Vikan


Vikan - 26.08.1971, Blaðsíða 5

Vikan - 26.08.1971, Blaðsíða 5
líkamlegar eingöngu, og jafn- vel til í að þær séu það alls ekki. Þótt svo aS þaS kunni aS vera rétt, aS „allt sé í lagi" með unnusta þinn líkamlega, þá gæti ástæðunnar til vandræða ykkar engu að síður verið að leita hjá honum. Ymislegt í bréf- inu bendir til þess að svo sé, einkum það að þér skyldi tak- ast að fá fullnægingu með sjálfs- fróun. Það bendir síður en svo til þess, að þú sért kynferðis- lega köld. Því má skjóta hér inn í, að ástæðulaust er fyrir þig að vera feimin við að verða þér úti um fullnægingu á annan hátt en með venjulegum sam- förum, hvort heldur sem er ein eða með unnusta þínum. Sjálf- sagt hefur þú eins og aðrir heyrt um gömlu tabúin gegn sjálfs- fróuninni; hún er samkvæmt gamla móralnum talin svívirði- lega syndsamleg og ofan á það stórskaðleg heilsunni, en nú- tímamenn sérfróðir um þau mál eru sammála um að hún sé óskaðleg með öllu, að minnsta kosti -ef þetta er gert á þann hátt sem beinast liggur við. Það er því ekki ástæða til að líta á sjálfsfróun sem annað en eðli- leqan lið í kynferðislífinu. Ef ástæðan eða ástæðurnar eru fremur andiegar en likamlegar, er það trúlega fremur félags- ráðgjafi en læknir, sem gæti leiðbeint ykkur. Hugsanlegt er að sambandið ykkar á milli sé einfaldlega ekki nógu náið, að þið séuð háð flækjum, hiki og feimni viðvíkjandi kynferðislíf- inu, eins og raunar meirihluti fólks er að meira eða minna leyti. Kannski vandamálið liggi einfaldlega í því, að þið hafið aldrei getað talað um þetta ykk- ar á milli á frjálslegan hátt og af fullum tránaði og hreinskilni. Það væri ekkert einsdæmi. Sé svo, ætti félagsráðgjafi öðrum fremur að geta komið ykkar á sporið. En sem sagt: það fyrsta sem þú ættir að gera er að fara til lækn- is. Skriftin er skýr og dugnaðarleg og stafsetningin með ágætum. Alvarlega hrifin Kæri Póstur! Þakka þér fyrir allt gamalt og gott. Ég kaupi alltaf Vikuna og les þig fyrst af öllu. Ég hef les- ið það að þú hafir hjálpað mörg- um, sem voru í vandræðum. Og nú langar mig til að biðja þig að hjálpa mér. Það er þannig komið fyrir mér eins og svo mörgum öðrum að ég er orðin alvarlega hrifin af strák. Við getum kallað hann X. Ég vinn hjá sama fyrirtæki og hann. Ég hef tekið eftir því að hann horf- ir mikið á mig, bæði í vinnu- tíma og einnig í matarhléi og kaffihléi. Hann hefur verið skammaður fyrir að vera utan við sig í vinnutlma og þá hef ég tekið eftir því að hann hefur verið að horfa á mig. Hvernig á ég að fara að ná í hann? Ég er nefnilega ofsalega feimin að eðlisfari, svo að ég kann ekki við að reyna neitt að nálgast hann. Elsku Póstur minn- Gefðu mér nú gott ráð og énga útúr- snúninga og ég vona að þetta krafs lendi ekki í ruslafötunni hjá þér. Ein sem er ástfangin. P.S. Hvernig er stafsetningin og skriftin, og hvað lestu úr skrift- inni? Guð hjálpar aðeins þeim, sem sýnir einhvern lit á að bjarga sér sjálfur, og það á við um ásta- mál sem annað. Það blæs ekki byrlega fyrir þér ef þú hugsar þér að umgangast hann á al- gerlega hlutlausan hátt, eins og okkur skilst að þú hafir gert hingað til, sérstaklega með til- liti til þess að hann virðist næst- um eins feiminn sjálfur, fyrst hann hefur sig ekki í annað og meira en að stara á þig. En það er þó alltént nokkuð. Hvernig væri að þú prófaðir að gefa honum dálítið ákveðið auga á móti? Kannski er það það, sem hann biður eftir. Kannski hann komi meira til móts við þig, ef hann fær slikt andsvar. Eftir það ætti allt að ganga greiðlegar, og þá ættuð þið að geta orðið ykk- ur úti um stundir til að horfa hvort á annað utan vinnutíma, fyrst þess konar ástleitni sam- rýmist ekki hagsmunum fyrir- tækisins, að dómi ráðamanna þess. Stafsetningin er ágæt og skrift- in skýr og læsileg, en vantar fágun. Hún bendir nokkuð til þess að þú sért gædd allgóðri greind, en um of bæld og ófram- færin. HVERT ÖÐRU BETRA Verzlunin PFAFF Skólavörðustíg la - sími 13725 34. TBL. VIKAN 5

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.