Vikan - 30.04.1970, Blaðsíða 3
18. tölublað - 30. apríl 1970 - 32. árgangur
í ÞESSARI VIKU
Eldhús Vikunnar hefur þegar vakiS
athygli og hlotið góða dóma húsmæðra.
Dröfn H. Farestveit, húsmæðrakennari, annast
þáttinn fyrir Vikuna, og birtist hann í öðru
hverju blaði. Aður hefur Dröfn fjallað um
ábætisrétti, kartöflurétti og fína fisk-
rétti. I þessum þætti tekur hún súpurnar fyrir.
,,Það er bikamyrkur klukkan sex á
sunnudagsmorgni, þegar Erling Fosser og
gestir hans setjast inn í Landroverinn.
Aftur í eru rifflar og skotfæri, sjónauki og
vatnsflöskur. Þær eru vafðar inn í blaða-
pappír, svo að þær haldist lengur
kaldar." Þannig hefst spennandi grein í þessu
blaði um stórdýraveiðar í Afríku, þar sem
dagurinn kemur jafn skyndilega og nóttin.
Hljófæraleikarar eru því vanari að standa uppi
á palli og skemmta öðrum, en að
skemmta sér sjálfir. Einu sinni á ári halda
þeir þó árshátíð eins og aðrir starfs-
hópar. VIKAN brá sér á árshátíð Félags
íslenzkra hljóðfæraleikara á dögunum og í
þessu blaði birtum við myndasyrpu af
kunnum hljóðfæraleikurum, bæði ungu pop-
mönnunum og hinum, sem eldri eru orðnir.
Peter Forbes nefnist brezkur maður,
sem er að gera merkilega tilraun í sambandi
við vangefið fólk. Hann hefur í huga, að
í framtíðinni búi slíkt fólk í sérstökum
þorpum, þar sem það sé látið vinna og lifa
sem sagt eins líkast lífi eðlilegs fólks
og unnt er. Margir eru þeirra skoðunar,
að þessi tilraun muni gefa góða raun.
Þjóðleikhúsið hélt upp á tuttugu ára afmæli
sitt á sumardaginn fyrsta, 23. april sl.
Það var óneitanlega merkur atburður,
þegar Þjóðleikhúsið tók til starfa 1950,
með sýningu þriggja íslenzkra öndvegisverka,
Nýársnóttinni, Islandsklukkunni og
Fjalla-Eyvindi. I tilefni afmælisins rifjum
við upp í myndum helztu viðburði
á tuttugu ára starfsferli Þjóðleikhússins.
í Ármúla 14 starfar Heilsuræktin, stofnun, þar
sem iðkuð er kennsla og þjálfun í judo
og auk þess heilsubótarleikfimi eftir kerfi,
sem þróað er upp úr judo og joga.
í næstu viku segjum við í myndum og
máli frá heimsókn til Heilsuræktarinnar.
í NÆSTU VIKU
FORSÍÐAN er af frú Jacqueline Kennedy, fyrrum forsetafrú og núverandi frú
Onassis. En þessum fötum hefur hún reyndar aldrei klæðzt og mun líklega ekki gera.
Sjá grein á bls. 10—13, sem heitir „Væri ekki sniðugt, ef . .
í FULLRI ALVÖRU
ÍSLAND ÞÝÐIR FISKUR
Mokaflinn sem undanfarið hefur borist á land
í verstöðvum stingur heldur betur í stúf við
hrakspár þær varðandi framtið aðalfiskistofna
okkar er voru ofarlega á baugi i vetur. Kvað
svo rammt að um skeið að frystihús höfðu jafn-
lengi opið og danshús, þegar mest barst á land,
eða svo hermdi eitt dagblaðanna og taldi víst
að lengra yrði ekki við jafnað. En því miður er
engin trygging fyrir því að svo standi um aldur
og ævi, og er liklega betra að hafa enn um
sinn hliðsjón af hrakspánum þótt byrlega blási
í svipinn.
I umræðum á Alþingi nýlega kom fram að
risaveldi þau tvö sem nú eru með nefið niðri í
hvers manns koppi á jörðu hér, Bandaríkin og
Sovétríkin, hafa mjög svipaða afstöðu til mála
sem snerta landhelgi og yfirráðin yfir hafsbotn-
inum. Hinu siðarnefnda vilja risaveldin setja sem
minnst takmörk, trúlega vegna þess að sökum
yfirburða sinna hvað snertir auðævi og aðra
möguleika eiga þau auðveldast með að hagnýta
þær auðlindir, er kunna að vera fólgnar í þeim
hluta jarðar er vatni er hulinn. Hinsvegar viija
bæði Bandaríkjamenn og Sovétmenn helzt tak-
marka sem mest réttindi strandríkja til að færa
út fiskvetðilandhelgina. Þessi samstaða téðra
risavelda kemur varla neinum á óvart; hún er
ekki nema eitt atriði af mörgum sem sýnir og
sannar að hugsjónaleg togstreita þeirra er varla
til nema á pappírnum; hnettinum hafa þau löngu
skipt á milli sin í áhrifasvæði í mesta bróðerni
og forðast eins og heitan eldinn að troða hvert
öðru um tær. Þetta bræðralag risaveldanna er
sjálfsagt ósköp gott fyrir heimsfriðinn og allt
það, en hvort það þjónar jafnvel hagsmunum og
lífsmöguleikum smáþjóða sem af veikum mætti
berjast fyrir tilverurétti sínum í klemmunni á
milli þeirra er annað mál.
„ísland þýðir fiskur," sagði brezkur ráðherra
sem hér var fyrir skemmstu og kvað stjórn sína
myndu taka sómasamlegt tillit til þeirra sérstöðu
Islands. Oðruvísi mér áður brá, gætum við sagt
og minnst þá þorskastríðsins. En hætt er við að í
baráttu þeirri, er við eigum fyrir höndum til að
hindra að fiskimið okkar verði eydd, muni okk-
ur hollara að leita eftir samstöðu með smærri
ríkjum, sem sum að minnsta kosti kunna í þess-
um efnum að hafa afstöðu ekki ólíka okkar, en
að eiga nokkuð undir góðsemi stórvelda. dþ.
VIKAN Útgefandi: Hllmir hf. Ritstjóri: Gylfi
Gröndal. BlaCamenn: Dagur Þorleiísson, Matthildur
Edwald og Ómar Valdimarsson. Útlitsteikning: Hall-
dóra Halidórsdóttir. Auglýsingastjóri: Sigriður Þor-
valdsdóttir. — Ritstjóm, auglýsingar, afgreiðsla og
dreifing: Skipholti 33. Símar 35320 — 35323. Pósthólf
533. Verð í lausasölu kr. 50,00. Áskriftarverð er 475
kr. fyrir 13 tölublöð ársfjórðungslega, 900 kr. fyrir
26 tölublöð misserislega. — Áskriftargjaldið greiðist
fyrirfram. Gjaldd. eru: N6v., febrúar, mai og ágúst
18. tbi. VIKAN 3