Vikan - 30.04.1970, Blaðsíða 45
hafa eyðilagt hjónaband hans
og Bessiear.
Blöðin hrópuðu: „Þannig
er þá jafnaðarstefnan!
Hleypur frá konu og hörn-
um. .. . Hampar siðleysinu
. . . leiðir til fullkomins
glundroða.“ Það dugði eklci,
þó að vinir hans mótmæltu
með því að segja: „Það er
ekki hægt að kenna jafnað-
arstefnunni um hverflyndi
Jacks London! Jafnaðar-
stefnan fordæmir alveg eins
slika framkomu og auð-
valdsstefnan.“ Félagar Jacks
héldu því fram í fullri al-
vöru, að hann liefði seinkað
hinni socialistisku hyltingu
um minnst fimm ár. En
Jack svaraði hrosandi: —
„Þvert á móti, ég lield, að ég
hafi flýtt fyrir henni um
minnst fimm mínútur.”
Hver var nú ástæðan fyrir
þessari undarlegu óþolin-
mæði? Ein ástæðan hefur
vafalaust verið sú, að honum
hefur l'undizt þetta viðeig-
andi endir á hinu róman-
tíska tilhugalífi þeirra. Auk
þess var hann þannig gerð
ur, að hann gaf sér aldrei
tíma til að hugsa um, hvem-
ig framkoma hans yrði túlk-
uð, og enda svo mikill Iri, að
liann lét sig slíkt engu skipta.
Að lokum liefur þessi skyndi-
gifting verið tilraun til að
friða samvizkuna, vegna þess
ranglætis, sem hann hafði
heitt Bessie og þá um leið
allar eiginkonur.
I janúar 1906 kom Jack
loks til New York á fyrir-
lestrarferð si'nni. Dr. Alex-
ander Irvine, prestur við
„Pilgrim Churdh“ í New
Haven, tók á móti honum.
Hann var formaður fyrir
jafnaðarmannafélaginu þar
og var kominn til að hiðja
hann að halda fyrirlestur við
hinn fræga Yale háskóla. Að
fá leyfi til að prédika jafn-
aðarstefnuna fyrir 2000 Yale
-stúdentum var alveg ein-
stakt tækifæri. Auðvitað ótt-
uðust margir hinar róttælcu
skoðanir Jacks, og það því
fremur, sem þessi fyrirlest-
ur var auglýstur óvenju mik-
ið. Hann lét heldur ekki
tækifærið ganga ónotað úr
greipum sér. En þó að tæp-
lega meira en tuttugu stúd-
entar væru honum sammála,
var hann almennt hylltur í
ræðulok. Yale háskólinn neit-
aði að taka leigu fyrir fyrir-
lestrarsalinn, og allur að-
gangseyririnn, tuttugu og
fimm cent fyrir manninn,
rann til jafnaðarmannafé-
lagsins i New Haven.
Snemma næsla morgun
kom hár, rauðhærður frétta-
ritari frá „Yale News“ inn
til Jacks og vakti hann. Hann
vildi fá viðtal við hann, af
því að það mundi styrkja að-
stöðu hans við blaðið. Blaða-
maðurinn var Sinelair Lew-
is, sem seinna varð frægur
rithöfundur og fékk bók-
menntaverðlaun Nobels.
