Vikan - 30.04.1970, Blaðsíða 47
Krommenie
Vinyl gólfdúkur og vinyl
flísar með áföstu
filti eða asbest undirlagi.
Mýkri, áferðarfallegri,
léttari í þrifum, endingarbetri.
KYNNIÐ YÐUR ÞAÐ BEZTA
Kronunenie
Gólíefni
KLÆÐNING H.F., Laugavegi 164
LITAVER S.F., Grensásvegi 24
MÁLARINN H.F., Bankastræti.
Grensásvegi 11
VEGGFÓÐRARINN H.F.,
Hverlisgötu 34
Rabb um knattspyrnu
Framhald af bls. 9
vinnusamning við félagið, þegar hann er
sautján ára og eru laun hans þá samnings-
atriði milli hans og félagsins. Er ekki óal-
gengt að laun toppatvinnumannanna séu um
eitthundrað pund á viku, þ.e. tuttugu og eitt-
þúsund og eitthundrað krónur á viku, en
dæmi eru til að sumir hafi helmingi hærri
laun.
Nýjasta stjarnan í liði Everton er Alan
Whittle, sem spilaði sinn fyrsta leik með
aðalliði félagsins fyrir rúmu ári síðan. Hann
varð hinsvegar ekki fastur leikmaður fyrr en
í vetur, en þá komst hann í liðið vegna þess
að Jimmy Husband var meiddur. ók Whittle
stöðu hans í leik gegn Liverpool, sem Everton
tapaði 0—3. En þrátt fyrir tapið vakti eng-
inn leikmaður á vellinum jafn mikla athygli
og hinn ljóshærði, nítján ára gamli Whittle.
Hann var alltaf þar sem hættan var mest,
hvort sem hann var að bjarga við eigið mark,
eða ógna við mark andstæðinganna. Jafnvel
þegar ljóst var orðið að Liverpool tæki bæði
stigin, gaf hann sér enga hvíld, heldur reyndi
að trufla sókn Liverpool og byggja upp leik
Everton.
Næsta laugardag endurtók sagan sig í leik
gegn West Ham. Whittle var sá leikmaður
sem hreyf áhorfendur mest. Tókst honum
að gera eina mark leiksins og sitt fyrsta
mark í 1. deild. Og hann þurfti ekki að bíða
lengi eftir því næsta, því tveim leikjum
seinna gerði hann sigurmarkið gegn Man-
chester City á Goodison Park, heimavelli
Everton, svo það var engin furða að áhang-
endur félagsins hylltu þessa nýju stjörnu
að leik loknum á þann hátt, sem hann mun
seint gleyma.
Hinum miklu framförum Everton er að
flestra áliti að þakka mjög bættri aðstöðu,
sem félagið hefur fengið í hinni nýju æf-
ingamiðstöð í Bellefield, skammt frá Goodi-
son Park, en þangað koma leikmennirnir nú
aðeins til keppni. í Bellefield eru tveir æf-
ingavellir utanhúss, fjögur búningsherbergi,
fullkomin aðstaða til nudd- og læknishjálp-
ar, en þar eru til staðar læknir og sjúkra-
þjálfarar, sem sjá um að hin líkamlega, jafnt
sem andlega heilsa leikmannanna sé í lagi,
matstofa, setustofa, þar sem þeir geta meðal
annars horft á sjónvarp og skrifstofur, en
þaðan getur Catterick framkvæmdastjóri
fylgst með öllu sem er að gerast. En það
sem er hvað mesta nýjungin í Bellefield,
er innanhússvöllur í fullri stærð, sem gerir
það að verkum að aldrei eru neinir erfið-
leikar með æfingar, hvernig sem viðrar. Þá
er og hægt að láta leikmennina gista í æf-
ingabúðunum, ef þurfa þykir.
Catterick stjórnaði sjálfur allri uppbygg-
ingu í Bellefield og hafði algerlega frjálsar
hendur með framkvæmd verksins. Þessi æf-
ingamiðstöð kostaði um 100.000 pund, en það
var þénustan af þátttöku félagsins í Evrópu-
keppnunum fyrir fimm ára tímabil.
Það má segja að miklir peningar hafi gert
Everton að því stórveldi sem það er í enskri
knattspyrnu. En engu að síður er það trúin
á ungu mennina og geta Cattericks til að
láta hæfileika þeirra njóta sín, sem mun
halda nafni félagsins á lofti á komandi árum.
liann lil Glen Ellen og skrif-
aði þar nokkrar af beztu
Klondikesögunum sínum,
þar á meðal „Ást á lífinu“,
„Siðir liins hvíta manns“ og
„Söguna af Keesh“. Hann
var farinn að renna grun í,
að „Snarken“ mundi ef til
vill fara eitthvað fram úr
þeim 7000 dollurum, sem
hann hafði áætlað í fyrstu.
☆
Verkir, þreyta í baki ?
DOSI beltin hafa eytt
þrautum margra.
Reynið þau.
ReMEDIA H.F
LAUFÁSVEGI 12 - Siml 16510
Pennavinír
Fanney Sigtryggsdóttir, Stóra-
garSi 5, Húsavik, vill skrifast á við
15— 17 ára pilt eða stúlku.
Jakobina Guðmundsdóttir, Stóra-
garði 7, Húsavík, vill fá 15—17 ára
pennavin.
Anna María Karlsdóttir, Túngötu
10, Húsavik, vill líka fá 15—17 ára
pennavin.
Sigurbjörg Jóhannsdóttir, Laugar-
brekku 13, Húsavík, óskar eftir 19—
21. árs pennavini.
Guðmundur Sigurðsson, Mána-
garði, Hvammstanga, V-Hún., vill
skrifast á við 15—16 ára stúlku.
Sigríður Birna Björnsdóttir, Tún-
braut 9, Skagaströnd, óskar eftir
pennavinum.
Erla Harðardóttir, Hvammstanga,
V-Hún., óskar eftir bréfaskiptum við
pilt 16—17 ára.
Helga Jónsdóttir, Hvammstanga,
V-Hún., óskar eftir bréfaskiptum við
16— 17 ára pilt.
Árni Guðmannsson, Sjávarborg,
Hvammstanga, V-Hún., óskar eftir
bréfaskiptum við stúlku, 16—17 ára.
NYTT FRÁ RAFHA
NÝ ELDAVÉL GERÐ 6614. MEÐ 4 HELLUM, ÞAR AF 1 MEÐ
STIGLAUSRI STILLINGU OG 2 HRAÐSUÐUHELLUR, STÓRUM
STEIKAR- OG BÖKUNAROFN. Yfir- og undirhiti fyr:r steikingu
og bökun stýrt með hitastilli. Sérstakt glóðarsteikar element
(grill), stór hitaskúffa, Ijós í ofni. Heimkeyrsla og Rafha ábyrgð.
VIÐ ÖÐINSTORG - SÍMI 10322
is. tbi. VIKAN 47