Vikan


Vikan - 05.03.1970, Blaðsíða 14

Vikan - 05.03.1970, Blaðsíða 14
NR. 1 TIL ÚRSLITA uncn nvnsLoum Þóra er 15 ára gömul, fædd 22. júní 1954, dóflir Jóns Haraldssonar, múrara, og Sveinbjargar Hróbjarts- dóttur. Hún á eina átta ára gamla hálfsystur. Þóra er 170 sentimetrar á hæS, blá- eyg og með skolleitt hár. Hún er í Laugalækjarskóla og segir að það sé gaman að læra allt — svo lengi sem maður kunni það. Þó er mannkynssagan hennar uppá- haldsfag en minnstan áhuga hefur hún á reikningi og stafsetningu. Hún segir fé- lagslífið í skólanum gott; hæfilega mikið og beinar tómstundir á hún heldur fá- ar. Að loknu gagnfræðaprófi hefur hún hug á að fara er- lendis og vinna sem tízku- sýningardama, en hún er í Tízkuþjónustunni og lauk prófi frá skólanum í vetur. Bregðist það langar hana að leggja fyrir sig dansinn, en hún hefur numið dans, allar tegundir (allt frá klassískum ballett upp — eða niður — í „monkey") í ellefu ár. Nú er hún í Dansskóla Báru og iðkar jazz-ballett, en hefur verið í flestum dansskólum borgarinnar til þessa. Hún viðurkennir að dans sé eitt það skemmtilegasta sem hún gerir. I sumar vann hún í ungl- ingavinnunni og á skemmti- stað fyrir ungt fólk, sem bar heitið Café de Paris. Þóra segist fara töluvert mikið á dansleiki, og þá helzt í Glaumbæ, enda sé hún mest- megnis með þeim aldurs- flokki og er oft „pirruð" á skólafélögum sínum, sem hún telur ekki nógu alvar- lega þenkjandi. Hún er hrifin af ferðalög- um og segist þekkja Vest- firðina eins og lófana á sér, en utan hefur hún ekki farið enn. Mest langar hana til Kaupmannahafnar og síðan um allan heim til að kynn- ast fólki og háttum þess. Skortur á háttvísi er að hennar dómi það sem einna helzt er ábótavant við ungu kynslóðina. 14 VIKAN 10. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.