Vikan


Vikan - 05.03.1970, Blaðsíða 31

Vikan - 05.03.1970, Blaðsíða 31
— Af hverju ertu þá svona reið? — Gleymum því, sagði frú Robinson. Hún fór aftur að rúm- inu og fletti ofan af hinum kodd- anum. — Ertu afbrýðisöm? spurði Benjamín. — Ertu hrædd um að hún steli mér kannske frá þér? — Nei — Hvað þá? Hún hristi höfuðið. — Frú Robinson, sagði Benja- mín, — ég vil fá að vita hvers vegna þú lítur svona alvarlega á þetta. — Eg hef mínar ástæður. — Allt í lagi, leyfðu mér að heyra þær. — Nei. — Leyfðu mér að heyra þínar ástæður, frú Robinson. Sg held nefnilega að ég viti hverjar þær eru. Hún lauk við að fletta sæng- inni ofan af rúminu. — Dóttir þín ætti ekki að hafa neitt samneyti við mína líka, ekki rétt? — Benjamín. — Ég er ekki nógu góður fyr- ir hana. Eg er ekki einu sinni nægilega góður til að tala um hana, ekki rétt? — Gleymum þessu. — Nei, við gleymum þessu ekki, frú Robinson, sagði hann og gekk yfir í hinn enda her- bergisins. — Þetta eru ástæð- ur þínar frú Robinson. Ég er ekkert annað en skítugur ræfill í þínum augum. Sg er ekki einu sinni. ... — Benjamín. Hann tók um handlegginn á henni og sneri henni við svo hún horfði beint framan í hann. — Ég er nógu góður fyrir þig, en ég er of slorugur fyrir dóttur þína. Er þetta ekki ástæðan þín, frú Robinson? Hún kinkaði kolli. — Er það ekki rétt! hrópaði hann. — Jú. Hann stóð enn um stund og hélt í handlegginn á henni en svo ýtti hann henni niður í rúm- ið. — Farðu til helvítis, sagði hann og tók skyrtuna sína aftur af stólnum. — Farðu beint til helvítis, frú Robinson. — Benjamín? — Heldurðu að ég sé hreyk- inn af mér? sagði hann og henti skyrtunni á gólfið. Hann gekk aftur að henni. — Heldurðu að ég sé hreykinn af þessu? — Ég veit það ekki. — Nei, ég er það ekki. — Ekki það? — Ónei! Ég er ekki hreykinn af því að eyða tímanum í hótel- herbergjum með taugaveikluð- um alka. — Ég skil. — Og ef þú heldur að ég komi hér fyrir eitthvað annað en það að mér leiðist heima hjá mér, þá hefur þú gjörsamlega rangt fyrir þér. Hún kinkaði kolli. — Vegna þess — frú Robin- son? — Já? — Mér verður óglatt af þér! Mér verður óglatt af sjálfum mér! Þetta er það ógeðslegasta sem nokkurn tíma hefur komið fyrir mig! Hann starði á hana um stund. — Mér er andskotans sama hvað þú gerir, en ég ætla að fara út úr þessu skítuga og ógeðslega herbergi. — Jæja? — Já! Hann snerist á hæli, tók upp skyrtuna og fór í hana. Frú Robinson sat á rúmbríkinni og horfði á hann um leið og hann hneppti skyrtunni og tróð henni niður í buxurnar. — Benjamín? sagði hún. Hann hristi höfuðið. — Var þér alvara með það sem þú sagðir? — Já. — Mér þykir þetta leiðinlegt, sagði hún. — Mér líka sagði hann, — en svona er það. — Þér finnst ég vera þannig? Hann kinkaði kolli. — Að ég sé ógeðsleg persóna? Hún leit niður fyrir sig. Benjamín lauk við að girða sig og leit svo á hana. — Byrjaðu nú ekki á þessu aftur. — Hverju? — Farðu nú ekki að gerast neitt sentimental. — Myndir þú ekki sjálfur vera örlítið sár yfir svona um- mælum? — Frú Robinson, sagði hann og benti á hana með vísifingri, — þú sagðir mér sjálf að þú værir alki. Hún kinkaði kolli. — Og