Vikan


Vikan - 05.03.1970, Blaðsíða 21

Vikan - 05.03.1970, Blaðsíða 21
finna upp eitthvað til að segja honum, þegar hann spyr eftir henni. Fjandinn hafi það! öskraði hann svo. — Stattu ekki þarna eins og glópur. Gert er gert, og þú veizt það fullvel sjálfur að þú átt eftir að verða þakklátur fyrir þetta, þegar þú verður frjáls, og þessut- an með nóga peninga. Þú losnar við að flækjast með stelpuna, hún hefði annars hangið um hálsinn á þér eins og höggormur. Fyrst skaltu koma þessari stelpu forsvaranlega fyrir, og flýttu þér nú, það lítur út fyrir að það sé að líða yfir hana. Settu hana inn í klefann hjá stráknum, við höfum ekki mikinn tíma til stefnu. Það var rétt, mér leið ekki vel. Um leið og Lethman sleppti takinu á mér, létu fæturnir undan, ég hné niður ( stólinn og reyndi að vinna bug á ógleðinni. En samt varð mér Ijóst að þeir voru ekki á eitt sáttir, því að þeir héldu áfram að munn- höggvast. Ég heyrði ekki vel hvað John Lethman sagði, en Grafton tók því illa. — Hvað? Flvern fjárann áttu við? — Það var ég að reyna að gera þér skiljanlegt. Strákurinn er horf- inn. — Það er ómögulegt. — Það er satt. Hann er farinn. Það var eins og ég losnaði við óþægindin um stund. — Bravó, Charles! — Eftir stundarkorn getur hann komið aftur, með allt það hyski sem hann nær í. Grafton var eins og lostinn eld- ingu. — Attu við að hann hafi komizt út héðan? — Já. Hann sló Jassim niður og stóra hliðið er opið upp á gátt. En hann veit auðvitað ekki að við höf- um stelpuna hér, annars — Mikill bölvaður asni ertu! Og þú ert að segja mér þetta fyrst núna. Hve langt er síðan hann slapp? — Það er ekki langt síðan. Hann hafði brotið vatnskrúsina og ég sá blaut sporin, þegar ég komst að þessu. — Hleyptu hundunum út! sagði Grafton æstur. Hann getur ekki verið kominn langt. Þeir ná honum örugglega. Þú getur sagt Nasirulla að mér sé sama þótt þeir slíti hann í sundur, aðeins ef ég næ honum! — Það getur verið að hundarnir snerti hann ekki. — Hvern fjandann gerir það? Skilurðu ekki að við sláum tvær flugur í einu höggi, komum Nas- rulla í burt, á meðan við göngum frá þarna niðri. Hundarnir elta strákinn uppi, og ef Nasirulla tek- ur byssu með sér Það verð- ur að né í hann, hevrirðu hvað ég seni? Jassim hefir vonandi rankað við sér? Flýttu þér, maður, láttu stelpuna eiga sig, ég skal sjá um hana Ég greip til Johns Lethman, þeg- ar hann sneri sér við til að fara. — /Ftl!ð bér að skil'a mig eina eftir hiá þessu skrfmsli? Skiljið þér ekki að hann veit ekki hvað hann gerir? Og þér, þér hafið ekki nokk- urt tækifæri til undankomu? Ég hristi hann til. — Ég veit að þér hafið aðeins gert það sem hann skipaði. Þér eigið engan þátt í dauða Halide. Ef þér látið Charles ( friði og komið með mér héðan, þá skal ég sjá um að þér verðið ekki fyrir neinum vandræðum — Burt með þig, öskraði Grafton og Lethman sleit sig lausan og flýtti sér burt. í — Svona, komið nú! Flýtið yður! Svona stelpa, fljótt núl Ég hélt dauðahaldi í stólbríkina, svo fast að ég fann til í lófunum, — Ég fer ekki inn til hennar aft- ur! — Nei, þar eigum við eftir að hreinsa til, heyrðuð þér það ekki? Nei, þér fáið fangaklefann núna, og þér skuluð ekki láta yður dreyma um að sleppa þaðan, þótt frændi yðar hafi getað komizt burt. Ég fann að ég gat staðið upp. Flökurleikinn var horfinn, og ég gat nú hugsað skýrt. — Flýtið yður, ég er tímabund- inn! Afram nú! Ég ýtti frá mér þungum stólnum, svo hann rann eftir marmaragólf- inu, milli mín og Graftons. Ég stökk í hina áttina, að rúminu, upp þrep- in, síðan stökk ég upp í rúmið og reif niður byssuna, sem hékk á veggnum. Allt í einu fóru hundarnir að gelta, Nasirulla hafði greinilegó hleypt þeim út í þeirri von að þeir næðu í Charles. Ég hló stríðn- islega framan í Henry Grafton: Hann hikaði. — Leggið frá yður byssuna, hún er ekki hlaðin. — Er það nú öruggt? — Alveg víst. — Náið í mig ef þér getið! Hann stóð grafkyrr. Ég hló og miðaði á hann byssunni, og stökk varlega niður á gólfið. En svo hvolfdizt ógleðin yfir mig aftur, ég svitnaði og stóð á öndinni. Ég fann óljóst til þess að ég greip í tjöldin og missti byss- una á gólfið, ég sá að Grafton gekk ! áttina til mín, hundarnir geltu og einhver hljóðaði. Ég reyndi að hrista af mér slén- ið, en það var um seinan, hann fleygði sér yfir mig og reif til sín byssuna og þeytti henni inn undir rúmið, sló mig um koll ( því að kötturinn kom hvæsandi undan fatahrúgunni. Ég rak upp skelfilegt óp. Grafton kallaði eitthvað og reyndi að ná taki á mér, en ég var frávita af hræðslu, og mér var varla Ijóst að hann væri þarna. Þetta var eins og hræðileg martröð, og ósjálfrátt hörfaði ég undan. Ég varð allt í einu vör við ein- hver ólæti úti í trjágarðinum; — hás öskur og æðislegt hræðsluvæl í kettinum og hvellt geltið í hund- unum, sem greinilega höfðu kom- ið auga á kærkomna bráð; hróp í Nasirulla. Svo kom kötturinn þjót- andi inn í herbergið með geltandi hundana á eftir sér og Nasirulla rak lestina. Kötturinn stökk ( áttina að tjöldunum, hundarnir feldu þungan stólinn um koll, en lampinn féll ( gólfið um leið og olían rann eftir gólfinu. Eldurinn læsti sig í olíuna á sama andartaki. Grafton reif til sín einhverjar druslur úr rúminu og æddi að eldinum, en féll í olíunni á gólfinu og sló höfðinu við stein- brúnina á gosbrunninum í fallinu. Fyrir ofan mig sá ég köttinn stökkva út um gluggann. A nokkrum sekúndum var eld- urinn búinn að læsi sig í tjöldin. Ég flýtti mér út um dyrnar, og það síðasta sem ég sá, var að Arabinn var að draga Grafton að hinum dyrunum. Hundarnir fylgdu mér eftir niður stigann. — Hingað, kallaði ég til þeirra, — hingað! Og við hlupum eftir ganginum, fram hjá herberginu þar sem Halide, vesalingurinn, lá. Loftið var orðið þrungið af reyk, en framundan sá ég móa fyrir dyrunum að undir- ganginum. Hendur mínar titruðu og hund- arnir ýttu tvisvar við mér, áður en mér tókst að opna. Það gekk vel, því að lamirnar voru vel smurðar. Framhald á bls. 49. 10. tbL VIKAN 21

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.