Vikan


Vikan - 30.04.1970, Blaðsíða 13

Vikan - 30.04.1970, Blaðsíða 13
PRINSESSA GRACE . . . . hin örugga forsetafrú reyndi að vera hugmyndaríkari hvað sam- kvæmisklæðnað snertir? Einhverra hluta vegna hefir Pg'j; NÍXOfl ekki dálæti á svörtum fötum, hún gengur venjulega í Ijósum pastel- litum fatnaði. Samkvæmiskjólar hennar eru oftast mjög líkir hver öðrum, aðeins frábrugðnir með skrauti, eins og nælum og beltum. Við hugsum okkur að tilbreyting væri í því að sjá hana svífa niður stigana í Hvíta húsinu, í chiffon- skýi. Richard Tam hefir teiknað þennan efnismikla kjól, með beinu undirpilsi og víðum ermum. Svart- ar fjaðrir með glansani lausblöðum, skreyta hálsmálið. . . . . prinsessan gleymdi um stund konunglegum, stílhreinum fatn- aði og klæddist einhverju þægi- legu, sem samt gæti verið glæsilegt. Grace prinsessa er alltaf konungleg í klæðaburði og reisn, eins og hún hafi lesið sér til í kon- unglegum hirðsiðum. Kjólar hennar eru oftast nokkuð á einn hátt, stífir og einstrengislegir. Oscar de la Renta datt í hug að hún væri ekki síður glæsileg í þessari midi-kápu úr dökkbláu silki, með marokkönsk- um útsaumi, yfir slétrri blússu og samlitum buxum. PAT NIXON i8. tw. yiKAN 13

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.