Nítjánda janúar kom .Tack
aftur til New York, til að
vera viðstaddur fyrsta fund
hins socialistiska stúdenta-
sambands, sem hann liafði
verið útnefndur formaður
fyrir. Hver einasti jafnaðar-
maður á austui'strönd Ame-
ríku, sem gat nælt sér í
ferðapeninga, kom á fund-
inn. Þrátt fyrir nafn sam-
bandsins voru tæplega
luindrað stúdentar á meðal
þeirra mörgu þúsunda, sem
viðstaddir voru. Lestin, sem
Jaek var með, tafðist. Upton
Sinclair, sem nýbúinn var að
gefa út bókina „Frumskóg-
urinn“, og sem var driffjöðr-
in í sambandinu, talaði á
meðan heðið var eftir Jack
og fræddi áheyrendur sína á
þvi, að liann gæti hjálpað til
að skapa lýðræði á f járhags-
lega heilbrigðum grundvelli
í Ameríku. Þegar Jack kom
klukkan tíu, í bláum sevjots-
fötum, hvitri flónelsskyrtu,
hvítt bindi og slitnum lakk-
skóm, með flaksandi hárið,
spruttu fundarmenn á fæt-
ur og hylltu hann álcaft. Þeir
litu á Jack London sem liinn
unga, stríðandi foringja og
spámann. Upton Sinclair
segir, að mannfjöldinn hafi
lostið upp fagnaðarópum og
veifað rauðum smáflöggum
í fimm minútur áður en
.Tack fékk tækifæri til að
segja nokkuð. Þegar liann
spáði því, að auðvaldsskipu
lagið mundi hrunið i rústir
fvrir árið 2000, ætlaði fagn-
aðarlátunum aldrei að linna.
New York liafði alltaf æs-
andi áhrif á Jack, en jafn-
framt varð hann gripinn ein-
hverju vonleysi. Hann sagði
dr. Irvine, að i hvert skipti,
sem hann kæmi til New
York, gripi sig löngun til að
skera sig á háls. Daginn fyr-
ir fyrirlesturinn sat hann að
hádegisverði með Upton Sin-
clair, til þess að tala við hann
um störf sambandsins. Sin-
clair, sem var eldheitur
bannmaður, segir, að Jack
liafi verið búinn að drekka
áður en liann kom, að augu
lians liafi verið þrútin og vot,
og að hann hafi haldið áfram
að drekka á meðan á mál-
tíðinni stóð, verið eirðarlaus
og ekki getað fest hugann
við neitt. Áður en Jaclc fór
frá New York, skrifaði hann
þó glæsilegan ritdóm um
„Frumskóginn“, og átti
þannig sinn þátt í, að þessi
bciska ádeila og höfundur
hennar náðu svo skjótri
frægð.
í febrúarmánuði varð Jack
að hætta við fyrirlestrarferð
sína vegna veikinda. Hann
fór til Glen Ellen til að ná
sér. Og þar var það, sem
hann fékk hugmyndina að
ævintýrinu, sem átti eftir að
taka fram öllum fyrri ævin-
týrum i hinu viðburðarrika
lífi hans.
Á meðan hann, sumarið
áður hafði legið og baðað sig
í sólinni á bakka sundlaug-
arinnar í Glen Ellen hafði
liann lesið hátt upp úr bók
Slocums skipstjóra, „Sjóferð
umhverfis hnöttinn“, fjTÍr
hóp af sumargestum. Bátur
Slocums skipstjóra hafði
verið þrjátíu og sjö fet á
lengd. Jack hafði þá sagt í
gamni, að liann væri ekki
liræddur við að sigla um-
hverfis jörðina á bát, sem
væri til dæmis fjörutíu fet á
lengd. Og einmitt núna, þeg-
ar löngun lians eftir frægð,
fjöldahylli og öllu, sem þvi
fylgir, hafði verið svalað,
vaknaði gamli draumurinn
um liringferð umhverfis
hnöttinn að nýju. Að ferðast
til Suðurhafseyja hafði allt-
af verið einn af óskadraum-
um lians og lestur hinna
rómantísku frásagna Steven-
sons og Melvilles magnaði
löngun hans til að gera þenn-
VALHÚSGOGN auglfsa
Við höfum stærsta úrval borgarinnar
af sófasettum. - Við höfum beztu
fáanlegu greiðsluskilmálana. - Við
bjóðum yður aðeins 1. flokks húsgögn.
STAÐGREIÐSLUAFSLATTUR
VALHÚSGÖGN
ÁRMÚLA 4 - SÍMI 82275
18 tbl VTKAN 45