Vikan


Vikan - 30.04.1970, Blaðsíða 7

Vikan - 30.04.1970, Blaðsíða 7
TILVALDAR FERMINGARGJAFIR JOMI NUDDTÆKI JOMI nudd- og fegrunartæklð með 7 aukahlutum. PEDIMAN hand- og fótsnvrtitækið frá Sviss. JOMI HÁRÞURRKAN fékk 1. einkunn dönsku neytendasamtakanna. PARTNER rafrakvélin er óskadraumur fermingar- Hrengsins. BORGARFELL IlI. Skólavörðustíg 23 — sími 11372. BROTHER skólaritvélin fer sigurför um landið. hætta þessari afbrýðisemi út í vinkonu mina, eða hvað sem þetta annars er. Ég tek það fram, að ég lít alls ekki upp til hennar og get það ekki, vegna þess hve sjálfselsk hún er. Vertu blessaður, Póstur minn! Vonast eftir góðu svari fljótt! Ein óörugg. Það er erfitt að sjá livað það er, sem dregur ykkur vinkon- urnar hvora að annarri. Það eitt, að ekki skuli vera haegt að trúa henni fyrir leyndarmáli, án þess að allir fái að vita það, sýnir, að hún er alls ekki verð vináttu þinnar og trúnaðartrausts. Fyrst þið eruð mjög áþekkar í fram- komu og útliti, sjáum við ekki, að þú hafir neina ástæðu til að vera afbrýðisöm út í hana. Og hví skyldu strákar, sem þú ert með, vera hrifnir af henni en ekki þér? Nei, þú skalt hætta að umgangast hana eins náið og þú hefur gert. Við erum sannfærð- ir um, að þá mun þér líða miklu betur. Þú hlýtur að geta fundið þér aðra vinkonu, sem þú get- ur treyst fullkomlega. Mynd, sem ætti að sýna í öllum skólum Kæri Póstur! Mig langar til að skrifa þér fáeinar línur um sjónvarpiS. Og aldrei þessu vant ætla ég ekki að skammast neitt í þetta sinn, heldur þvert á móti. Ég ætla að vekja athygli á kvikmynd, sem sýnd var fyrir nokkru og mér þótti „hreinasta afbragð“, svo að notazt sé við útþvælda lummu úr sjónvarpsauglýsingunum sem syngja í höfðinu á manni dag út og dag inn). Þessi mynd var finnsk og hét ,,Skál“. Eins og nafnið bendir til fjallaði hún um áfengisvandamálið, en á mjög nýstárlegan og áhrifamikinn hátt. Stærsti kostur þessarar myndar var sá, að hún fjallaði um ungt fólk og á því greiðan aðgang að æskunni. Einnig var til góðs, að ekki var verið að prédika hið minnsta, heldur að- eins sýndar staðreyndir. Þessi mynd er áhrifameiri áróður gegn áfengisneyzlu en hundrað bæklingar og þúsund fyrirlestrar. Ég veit ekki um neitt, sem gæti haft áhrif á unga fólkið, ef ekki þessi mynd. Því legg ég til, að hún verði sýnd í öllum skólum landsins. Með þakklæti fyrir birtinguna. Karl. Allir geta verið sammála bréf- ritara um ágæti þessarar mynd- ar. Hún var ekki aðeins þörf og lærdómsrík viðvörun öllum þeim, sem farnir eru að glingra við skál, heldur var hún listavel gerð. Það ætti því skilyrðislaust að endurtaka þessa mynd í sjón- varpiun. Auglýsingateiknari Kæri Póstur! Hvað þarf ég að læra til að verða fullgildur auglýsingateikn- ari? Kær kveðja. Litla systir. í Ilandíða- og myndlistarskól- anum er sérstök deild, þar sem kennd er auglýsingateiknun, hönnun og slíkt. Þú getur annað hvort tekið próf úr þessari deild eða þá farið til útlanda og lært listina þar. Þegar þú ert orðinn útlærður auglýsingateiknari færðu síðan inngöngu í Félag auglýsingateiknara og þar með ertu orðin fullgild. 18. tbi. VIKAN 7

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.