Vikan


Vikan - 05.03.1970, Blaðsíða 39

Vikan - 05.03.1970, Blaðsíða 39
ömurlegan morgun í lok nóvembermánaðar fékk liann þungt umslag með póstinum frá mánaðarritinu „Overland Monthly“. Hann hafði sent þeim smásöguna „í langfcrð“, skyldu þeir liafa tekið hana? Handritið var 5000 orð. Þeir borguðu tíu dollara fyrir hver þúsund orð. 1 umslaginu hlaut því að vera ávísun á fimmtíu doll- ara. Þá væri lionum borgið, og hann gæti haldið áfram rithöfundaferli sínum. Hann hneig niður á rúmstokkinn og opnaði umslagið með skjálfandi höndum. Það var engin ávísun i þvi. Það var aðeins stuttort bréf frá ritstjóranum, um að hon- um fyndist sagan „nothæf“ og að hann myndi borga finnn dollara fyrir liana við birtingu. Fimm dollara fyr- ir handrit, sem hann hafði verið finnn daga að skrifa! Með öðrum orðum, ekki nema þessi venjulegi eini dollar i daglaun, eins og hann hafði fengið í niður- suðuverksmiðjunni, striga- verksmiðjunni, rafstöðinni og þvottahúsinu. Hann hafði verið auðtrúa heimskingi. Hann hafði látið leika á sig. Mánaðarritið horgaði ekki einu sinni eitt lúsugt penny fyrir orðið; það horgaði eitt penny fyrir hver tíu orð! Af þvi gat enginn lifað og þvi síður séð fyrir fjölskvldu. Þó að hann skrifaði stór og mik- il listaverk og seldi allt, sem kæmi frá svera, grófa blý- antinum hans, væri það al- gerlega vonlaust. En seinna, þennan sama dag skeði sá atburður, sem lijargaði rithöfundinum Jack London frá tortímingu, — hann fékk annað hréf, í þetta sinn frá „The Blaclc Cat“. Hann hafði sent þeim sögu, sem liann hafði skrifað á liinum stutta, viðhurðarríka tima milli þess sem liann var i háskólanuin i Kaliforniu og gufuþvottaliúsi Belmont liá- skólans. „The Black Cat“ skiáfaði honum, að sagan væri „nokkuð langdregin“, en ef Jack vildi leyfa þeim að stytta handritið, sem var 4000 orð. um lielming, skyldu þeir strax senda hon- um ávísun á f jörutíu dollara. Já, þeir skvldu sannarlega fá leyfi til þess! Það jafngilti tuttugu dollurum fyrir hver þúsund orð, eða með öðrum orðum helmingi meira en hann hafði húizt við. Hann liafði þrátt fyrir allt ekki verið gahhaður. Hann liafði elcki verið neinn auðtrúa heimskingi. Hann gat nú unnið fyrir sér og sinum með þeim störfum, sem hug- ur lians stóð til. Undir eins og hann liafði svarað, fékk liann senda f jörutiu dollara. Og það varð hin raunveru- lega orsök þess að Jack London varð rithöfundur, að því er hann sjálfur sagði. Hann leysti út lijólið sitt, úrið og regnkápuna, borgaði matvörukaupmanninum og slátraranum. keypti miklar hirgðir af mat, borgaði liúsa- leigu fyrir tvo mánuði, keypti sér notuð vetrarföt, ritvélapappír, eitt knippi af blýöntum og leigði sér rit- vél. Um lcvöldið smurði liann sér nokkrar hrauð- sneiðar og morguninn eftir fór liann að heimsækja Ma- bel Applegarth. Þau lijóluðu í gegnum Oakland og klifr- uðu upp á bakkann í Berke- ley, sem var þeim svo ást- fólginn. San Francisco lá eins og reykjarflóki uppi á hæðunum, og flóinn breiddi úr sér eins og voldugt liaf af hráðnum málmi fyrir neðan þau. Á meðan Jack lá endilang- ur í mjúku hávöxnu gras- inu við hliðina á fyrstu kon- unni, sem hann hafði nokkru sinni elskað, sagði hann lienni frá sögunum, sem liann hafði selt. Mabel hróp- aði upp yfir sig af lirifningu. Jack laumaði handleggnum um mitti liennar og dróg liana til sín. Þau Mabel og Jack voru algerar andstæður. Hann var sterkur fyrir, þar sem hún var veiklunduð. Hann gerði gys að þeim liáttum og sið- venjum, sem hún byggði líf sitt á. Á meðan hann hafði lo. tbi. VIKAN 39

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.