Vikan


Vikan - 05.03.1970, Blaðsíða 37

Vikan - 05.03.1970, Blaðsíða 37
anlega og sögðust gleðjast yfir því, að hann var aftur nieðal þeirra. Jack var hrif- inn af þessurn lilýju móttök- um og skemmti fólkinu með sögum frá Klondike, en not- aði þó tækifærið til þess að spyrja alla, sem viðstaddir voru, hvort þeir gætu ekki útvegað honum einhverja at- vinnu. En það gat enginn þeirra. Þegar vinirnir voru farnir og Edward hafði dregið sig í hlé, spilaði Mahel og söng það sama og hún hafði sung- ið, er Jack kom i fyrsta skipti á heimilið. Krafturinn og hin óbeizlaða karl- mennska hafði þá hvort- tveggja í senn dregið liana að honum og hrint henni frá honum. Hún sá ástina spegl- ast í augum hans og hann heyrði ást hennar hljóma í veikri, yndislegri röddinni. Honum fannst hún játa ást sína í orðnm þjóðkvæðanna, sein hún söng. Jack var þó ljóst, að stundin var ekki enn komin til að tala um þessa hluti. Hann gat ekki tekið hana af ágætu heimili, meðan hann hafði lítið ann- að að bjóða en sult og seyru. Daginn eftir sá hann getið um það, að prófa ætti menn, sem síðar vrðu ef til vill telcnir i vinnu á pósthúsinu. Ilann flýtti sér þangað, tók prófið og stóðst það ágæt- Iega. En liann varð að bíða, því að engin staða var laus. Dag nokkurn las liann um það i sunnudagsútgáfu „San Francisco Examiner", að lágmarksritlaunin, sem það greiddi, væru tíu dollarar fvrir hver 1000 orð. Jack hafði efni i að minnsta kosti tíu spennandi greinar. Ilann seltist við borð, sem Flóra hafði koinið fyrir inni i svefnherberginu hans, og skrifaði frásögn um ferð sína í opnum hát niður Yuk- on-ána. Það voru þúsund orð. Ilann sendi greinina til „San Francisco Examiner“, án þess að gera sér það ljóst, að með því var hann að hefja merkilegan rithöfundarferil. ITann ætlaði aðeins að reyna að vinna sér inn tíu dollara, til þess að friða húseigand- ann, þangað til hann fengi vinnu á pósthúsinu. Svo vel féll honum að skrifa, að hann gat ekki annað en fengizt við það. Hann tók að skrifa neðan- málssögu fyrir unglingablað, og á örstuttum tíma lauk hann við sjö iAlaskasögur, sem liann hafði haft á prjón- unum. Þetta var aðeins byrj- unin, því að þessir litlu læk- ir áttu eftir að verða að miklu fljóti. Ekkert frétti Jack frá póst- stjórninni, og enginn eyrir kom frá „Examiner". Hann var ekki einu sinni látinn vila, að hlaðið liefði móttek- ið handrit hans. Jack varð að veðsetja hjólið sitt, og þegar húseigandinn hótaði að reka þau út á götuna, veð- setti hann úrið, sem maður Elizu liafði gefið honum. Og frakkinn, sem var arfur eft- ir .Tolin London, fór sömu leiðina. Allt, sem liann gat við sig losað og fengið, þótt ekki væri nema nokkra aura fyrir, lét liann fjúka, og keypti frímerki og umslög, svo að hann gæti sent ný og ný handrit. Jack gerði sér enga grein fvrir, að hann var orðinn afkastamikill rithöf- undur. Eitt var deginum Ijósara: Hann var í fjárliags- legri klípu. Kryddmangarinn í liorn- búðinni skrifaði vörur hjá honum þangað til skuldin var orðin fjórir dollarar. Þá fékk Jack ekki meira lijá honum. í kjötbúðinni komst liann upp i fimm dollara, áð ur en lánstraustið þraut. El- iza var honum alltaf jafn hjálpsöm. Hvm kom með mat, sem hún gat án verið heima og lét Jack liafa aura til þess að kaupa fvrir papp- ír og tóhak, en þetta hvort- tveggja var honum lífsnauð- syn. Hann horaðist, varð taugaveiklaður og vanstillt- ur, og var nú orðinn lítt fær til venjulegrar vinnu. Einu sinni í viku fékk hann nóg að borða. Það var heima lijá Mabel Applegarth. Hann varð að gæta hinnar mestu varúðar við borðið, svo að stúlkan, sem hann elslcaði, sæi ekki, hve svangur liann var. Þrátt fyrii allt þetta var hann vongóður, því að tíma- ritin borguðu tíu dollara fyr- ir 1000 orð, og sögurnar og greinarnar sem hann liafði sent, voru frá 4 til 20 þúsund orð, svo að ritlaun fyrir að- eins eina þeirra mundi bjarga heimilinu. Hann var svo áhugasamur i ritmennskunni, að hann átti erfitt með að rífa sig lausan, til þess að slá gras- fleti og berja teppi. Heimil- ið lenti í miklum vandræð- um, en Flóra var kjarkmik- il og hörð og hafði tuttugu ára æfingu í löngum svelti- tímabilum. Hún gafst því ekki upp. Jack var orðinn svo ræfilslegur og illa far- inn, að hann liætti að heim- sækja Mabel þennan eina dag í viku. Hann var svo langt leiddur, að hann hefði með þökkurn tekið að sér kolamokarastörf fyrir þrjá- tíu dollara á mánuði, ef lion- um hefði boðizt það. Hann varð veikur á sál og líkama, og enn á ný flaug lionum í hug að drýgja sjálfsmorð, en áður fyrr hafði hann stund- um verið lcominn á fremsta hlunn með það. Hann hefur sagt það, að ef um Flóru og litla drenginn hefði ekki ver- ið að ræða, þá mundi hann að líkindum hafa ráðið sig af dögum. Frank Atherton, æskufélagi Jacks, skrifar: „Hann settist við að skrifa skilnaðarbréf; og einn vinur lians koin að heimsælcja hann, til þess að kveðja hann, af því að hann hafði einnig ákveðið að fremja sjálfsmorð.“ Fortölur .Tacks til þess að fá vininn til að liætta við sjálfsmorðsfyrir- ætlanir sínar, hafa auðsjáan- lega verið svo sannfærandi, að hann hefur sjálfur látið sannfærast. NÝTT FRÁ RAFHA NÝ ELDAVÉL GERÐ 6614. MEÐ 4 HELLUM, ÞAR AF 1 MEÐ STIGLAUSRI STILLINGU OG 2 HRAÐSUÐUHELLUR, STÓRUM STEIKAR- OG BÖKUNAROFN. Vfir- og undirhiti fyrir steikingu og bökun stýrt með hitastilli. Sérstakt gióðarsteikar element (grill), stór hitaskúffa, Ijós i ofni. Heimkeyrsla og Rafha ábyrgð. VIÐ ÖÐINSTORG - SÍMI 10322 10. tbi. VTKAN 37

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.