Vikan - 30.04.1970, Blaðsíða 36
BIBLÍAN - RIT HENNAR í MYNDUM OG TEXTA
er falleg myndabók I alþjóðaútgáfu og bezta ferm-
ingargjöfin sem völ er á. Hér er um aS ræSa nýstár-
lega túlkun á heilagri ritningu, sem fellur ungu
fólki vel í geS. Myndirnar, sem danska listakonan
Bierte Dietz hefur gert, eru litprentaSar í Hollandi,
en textinn er prentaSur hérlendis. Magnús Már
Lárusson, háskólarektor, hefur annazt útgáfuna og rit-
ar inngang og ágrip af sögu íslenzkra BiblíuþýSinga
frá upphafi. Þetta er vönduð og glæsileg mynda-
bók, sem hentar sérstaklega vel til fermingargjafa.
Fæst hjá næsta bóksala
HILMIR HF. SKIPHOLTI 33
POSTHÖLF 533 SÍMI 35320 REYKJAVÍK
BIBLÍAN
RIT HENNAR í MYNDUM OG TEXTA
TILVALIN FERMINGARGJÖF
Stórdýraveiðar í Afríku
Framhald af bls. 19.
beint yfir höfðum þeirra. Hitinn er
brennandi og tungan verður eins og
sandpaappír í munninum. Þeir snúa
aftur að bílnum til að fá sér vatns-
dreitil.
Eftir að hafa vætt kverkarnar dug-
lega leggja þeir aftur af stað út í
grasið. Eftir skamma stund finna
þeir þef af fíl. Lyktin af þessum
risaskepnum er sterk og svo sér-
kennileg að jafnvel evrópskir borg-
arbúar með sljóvguð þeffæri eru
fljótir að grípa hana. Eftir smástund
enn verða á vegi þeirra nokkur
vörtusvín, sem þjóta út i grasið með
dindilinn sperrtan, eins og þeirra
er vani þegar þau verða mjög
hrædd.
En litlu lengra frammi eru fáein
vörtusvín í viðbót. Erling læðist var-
lega nær, mjakar sér upp á hvít-
mauraþúfu — og allt í einu er þögn-
in rofin af skoti.
Eitt vörtusvfnanna rís upp á aftur-
fæturna, snýst hratt í hring og dett-
ur svo niður — greinilegt merki þess
að það hefur fengið skot í hjartað.
Mennirnir nálgast það varlega. Sé
dýrið ekki dautt með öllu, gæti það
átt til að beita skögultönnunum, sem
eru stórháskaleg vopn.
En þetta dýr er steindautt. Full-
komið skot fullkomins veiðimanns.
Innýflin eru tekin úr skepnunni og
hún dregin áleiðis að bílnum. En
ekki hafa veiðimennirnir farið nema
svo sem tíu metra þegar gammarnir
og marbú-storkarnir, sem þarna eru
allsstaðar nálægir, eru farnir að
hakka í sig heitar garnirnar. Það fer
hrollur um aðkomumennina, þótt
hitinn sé eins og í gróðurhúsi.
Stritið við að draga dýrið gegn-
um savönnugrasið er dæmalaust púl.
Vörtusvínið vegur kringum sextíu
kíló, hitinn er uppundir fjörutíu
gráður og svitinn rennur af veiði-
mönnunum í lækjum. Þeir hella
rækilega í sig úr vatnsflöskunum
þegar þeir loksins komast að bíln-
um. Þannig hlýtur ferðamönnum á
eyðimörku að liða, þegar óasi verð-
ur fyrir þeim.
Þegar komið er heim til Erlings,
er dýrið hlutað sundur. Hann gefur
afrískum vinum sínum meirihluta
þess. Hann hefur eignast fjölda vina
í landinu, komist vel inn í siði inn-
fæddra og talar reiprennandi sva-
hilí, en svo nefnist útbreiddasta
tungumál Austur-Afríku. Eitt sinn
barg hann lífi Úgandamanns nokk-
urs, er eiturslanga hafði bitið, og
hann er þekktur og vinsæll viða f
landinu.
Um kvöldið snæða gestir hans
kjöt veiðidýrsins frá þvf um daginn,
steikt á teini, en trumbusláttur frá
þorpunum í kring sjá fyrir veislu-
tónlist.
Hennar keisaralega
tign
Framhald af bls. 21.
hennar. Hún gat ekki vitað að
þessi Jóhann Salvator, sem þeir
voru að kveða upp dauðadóm yf-
ir, var einmitt maðurinn, sem
hún var að hugsa um. Hún horfði
upp í loftið, brosti og varir henn-
ar hvísluðu nafnið — Jóhann
Orth.
Vorsólin streymdi inn um
gluggana á vínstofunni. Aranka
Stubel, móðir Millyar, sat við
gluggaborð og reykti, meðan hún
gluggaði í fréttirnar í „Frjálsu
pressunni“. Hún sat með hönd
undir kinn og dökkur lokkur
leitaði fram á ennið.
Aranka Stubel, sem var fjöru-
tíu og fimm ára, var ennþá mjög
glæsileg kona, enda stóð ekki á
því að nógir voru biðlarnir. En
hún hélt þeim frá. Hún þurfti
ekki á neinum húsbónda að halda
hér í vínstofunni, og þekkti að-
eins einn vilja, — sinn eigin.
Hún var Ungverji af lífi og sál.
Stjórnmál voru henni eitt og
allt, enda höfðu ungversku bylt-
ingarmennirnir athvarf hjá
henni. í bakherberginu, undir
myndinni af frelsishetjunni Lajos
Kossuth, gerðu þeir byltingar-
áætlanir sínar. f veitingastof-
unni hékk auðvitað mynd af
Frans Josef í gyltum ramma,
en það var aðeins yfirskyn.
Aranka Stubel hataði keisar-
ann og alla Habsburgara. Stubel,
maðurinn hennar hafði látið líf-
ið við Königgratz í stríðinu við
Prússa. Hún komst aldrei yfir
það.
Það var þess vegna sem Ar-
anka helgaði líf sitt stjórnmálum
og frelsisbaráttunni. Dæturnar
tvær voru vaxnar úr grasi og hún
hafði meiri tíma fyrir sjálfa sig.
Lori var flutt að heiman og Milly
sem var uppáhaldið hennar, var
elskuleg og góð stúlka, sem hún
þurfti ekki að hafa áhyggjur af.
Aranka var í fyrstu mótfallin
því að Milly vildi endilega verða
dansmær, en hún lét fljótt und-
an. Hún þekkti ólifnaðinn innan
leikhúsveggjanna, en hún treysti
Milly fullkomlega.
En þennan morgun skeði nokk-
uð óvænt.
Aranka var ónáðuð við blaða-
lesturinn við það að sendill frá
blómaverzlun Kúhnels kom með
geysistóran vönd af orkideum.
Kuhnel var elzta blómaverzlun
borgarinnar og orkideur voru
auðvitað dýrustu blómin.
— Þetta er til ungfrú Stubel,
Eina blaðið sinnar
tegundar hér á landi
Urval
36 VIKAN 18-tbl-