við- bjóðsleg. — Hægan nú, sagði hann. — Þú stendur þarna og kallar mig ræfil. Hvað ætlastu til að ég segi? — Kallaði ég þig ræfil? — Já. — Það held ég ekki. — Jú, kannske í fleiri orðum, frú Robinson. Þú sagðir mér allavega að ég væri ekki nógu góður fyrir dóttur þína. —- Sagði ég það? — Já, auðvitað. Hún hristi höfuðið. — Hvað? — Benjamín, sagði hún, *— ég biðst afsökunar á því ef það er sú tilfinning sem þú hefur feng- ið. — Frú Robinson! Fyrir tveim- ur mínútum síðan sagðir þú mér að ég væri ekki nógu góður fyrir dóttur þína og nú biðst þú af- sökunar á því ef ég skyldi hafa fengið það á tilfinninguna. ■—- Mér var ekki alvara. — Ha? — Ég held bara að þið ættuð ekki vel saman, sagði hún. — En ég myndi aldrei segja að þú værir nokkuð verri en hún er. — Ekki það? — Auðvitað ekki. Frú Robinsor. hikaði andar- tak, stóð síðan upp og gekk að fataskápnum og tók herðatréð niður. — Hvað ert þú að gera? — Nú, það er nokkuð greini- legt að þú vilt mig ekki meira. — Sjáðu nú til, sagði Benja- mín, — ég varð dálítið æstur þarna á tímabili. Mér þykir fyr- ir því að hafa sagt þetta. — Benjamín, ef þetta.... — Nei, ég er ekki að blekkja þig. — Þetta er allt í lagi, sagði hún og brosti. — ífig held ég viti hvers vegna þér finnst ég svona viðbjóðsleg. — Ónei, sagði Benjamín og flýtti sér til hennar. — Sjáðu nú til. Mér geðjast að þér. Ég myndi alls ekki standa í þessu ef mér geðjaðist ekki að þér. — En ef þér verður svona óglatt af því. ... — Mér verður ekkert óglatt! Mér finnst þetta gaman. Sg hlakka alltaf til. Þetta er það eina sem ég hlakka virkilega SKEMMTILEG FRAMHALDSSAGA f SÉRFLOKKI alltaf til að gera. — Þú þarft ekki að segja þetta. — Nei, ég myndi ekki segja þetta ef ég meinti það ekki. — Má ég þá vera? — Já. Gerðu það. ®g vil að þú verðir kyrr. — Þakka þér fyrir. — Ekki þakka mér, því ég vil endilega að þú verðir kyrr. Hún lét herðatréð aftur inn í skápinn. — En þú ferð aldrei út með Elaine? — Ha? — Lofaðu mér því. Benjamín hristi höfuðið. — Sjáðu nú til, sagði hann. — Töl- um ekkert um það. Tölum bara ekki neitt. — Lofaðu mér því. — Hvers vegna? Vegna þess að ég er ekki nógu góður fyrir hana? — Vegna þess að þið eruð svo ólík. — Hvernig ólík? — Bara ólík. — Hún er góð og ég er vond- ur. Af hverju í andskotanum þurftirðu að fara að tala um þetta? Mér datt ekki einu sinni í hug að fara út með henni. — Lofaðu því þá. — Eg er ekkert fyrir það að vera að lofa hlutum. — Af hverju ekki? — Þá svíkur maður ekkert. — Þú ætlar sem sagt með hana út með þér, ekki satt? — Nei, sagði Benjamín. — Eg segi þér alveg eins og er að ég ætla ekki að fara út með henni. — Lofaðu mér því að þú ger- ir það aldrei. — Þetta er fáránlegt. — Lofaðu því, Benjamín. —• í Drottins nafni! Ég lofa því að ég fari aldrei út með Elaine Robinson! — Sverðu það? — Já. — Þakka þér fyrir. — Helvíti, sagði hann. — Komdu í rúmið. FIMMTI KAFLI Nokkrum dögum síðar bar Elaine Robinson aftur á góma. Það var við kvöldverðarborðið á Braddock-heimilinu. — Elaine kom heim frá skóla í dag, sagði herra Braddock. — Framhald á bls. 44 10. tbi. VIKAN 31

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.