Þakka þér fyrir. Næsti klúbbur var The Interi- or. Hljómsveit lék fyrir dansi er þau komu inn og Benjamín fann borð handa þeim. Hann pantaði tvö glös. — Viltu dansa? sagði hann. — Vilt þú það? Hann yppti öxlum og stóð upp. Elaine stóð upp líka og fór á eftir honum út á gólfið. Þau dönsuðu nokkur spor, en þá hætti Benjamín allt i einu og benti á borðið með höfuðhreyfingu. — Glösir eru komin, sagði hann, og ruddi sér leið í gegnum fólkið á dansgólfinu. I þriðja klúbbnum var nektar- sýning. Elaine fór á eftir honum inn og afhenti kápuna sína sjálf. Benjamín gekk í gegnum salinn og valdi borð beint fyrir framan sviðið. Hann settist og þegar El- aine kom kinkaði hann kolli í áttina að stólnum á móti sér. — Benjarrín? — Setztu. — En .. Benjamín . . — Hvað? — Á ég að sitja með höfuðið upp að sviðinu? — Já. — Getum við ekki fengið borð örlítið aftar? — Nei. Elaine hikaði andartak en sett- ist svo. Benjamín bað um tvö glös og rak svo hendurnar á kaf í buxnavasana og horfði á sýn- inguna. Lítil hljómsveit lék öðrum megin á sviðinu og fyrir miðju stóð dansmærin í keng, með bak- ið að áhorfendunum og horfði glottandi á þá á milli fóta sér. Dágóða stund stóð hún svona og lyfti rasskinnunum til skiptis, en að lokum stóð hún upp og fór að hoppa til og frá um sviðið. Hún var með gyllt lok á brjóstunum og við þau voru festir langir, bleikir dúskar. Hún fór að sveifla þeim fyrir framan sig sem hún gekk og hoppaði. Þjónninn kom með glösin að borðinu. Viltu drekka mitt? sagði Elaine. BIBLÍAN RIT HENNAR í MYNDUM OG TEXTA BIBLlAN — RIT HENNAR 1 MYNDUM OG TEXTA er falleg myndabók í alþjóða- útgáfu. Myndirnar, sem danska listakon- an Bierle Dietz hefur gert, eru litprentað- ar í Hollandi, en textinn er prentaður hér- lendis. Magnús Már Lárusson, háskóla- rektor, hefur annazt útgáfuna og ritar inn- gang og ágrip af sögu íslenzkra Biblíuþýð- inga frá upphafi. — Þetta er vönduð og glæsileg myndabók, sem hefur að geyma nýstárlega túlkun á Heilagri ritningu. Fæst hjá næsta bóksala HILMIR HF. SKIPHOLTI 33 POSTHÖLF 533 SÍMI 35320 REYKJAVÍK 10. tbi. VIKAN 45

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.