Vikan


Vikan - 05.03.1970, Blaðsíða 28

Vikan - 05.03.1970, Blaðsíða 28
Líf hans byggist á hraða og það hefir gert hann frægan. Nú, þegar hann er kominn yfir sjötugt, segist hann elska hraðann meira en milljónir sínar. Tíminn er dýrmætari en peningar fyrir hann: „Tíminn er lífið“. FRITZIION OPEl »11111EEGHUM LÍHI Fritz von Opcl vílar ekki fyrir sér að fara á vatnaskíði, pótt hann sé nokkuð við aldur. Hér er hann að kenna ungri blómarós undirstöðuatriðin á þurru landi. Flugvélin RAK 1 þaut í lágflugi yfir mold- argötunni, of hratt til að geta lent, en of hægt til að vinna hæð. Sekúndum síðar hrapaði vél- in niður í gosbrunn og rifnaði í tætlur. Flug- maðurinn hékk í belti sínu, meðvitundarlaus, en óskaddaður. Þetta skeði 30. september árið 1929, fyrir fjörutíu og einu ári síðan. Þetta var sögulegur dagur: Þennan dag flaug hann i fyrsta sinn í flugvél, sem var knúin eldflaug, -ekki mótor. Þennan dag var fyrsta skrefið stigið til geim- ferða, og það gerði Þjóðverji. Hann var þá um þrítugt, og þá þegar orðinn einn af ríkustu mönnum Þýzkalands. Milljónir farartækja bera nafn hans, sem er þekktara sem merki á bílategund, en nafn á manni af holdi og blóði. Nafnið er auðvitað Opel. Fritz von Opel er rúmlega sjötugur. það er að segja að hann er sjötíu ára ungur. Hann er verkfræðingur, uppfinningamaður, stóriðjuhöld- ur, og Ijóðskáld. Ekkjumaður. Faðir þriggja barna. Hann býr í Saint-Tropez á sumrin, í St. Moritz á veturna, og þótt hann sé innan um kvikmynda- stjörnur og annað fólk úr skemmtanaheiminum, þá hefir hann lítið saman við það að sælda. Brigitte Bardot, sem um tíma var gift Gunter Sachs, frænda hans, er nábúi hans, það eru að- eins nokkrir metrar á milli húsanna, en það gæti alveg eins verið heilt heimshaf á milli þeirra tveggja. Hann reykir ekki, hann drekkur ekki, borðar fábreyttan mat. Hann er mjög hrifinn af rjóma- ís og borðar allt að tuttugu skömtum á dag. Hann vinnur oft til klukkan þrjú á nóttunni, og fer á fætur klukkan sex á morgnana, þegar næturhrafnar eru yfirleitt að koma heim til sín Ute er ekki hrædd þótt báturinn snerti varla hafflötinn. : ' j: : wmmm ■■■...... 111 ■ liiMii 1 :í ■ , ::■: " ■ :' ■ 28 VIKAN 10- tbL

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.