Vikan


Vikan - 30.04.1970, Blaðsíða 22

Vikan - 30.04.1970, Blaðsíða 22
8MAVINHIFAGRIR ■ WSm, “--—■ ~z.........-,r,, WmÉ0wm ' ' -/ ■ gigÉÉ i - m wmmm \ | ' I í;:;' : :■ .■ . W-'Í’ WÍÍÍMm mmm. ■ ■ :: V ' P : Hér koma útsaumsmynstur af nokkrum smá- fuglum, sem hægt er að nota á ýmsan hátt, t.d. til að skreyta með smádúka, undirdiska og milli- diska servíettur. Þau eru saumuð í grófan hör (10 þræðir pr. cm.) með árórugarni (2 þræðir í nálþráð). í þessu blaði verða 3 mynstur, hin þrjú síðar. Það þarf eina dokku af hverjum lit af garni í alla seríuna, D.M.C. garn í þessum litum: Gult 726, rautt 666, rautt 350, rautt 335, rautt 326, múrsteinsrautt 3328, Ijósrautt 352, gulgyllt 977, rauðbrúnt 315, svartbrúnt 3371, brúnt 829, ólífu- litt 733, dökkgrátt 645, Ijósgrátt 3024, gráhvítt 822, svart og hvítt og tvær dokkur grænt nr. 904 í rammana. Milli-diska servíetturnar: Þær eru 15x15 cm íullsaumaðar. Sníðið 20x20 cm, varpið brúnirnar. Mælið 4 cm frá brún og saumið kantinn, sem er ósköp einfaldur, 3 krossspor og 1 langt spor á milli, yfir 6 þræði. Þegar rammin er saumaður, faldið þá inn að rammanum, 8 þráða breiðan fald. Geymið þennan leiðarvísi, því í næsta blaði kemur aðeins lita- greining með mynstrinu. Borðservíettur (undir diska) Þær eru saumaðar 42x32 cm en 50x40 sniðn- ar. Ramminn er 40x30 cm. Þegar hann er saum- aður er faldað með 10 þráða breiðum faldi. Mynstrið á að vera í efra horni til vinstri og er gott að merkja með þræðigarni hvar það á að vera, 100x100 þráða ferhyrning, eða 50x50 spor. Innan í þennan ferhyrning er mynstrið saumað, hvert spor yfir tvo þræði. 22 VIKAN 18-tbl'

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.