Vikan


Vikan - 05.03.1970, Blaðsíða 9

Vikan - 05.03.1970, Blaðsíða 9
SJEHINN BVIDB zU MIIIJONIB cwU n LJOSHfEROA STDLKI Abdallah, sjeik í Kuwait, hefir nýlega lagt um 200 milljónir króna í banka. Peningana fær sú Ijóshærða stúlka, sem er fús til að verða þrítugasta og fjórða kona hans. En hún verður að vera evrópisk, háfætt og Ijóshærð...................... Hvar er konu að finna fyrir Kuwait-furstann Abdallah Al-Jaber Al-Sabah. Það er skilyrði að hún sé frá Evrópu, og hinn auðugi fursti lítur ekki við henni nema hún sé ljóshærð, grönn og háfætt. Og því yngri, því betri. Ef furstinn nær í eina slíka, þá verður hún strax sæmd prinsessu- titli og fær 200 milljónir í morgungjöf. Það er aðeins eitt við þetta að athuga, hinn tilvonandi brúðgumi er kominn yfir sjötugt. En vinir hans halda því fram, umsækjend- um til huggunar, að hann sé ennþá í fullu fjöri. Svo er hann líka framúrskarandi reglusamur, fer í rúmið klukkan 9 á kvöldin og á fætur fyrir allar aldir. Hann reykir ekki og drekkur ekkert sterk- ara en mjólk. Abdallah fursti er menntamála- og dómsmálaráðherra ríkisins, og hann fékk alveg sérstakt dálæti á ljóshærðum stúlkum, þegar hann kynntist hinni ljóslokkuðu, þýzku, Heidi Dichter, árið 1961. Furstinn bað hennar á stundinni og fimm dögum síðar var Heidi orðin prinsessa Abdallah. Hún fékk nú engar milljónir í morgun- gjöf, en forkunnarfagurt úr úr platinu og demöntum. Þegar Heidi, sem var þrítugasta og önnur kona furstans, var búin að kanna dýrðina í furstahöllinni í nokkra mánuði, hafði hún fengið nóg. Hún fann það á sér að furstinn var að hugsa um að næla í þritugustu og þriðju konuna, svo hún fór af frjálsum vilja. Hún er nú gift í Libanon, og er mjög hamingjusöm. Furstinn fékk sér fljótlega aðra unga. Hún var 17 ára og heitir Halla Yassine. Hann skipaði henni að lita hárið, en hann var aldrei ánægður með árangurinn, enda vildi hann hafa konuna af evrópskum uppruna, sérstaklega vildi hann fá granna og háfætta stúlku. Heidi gæti eflaust gefið þeim stúlkum, sem hafa hug á að þekkj- ast boð furstans, ýmsar nauðsynlegar upplýsingar. Til dæmis gæti hún sagt frá brúðkaupsnótt sinni og hins aldraða höfðingja: „— Ég settizt á rúmið, Abdallah í hægindastól. Á borði, sem stóð á milli okkar var geysistórt ker, fullt af mjólk. Abdallah drakk þrjá iítra af mjólk á fáum mínútum! Svo faðmaði hann mig að sér. Abdallah er sagður mjög rómantískur. Og hann sér til þess að konur hans fái allar sínar óskir uppfylltar, svo lengi sem þær eru í náðinni, að minnasta kosti. Heidi Dichter segir, til dæmis, að hann hafi alltaí látið senda þýzkt rúgbrauð og lifrarkæfu, til þess Framhald á bls. 48 Þannig lítur hann út, kátur og hress, þrátt fyrir aldurinn. Sjeikinn í ráðuneyti sínu. Hann tekur patrónubeltið af sér, þegar hann er heima hjá konum sínum. 1°. tbi. VIKAN 9

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.