Vikan


Vikan - 26.08.1971, Side 26

Vikan - 26.08.1971, Side 26
eldhús vikunnar Dröfn H. Farestveit Svínakjöt er bæði hátíða og hversdags- matur, eftir því hvernig það er matreitt hverju sinni. Hérfara nokkrar uppskriftir sem ef til vill væri gaman að reyna. SVÍNALUNDIR MEÐ HVÍTLAUKSBRAGÐI 8 kartöflur 3 msk. smjör eða smjörlíki 1 V2 tsk. salt V2 kg svínalundir V2 tsk. pipar Sósa: 1 saxaður gulur laukur 2 hvítlauksbátar saxaðir 2 msk. smjör eða smjörlíki 2 msk. tómatkraftur salt, pipar, basilkum 1 dl rósavín Skreyting: ólívusneiðar Flysjið, sneiðið og saltið kart- öflurnar. Steikið þaer við 225° í ofni í eldföstu fati. Látið þær steikj- ast þar til þær hafa fengið góð- an gulbrúnan lit — eftir ca. 20 mín. Sósan: Steikjið lauk og hvítlauk í smjörinu, bætið tó- matkraftinum í, kryddið og bragðið til með víni. Sjóðið sós- una í ca. 15 mínútur, og hafið lok á pottinum. Skerið kjötið í ca. 3 cm þykkar sneiðar og berj- ið þær lauslega. Brúnið þær fal- lega brúnar á báðum hliðum og kryddið. Setjið þær síðan í röð á kartöflurnar. Hellið sósunni yfir kjötið og skreytið með nið- ursneiddum ólívum. Berið fram með góðu salati og ef vín er notað er gott að nota rósavín. 26 VIKAN 34. TBL.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.