Vikan - 30.04.1970, Blaðsíða 39
FRÁ RAFHA
BORÐHELLA MEÐ 4 HELLUM, þar af 1 með stiglausri stillingu og
2 hraðsuðuhellur. — Heimkeyrsla og Rafha ábyrgð.
56 LITRA OFN MEÐ LJÓSI, yfir og undirhita stýrt með hitastilli. Sérstakt glóðarsteikar elemsnt (grill).
Klukka með Timer. Heimkeyrsla og Rafha ábyrgð.
VIÐ ÓÐINSTORG - SÍMI 10322
— Ó, mamma ... Það skyggði
yfir ljómandi andlitið. — Ég er
ekki á móti Ernö Buday, mér
þykir hanna bara leiðinlegur. Við
eigum ekki margt sameiginlegt.
— Það getur verið að þú kom-
izt á aðra skoðun, áður en langt
um líður, sagði Aranka og lokaði
dyrunum á eftir sér.
Klukkan var tíu mínútur yfir
fjögur, þegar Milly kom hlaup-
andi að Stefánsbrúnni. Þar stóð
hann — Jóhann Orth. Hann hall-
aði sér upp að handriðinu og hann
var með gardeniu í hnappagat-
inu. Ó, hvað hann var glsæileg-
ur! Stutta, dökka skeggið og dökk
augun, hann var mjög aðlaðandi.
Hann kom brosandi á móti
henni. Milly var búin að búa
sig undir svolitla þakkarræðu
fyrir orkideurnar, en þegar hann
tók hönd hennar, gat hún ekki
komið upp nokkru orði.
Hann vildi heldur ekki heyra
þakkir nefndar. — Það er ég sem
á að vera þakklátur, vegna þess
að þér vilduð taka við þeim. Svo
spurði hann hvort þau ættu ekki
að aka til Niissdorf.
— Það er svo yndislegt vor-
veður. Hvenær þurfið þér að
vera komin í leikhúsið?
— Ekki fyrr en hálfníu, í ann-
an þátt.
— Ágætt, þá höfum við fjóra
tíma . .. Hann tók rólega í hönd
hennar og stakk henni undir arm
sinn. — Ég er með vagn hér rétt
hjá.
Þetta var vel hirtur, svartur
tvíeykisvagn og án númers.
(Slíka leiguvagna notaði heldra
fólkið, þegar það vildi ekki láta
þekkja sig á númerum og skjald-
armerkjum).
Milly hafði oft tekið eftir því
að Vínarbúar höfðu mikinn
áhuga á þessum vögnum og far-
þegum þeirra, en hún hugsaði
ekki út í það nú.
f vagninum hélt hann í hönd
hennar og lagði hina hönd sína
ofan á hana, og hún fann til
titrings niður í tær.
Hann leit á hana út undan sér
og brosti. — Jæja? Eruð þér ekki
búin að ná yður eftir hina rós-
rauðu haremsnótt? Dreymdi yð-
ur illa?
— Guði sé lof að mig dreymir
aldrei illa, en ef það skeður,
gleymi ég þeim strax.
— Þér eruð öfundsverð. Svo
hló hann drengjalega. — Ég
hugsa að hinn góði Fabbri barón
myndi vilja gefa mikið til að
gleyma því líka. En hann verður
minntur á þetta svo lengi sem
hann lifir.
— Hvað eigið þér við með því?
— Baróninn þurfti að fara til
læknis, ég aflagaði svolítið nefið
á honum. Líklega verður foringi
leynilögreglunnar okkar ekki
eins laglegur á eftir, ef hann
hefir þá nokkru sinni verið lag-
legur.
— Ó, hrópaði Milly. — Getur
það ekki komið sér illa fyrir yð-
ur?
— Ég er ekki hræddur við
hann.
— Hann er áhrifamikill maður.
— Úff, hann er rotta sem rek-
ur starfsemi sína í myrkri, sagði
Jóhann Orth fyrirlitlega. — Þér
skuluð ekki hafa áhyggjur af
honum.
Svo þrýsti hann henni létt að
sér. — Við skulum heldur tala
um Milly Stubel! Það er þús-
und sinnum skemmtilegra en
Fabbri....
Hann vildi vita allt og hafði
áhuga á öllu sem hún sagði.
Hún varð að segja honum allt
um daglegt líf sitt, leikhúsið,
móðurina og systurina Lori...
Það var greinilegt að hann hafði
áhuga á því sem hún sagði. Hún
var ánægð og fann ekkert fyrir
feimni.
Þegar Jóhann Orth og Milly
fóru út úr vagninum, stanzaði
eineykisvagn rétt hjá honum.
Hann var glaðlegur á svip, en
hvorki Milly eða Jóhann Orth
tóku eftir honum.
Frá „Skógarsnípunni" hljómaði
tónlist og glaðlegur söngur. Það
var fullt af fólki á veitingastaðn-
um, sem var undir beru lofti.
Hinn frægi kvartett bræðranna
Schrammel frá Vín spilaði þar.
Það hafði verið tekið frá borð
fyrir Jóhann Orth í afviknum
krók, og sjálfur eigandinn þjón-
aði til borðs.
— Eruð þér fastagestur hér,
herra Orth? spurði Milly, frá sér
numin.
Hann lyfti vínglasinu.
— Ég hefi verið hér nokkrum
sinnum með vinum mínum, —
„herra Orth“ er alltof hátíðlegt,
kallið mig heldur Gianni.
— Gianni?
— Já, líkar yður ekki nafnið?
— Ó, jú.
— Milly og Gianni passar vel
saman, er það ekki? Við skulum
skála fyrir því, Milly og Gianni.
Hún horfði í stóru, gráu aug-
un yfir glasbrúnina og andartak
fannst henni heimurinn hverfa
sér og að hún væri að drukkna.
Að lokum gat hún rifið sig
undan þessum áhrifum og dreypt
á víninu, en hún var með ákaf-
an hjartslátt. — Eruð þér ítali?
spurði hún.
— Að hálfu ítali, að hálfu
Austurríkismaðurí fæddur í
Flórens.
— Og — hverskonar tónlist
semjið þér?
— Oh, svona sitt af hverju,
— píanóverk, söngva... Hann
flýtti sér að skipta um umtals-
18. tbi. VIKAN 39