Vikan - 30.04.1970, Blaðsíða 33
HEYRAMÁ
(þó lægra sé látið)
OMAR VALDIMARSSON
,Bluesmenn“ — samsteypa úr Óðmönnum og Blues Company.
SIMON & GARFUNKEL:
Fyrir um það bil 10 árum síðan voru
þessir tveir dæmigerðu bandarísku
piltar að rembast við að verða frægir
og sungu hér og þar á kaffihúsum f
því tilefni — svona til að eiga fyrir
skólabókum. Þá kölluðu þeir sig Tom
og Jerry og lítið gekk. Árið 1963
skiptu þeir þó um nöfn og kölluðu
sig eigin eftirnöfnum, (Paul) SIMON
og (Art) GARFUNKEL. Á sama ári
var hljóðrituð með þeim tólf laga
hljómskífa sem hét „YVednesday
Morning, 3 a.m.“ Platan hlaut engar
sérstakar viðtökur, en plötusnúður
nokkur í Miami hreifst af einu lag-
inu og spilaði það mikið og á endan-
um var bætt inn á það sterkum bassa,
rafmögnuðum 12-strengja gítar og
trommum, og þegar þeir félagar, Si-
mon og Garfunkel komu frá Englandi
þar sem þeir höfðu verið að troða
upp, var lagið, „Sounds of Silence“,
númer eitt á bandaríska listanum.
Paul Simon hefur oft verið kallaður
einn af meiri háttar spámönnum ungu
kynslóðarinnar og hann álitinn ekki
minna skáld en sjálfur Bob Dylan.
Ef sú spurning yrði lögð fyrir hann,
hvort hann væri skáld, kæmi svarið
strax: NEI!
— Skáldskapur á ekkert skylt við
lögin mín, segir hann. — Popp-text-
arnir í dag eru svo fáránlegir að ef
maður sýnir örlítinn greindarvott er
maður kallaður skáld með það sama.
Fólkið sem kallar mig skáld, er það
fólk sem aldrei hefur opnað ljóða-
bók.
Hann lítur ekki einu sinni á sig
sem músikant. — Ég er ekki í takt
við s|álfan mig sem tónskáld eða
músikant. Popp-músik er svo langt á
eftir allri annarri tónlist. Dylan er
ekki músikant frekar en Bítlarnir,
vegna þess að þeir eru ekki lista-
menn á hljóðfærin.
— Það má vel vera að fólk geti
lesið boðskap og annað þessháttar út
úr lögum okkar, en ég geri aldrei í
því að fá fólk til að þela eitthvað
svoleiðis. Ég hugsa um að skemmta
fólki og ef það sér hlutina í sama
ljósi og ég — þá er það ágætt. —
Nýjasta plata þeirra, „Bridge Over
Troubled Water“ þykir aldeilis frá-
bær.
Það væri synd að segja annað
en að tónlistarlíf núkynslóðar-
innar á íslandi sé blómlegt. í
hverjum mánuði eru haldin
popp-kvöld (Samhátíðirnar),
blues-kvöld (klúbburinn Blue-
Note) og þjóðlagakvöld (Viki-
vaki) auk allra þeirra dans-
leikja og mannamóta sem við
eigum um að velja. Þrennt fram-
angreint er orðið að nokkurn
veginn föstum liðum og er það
vel, en ég kem betur að því síð-
ar.
Það var fámennt á blues-
kvöldi í Klúbbnum í síðasta
mánuði, enda veður vont og
dansleikir víða um bæinn. Tölu-
verður hópur af músiköntum
hafði verið auglýstur en ýmissa
hluta vegna komu nokkrir þeirra
ekki fram. Þarna heyrði ég þó
og sá nokkuð sem er alltof sjald-
gæft: Átta manna hljómsveit
með tveimur trommuleikurum,
tveimur blásurum, tveimur gít-
arleikurum, orgelleikara' og
bassaleikara. Það voru Óðmenn
og Blues Company sem slógu
saman í eina heild, sér og öðrum
til dundurs og skemmtunar, og
kölluðu bandið ,>BIuesmenn“. —
Það er í rauninni nokkuð erfitt
að lýsa svona nokkru, svo ég læt
það liggja á milli hluta, en það
væri óskandi að þetta gerðist
oftar, ekki aðeins á blues-kvöld-
um, heldur og víðar.
Síðar komu báðar hljómsveit-
irnar fram, hvor fyrir si’g og ætti
einnig að vera óþarfi að fjölyrða
um það; allir vita hvernig þess-
ar hljómsveitir eru — en þó er
ekki úr vegi að nefna að Óð-
menn hafa tekið töluverðum
stakkaskiptum eftir breytinguna,
þar sem töluverður munur er á
viðhorfum þeirra Reynis Harð-
arsonar, hinum nýja trommu-
Framhald á bls. 43
Óðmenn: Finnur, Reynir og Jóhann Georg.
18 tw. VIKAN 33