Vikan


Vikan - 30.04.1970, Blaðsíða 20

Vikan - 30.04.1970, Blaðsíða 20
Ný og skemmtileg framhaldssaga 2. hluti Jfytumv ket?aralega ttgn HUGO M. KRITZ Á nokkrum klukkutímum tók líf Millyar miklum breytingum. Hún var ástfangin, innilega ást- fangin. Og þessi furðulegi mað- ur, sem kallaði sig Jóhann Orth, sagðist líka elska hana .. Reyndar hafði Jóhann Salvator, erkiher- togi hugsað sér að fara strax heim úr veizl- unni þegar hann kom auga á Fabbri barón, sem var yfirmaður leyniþjónustunnar, og hann sjálfur hafði mestu andstyggð á. En svo sá hann að Berta Lindt kom með þessa óvenjulega fallegu stúlku, sem hneigði sig virðuglega fyrir Makart. Þetta var eitthvað svo hjartnæm sjón, og hann sá strax að unga stúlkan hlaut að vera mjög barnaleg og sak- laus. Svo var barón Fabbri þarna viðbúinn og flýtti sér að draga sig í hlé með þessari saklausu dúfu, eins og hann hefði einkarétt á henni. Það var ekki erfitt að geta sér til um tilgang hans. Og hann þekkti til Bertu Lindt, hún var einhver kaldrifjaðasta gleði- konan í allri Vínarborg. Jóhann Salvator ætlaði sér að sjá hvernig þetta færi. Gat það verið að honum skjátl- aðist í áliti sínu á stúlkunni, gat svona sak- leysisleg framkoma verið einhver dulbún- ingur, var hún ekki eins saklaus og hún leit út fyrir að vera? Hann fann það með sjálf- um sér að honum skjátlaðist ekki.... — Þú getur fengið allt sem hugur þinn girnist, hvíslaði Fabbri í eyrað á ungu stúlk- unni, — fína íbúð, glæsilegan vagn. Það var ekki nauðsynlegt að þú elskir mig, ljúfan mín, — þú átt aðeins að vera svolítið nota- leg við mig, og vera alltaf viðstödd, þegar ég þrái þig. Hann sagði ekki „náðuga ungfrú" lengur, nú var það „litla ljúfa“, og hann þúaði hana. Það gat auðvitað verið vegna þess að hann vr svo gamall, hann gæti vel verið faðir hennar. Það hringsnerist allt fyrir Milly. Hún drakk og hló, án þess að vita hversvegna. — • Ég hefi íbúð heima hjá mömmu, og ég kæri mig ekki um vagn, mér þykir svo gaman að aka í stóru hestavögnunum. Skyndilega varð dimmt í salnum. Rauður liósgeisli féll frá loftinu á lítinn blett á gólf- inu. Hljómlistin varð æ háværari og hljóð- fallið hraðara. Reykelsisilm lagði úr stórum kerjum og reykurinn frá þeim leið upp í loftið. Skyndilega hlupu þrjár stúlkur fram á gólfið og tóku að dansa villimannlegan dans, svo bættust aðrar þrjár við. Þetta var eins og hringiða að liðugum líkömum, einna líkast nornadansi. Milly glennti upp augun. Hún hélt sig vera að dreyma. Stúlkurnar voru naktar. Og þetta voru sannarlega ekki hefðarmeyjar, ekki neinar greifafrúr. Milly sá nú að þetta voru stúlkurnar frá ballettinum, þær léttlyndustu. Milly fannst sem sér hefði verið rekinn kinnhestur. Á einni svipan hurfu öll áhrif frá víninu, hún skammaðist sín og henni fannst hún hefði verið auðmýkt. Ó, hve heimsk hún hafði verið! — Nú verður þú líka að fara úr fötunum. Hún fann hönd Fabbris á hné sér. — Ég vil sjá þig nakta. Þú færð hundrað gyllinni á stundinni! Hún ýtti honum frá sér og ætlaði að standa upp. Þá beygði Berta Lindt sig yfir hana aftan frá. — Vertu ekki að gera þig merkilega Milly, — komdu þér úr druslunum. Það verður ekki gerð nein undantekning með þig. — Ég fer ekki úr fötunum, madame! — Auðvirðilega gæs, hvæsti Berta. — Til hvers heldurðu að ég hafi tekið þig með mér hingað? Til að leika barónsfrú? Komdu þér strax úr görmunum! — Nei! Nú þaut Milly upp af legubekkn- um. — Ég vil fara heim! — Þú verður hér! Og þú .... — Láttu hana vera, Berta. Barón Fabbri var staðinn upp. Rödd hans var ísmeygileg. — Ef hún vill það ekki, þá vil ég ekki láta þvinga hana. Ég skal aka henni heim... Hann bauð Milly arminn. Það virtist enginn hafa tekið eftir þessu millispili í hálfdimmu horninu. Hljómsveitin var hávær og allir störðu á nöktu stúlkurnar á gólfinu. Milly hríðskalf. Hún var þakklát barón- inum fyrir það að koma henni burt frá þess- um ófögnuði. Þung flauelstjöldin féllu að baki þeim og þau gengu eftir teppalögðum ganginum fram í marmaraforsalinn. Þá dró Fabbri eitt af veggtjöldunum til hliðar, það var enginn veggur bak við. Milly sá inn í lítinn klefa eða stúku, þar sem fullt var af hægindum og silkisessum, þetta var regluleg ástarhola. Hún vék sér ósjálfrátt undan — en of seint. Fabbri greip til hennar og ýtti henni niður í sessurnar. Á næsta augnabliki lá hann við hlið hennar, og fór að rífa af henni kjólinn. -- Komdu nú, láttu ekki eins og flón. Hún ætlaði að öskra, en hann greip um munn hennar og hélt henni fastri. Heitum andardrætti hans sló fyrir vit hennar. — Skinnheilaga fífl, ég skal kenna þér, það skal ég .... En það sem nú skeði, skeði í einni svipan. Fabbri var lyft upp. Ungur maður stóð í miðjum klefanum, eins og hann hefði sprott- ið upp úr gólfinu, og um leið og hann hafði kippt Fabbri á fætur, rak hann hnefann í andlitið á honum. Fabbri datt aftur fyrir sig niður á sess- urnar. — Djöfulsins sk... öskraði hann í fallinu. En „skepnan' greip um háls hans. Allt í einu varð honum ljóst hver skepnan var. Jóhann Salvator, erkihertogi rétti Milly höndina og reisti hana upp. Hún starði undrandi á unga manninn, henni var varla ljóst hvað skeð hafði. Frá veizlu- salnum heyrðist ögrandi hljóðfærasláttur og taktfast lófatak. — Komið með mér, ungfrú. f forsalnum lét hann ná í yfirhafnir þeirra og vafði sjal- inu um axlir Millyar. Þjónninn opnaði fyrir þeim málmslegnar dyrnar og vorloftið kom á móti þeim. — Þetta er dásamlegasta augnablik á ævi minni sagði Jóhann Salyvator, þegar hann sat við hlið Millyar í vagninum. Hann hló glaðlega. — Mig hefir lengi klæjað í fing- urna eftir að berja þetta smetti... Þér hafið vonandi ekki orðið fyrir miklum óþægindum ungfrú ...? 20 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.