Vikan - 30.04.1970, Blaðsíða 44
PLASTBRÉFABINDI
sem seldust upp um daginn, eru nú aftur í framleiðslu
Stærðir:
38,5x29
36X37,5
32X27,5
23x27,5
23x22
17x27,5
Þieir, sem kaupa eiinu
sinni, kaupa aftur. —
Og alltaf bætast nýir
kaupendur í hópinn. ..
Góðfúslega
pantið tímanlega
MÚLAIUNDBR
Öryrkjavinnustofur S.Í.B.S. — Ármúla 16 — Símar: 38400 — 38401 — 38450
„Farið nú heldur heim og
hugsið málið í tvo daga.“
Þegar Jack var farinn,
sagði Hill konu sinni, að
hann hefði krafizt 7000 doll-
ara af Chauvet, af því að
Chauvet hefði ætlað að nota
vatnsréttindin, en af því að
Jack ætlaði sér að yrkja jörð-
ina, gæti hann ekki með
sanngimi krafizt meira en
5000 dollara af honum. Dag-
inn eftir kom Jack aftur.
Ráðagerðirnar viðvíkjandi
búgarðinum höfðu haldið
vöku fyrir honum um nótt-
ina.
„Ég vildi gjarnan tala við
yður um verðið“ — byrjaði
Hill.
Jack spratt upp og hróp-
aði reiður: „Það getið þér
ekki verið þekktur fyrir! Ég
læt ekki hjóða mér slíkt! Þér
getið ekki hækkað verðið!
Það gera sér allir að skyldu
að okra á mér. Sjö þúsund
er það, sem þér sjálfur sett-
uð upp og ég er fús til að
borga það.“
Hill beið þangað til Jack
var búinn að rausa út og
sagði svo rólega: „Gott og
vel, herra London, þér skul-
uð þá fá hann fyrir það verð,
sem þér viljið.“
Mörgum árum seinna, þeg-
ar Hill og Jack voru orðnir
góðir vinir, sagði Hill honum
hvernig hann hafði snuðað
sjálfan sig um 2000 dollara.
Jack hló hjartanlega og
sagði, að það ætti að kenna
sér að hafa stjórn á sjálfum
sér, en reyndin varð önnur.
Jack skrifaði Brett og bað
hann um 7000 dollara til að
kaupa húgarðinn, og þó að
Brett væri mjög óánægður
með, að Jack færi að gerast
jarðeigandi, sendi hann þó
peningana sem fyrirfram-
greiðslu á ágóðanum af „Ulf
Larsen“. Svo réði Jack til sín
vinnumann, keypti búfé og
verkfæri og komst að raun
um, þegar hann hafði keypt,
það sem hann þurfti, að liann
átti ekki einn dollar eftir, og
að hann gat ekki átt von á
að fá peninga frá „Macmill-
an“ um langt skeið.
Þó að Jack fengi meira en
eina milljón dollara fyrir rit-
störf sín, tókst honum aldr-
ei alla sína ævi að ná þvi tak-
marki að eiga raunverulega
peninga, þegar þeir bárust
honum í hendur. Hann var
alltaf húinn að eyða þeim
fyrir fram og varð svo að
brjóta heilann um, hvar
hann ætti að fá peninga til
daglegra þarfa.
Haustið 1905 var Jack
London i fyrirlestrarferð,
sem öll Ameríka fylgdist
með af miklum áhuga. Laug-
ardaginn átjánda nóvember
var hann staddur í Chicago,
þegar hann fékk skeyti um,
að skilnaður hans við Bessie
væri kominn í kring. Hann
sendi skeyti til ungfrú Kitt-
redge, sem var stödd í Iowa,
og sagði henni að koma
strax, svo að þau gætu gift
sig. Hún kom til Chicago á
sunnudag klukkan fimm, en
Jack hafði ekkert giftingar-
vottorð. Bæjarskrifstofunni
var auðvitað lokað, og Jack
leigði sér því vagn og ólc af
stað til að leita að einhverj-
um kunningja, sem gæti
hjálpað honum. Loksins
tókst honum að ná í mann,
sem þekkti einn af bæjar-
stjórnarfulllrúunum. Bæjar-
fulltrúinn sagði, að hann
skyldi glaður gera allt, sem
hann gæti, til að hjálpa Jack
London, en hvers vegna lægi
svona mikið á? Því gæti
liann ekki beðið til morguns?
Jack neitaði að bíða, og hon-
um tókst loks að fá bæjar-
stjómarfulltrúann til að
setjast upp í vagninn og aka
með sér lil lögmanns, sem
þeir svo drógu fram úr rúm-
inu, og óku með til ráðhúss-
ins, og þar voru þau Cliar-
mian og Jack gefin saman í
lieilagt hjónaband.
Fram að þessu höfðu menn
haldið, að Bessie og Jack
hefðu skilið, af því að þau
liefðu orðið ósátt og hefðu
því ekki getað búið saman
lengur. En nú varð mönnum
ljóst, að hann hafði lagt
heimili sitt í rústir vegna
annarrar konu. Blöðin, sem
öll liöfðu verið honum vin-
gjarnleg á laugardaginn,
komu út á mánudaginn með
stórum fyrirsögnum um
þetta siðasta hneyksli Jacks.
En ekki nóg með það. — Á
þriðjudagsmorgun vissi öll
þjóðin, að hjónaband Jacks
London var ólöglegt, af því
að nýju hjónabandslögin í
Ulinios voru þannig, að ekk-
ert hjónaband var löglegt,
nema áð liðið væri minnst
ár frá því að skilnaður við
fyrri eiginmann eða konu
geklc í gildi. Þegar hlaða-
mennirnir komu til að tala
við Jack, sagði hann: „Ef
það er nauðsynlegt, skal ég
láta gifta mig í hverju ein-
asta riki í Bandaríkjunum,
eins fljótt og ég get.“
Hefði hann beðið rólegur
í tvo mánuði liefði hann
komizt lijá öllum vandræð-
um. I stað þess var nú préd-
ikað gegn honum i kirkjun-
um og bækur hans bannað-
ar á opinberum bókasöfnum
í sumum hæjum. Mörg kven-
félög neyddust til að aflýsa
fyrirlestrum Iians, og Char-
mian var ásökuð fyrir að
44 VIKAN 18-tbl-