Vikan


Vikan - 26.08.1971, Síða 47

Vikan - 26.08.1971, Síða 47
í sömu svifum kom Sand- er gangandi eftir stignum, sem lá upp að tjaldinu, al- veg eins og ég liafði séð hann koma fyrir tuttugu mínútum síðan. En nú hélt liann ekki á neinu“. Þannig var frásögn Tilt- inans, og er hann liafði lokið henni, kveikti hann sér i vindli. Formaðurinn leit í kringum sig ráðleys- islega. Við liorfðum jafn ráðleysislega á hann. Hvað áttum við að halda? Eins og ég sagði áðan, þá voru það tveir menn, sem þetta kvöld áttu að segja sögu sína. Annar þeirra var Tiltman. Formaðurinn leil nú til hins, sem ennþá liafði ekki mælt orð af vör- um og ekki var búið að kynna. „Þá er komið að yður, herra minn“, sagði formað- urinn kurteislega. „Þakka yður fyrir“, sagði maðurinn og ræskti sig. „Jæja, vinir mínir, saga mín er nú fljótsögð. Ég heiti Sander. .. .“ Það var þetta. sem kom fyrir um kvöldið, en það eru enn þá nokkrir félags- menn, sem eru i vafa um, að formaðurinn hefði átt að veita þeim Tiltman og Sander inngöngu. Að vísu liöfum við fengið staðfest- ingu á því, að þeir eru báð- ir góðir og gegnir vísinda- menn, sem hafa á sér á- gætis orð, en samt. ... ☆ DYRNAR LOKAST Framhald af bls. 18. varð nær samstundis heimsfrægur og kallaður „svar Ameríku við hinum brezka Mick Jagger". Kyn- ferðistákn var Morrison líka kall- aður og sitthvað fleira, en þessi bylgja fór af stað þegar fyrsta tveggja laga plata hljómsveitar- innar, „Light My Fire", kom á markaðinn — eins og getið var í upphafi. A sviði var hann mjög æstur og skók sér öllum til, [ svörtum leðurjakka og níðþröng- um, svörtum vinylbuxum. Stund- um átti hann það til að stökkva að hljóðnemanum, loka augunum og standa með opinn munninn eins og hann ætlaði að syngja — en svo lokaði hann munninum aftur. í þá daga lýsti hann sér og hljómsveit sinni sem „erótískum pólitíkusum". Textarnir voru full- ir af spennu og óþolinmæði: „Við viljum heiminn og við viljum hann núna . . . Hættið við áskrift mína að upprisunni (Cancel my subs- cription to the resurrection)". En Morrison átti sínar hljóðlátu og blíðu hliðar. Það er ekki lengra en ár síðan hann sagði blaða- manni nokkrum, að hann vildi heldur kalla sig Ijóðskáld en mú- síkant. Rokk & roll er dautt fyrir- bæri, sagði hann, eða allavega um það bil að verða það og honum þótti leiðinlegt að hafa verið hluti af því. Hann vildi bara verða skáld. Einn beztu vina hans og sam- herja í Ijóðagerð, skáldið Michael McClure, hefur til dæmis sagt frá viðbrögðum Morrisons þegar hann fékk [ hendurnar fyrsta eintakið af bók eftir sig (Jim). Bók þessi var í tveimur hlutum; hét sá fyrri „The Lords" og voru það Ijóð og hinn hét „The New Creatures", sem voru stuttar hugleiðingar og ritgerðir. „Það var eitt af þeim fáu skipt- um sem ég sá Jim gráta," segir McClure. „Hann sagði: ,Þetta er í fyrsta skipti sem ekki er reynt að snúa á mig,' og meinti að þetta væri hans eigið verk og ekki eitt- hvað sem hann hefði þurft að semja um framleiðslu á." Þrátt fyrir að fréttirnar um and- lát Morrisons hefðu verið mikið áfall fyrir aðdáendur hans, hafa flestir vinir hans og samstarfs- henn sagt, að fréttin hefði ekki komið þeim á óvart. „Ég reiknaði aldrei með að Jim myndi lifa mjög lengi miðað við þá spennu sem hann lifði í," sagði McClure. Blaðafulltrúi Morrisons, Bob Gibson, sagðist hafa vitað um fréttirnar um leið og hann hefði heyrt að Siddons væri að hringja frá París og það sama hafa aðrir sagt. Þrátt fyrir að Morrison hefði hingað til haft hesta heilsu, hafði hann verið heilsutæpur síðustu mánuðina og síðasta mánuðinn vissi fólk að hann hóstaði oft blóði. Þá hafði hann búið marga vini sína undir dauða sinn með því að segja þeim að hann reikn- aði ekki með að lifa lengi. „Hann segir að andi sinn fari svo langt út frá líkamanum," sagði kona hans einu sinni, ,,að hann er hræddur um að einn góðan veðurdag komi hann ekki aftur." Jim Morrison hafði átt við ein- hverja öndunarerfiðleika að stríða og hafði gengið til læknis. Laug- ardaginn 3. júlí vaknaði hann veikur og var sóttur til hans lækn- ir. Hann veitti ýmis ráð en Morri- son leið illa allan daginn og um kaffileytið ákvað hann að fara í bað og sjá til hvort það hressti sig ekki upp. Pamela fann hann látinn í baðkarinu. Arið 1967 kom út lag með Doors sem bar nafnið „The End" og sagði Morrison þar: „This is the end, beautiful friend . . ." Hann sá endalok sín fyrir. „Það eru til verri hlutir en að deyja," sagði McClure, sem eitt sinn skrifaði kvikmyndahandrit með Morrison. „Ég á svo sannar- lega eftir að sakna hans, en hann var búinn að lifa sínu l(fi. Það var ekki margt sem hann hafði ekki gert." ☆ MIDDLE OF THE ROAD Framhald af bls. 19. þau höfðu aflað sér dágóðra vin- sælda. Þá léku þau Suður-Ame- ríska tónlist — og kölluðu sig Ca- racas. En þegar þau héldu til Lon- don breyttu þau nafni hljómsveit- arinnar í Middle of the Road. (A rriiðri götu), þar sem þeim þótti það dæmigert fyrir þá tónlist sem þau tóku að leika, sittKtið af hvurju. „Við erum alls ekki ein- göngu með lög eins og „Chirpy Chirpy Cheep Cheep", heldur líka þungt rokk og þess háttar," segir Ehic. Nú er spursmálið fyrir hljóm- sveitina að koma fljótlega með aðra plötu, til að fylgja vinsæld- unum eftir. Ekkert er líklegra en það verði annað lag frá Lally Stott. Ef illa gengur verður hljóm- sveitin gleymd eftir hálfan mán- uð. FJAREIGANDINN og ÚTGERÐARMAÐUR- INN NÍARKOS Framhald af bls. 15. og í faðmi ástkvenna sinna. Mörgum þykir slíkur maður ó- líklegur til að mölva rifin í eiginkonu sinni með hnúum og hnefum. En Evgenía Níarkos var rækilega rifbrotin. Sta\mos Níarkos klæðist helzt gráum og dimmbláum fötum, sniðnum og skornum af dýrustu herraklæðskerum Lundúna. Hann nærir sig einnig að hætti fáguðustu aðalsmanna. Hann — Héðan í frá reykið þér að- eins hálfan vindil á dag! borðar ekki til að seðjast, held- ur til að dilla bragðkirtlum sín- um með gómsætustu og fágæt- ustu réttum. Hann berst mik- ið á, en aldrei á kauðalegan og ósmekklegan hátt. Hann á glæsihús og íbúðir í Lundúnum, París, New York, Aþenu, lands- setur í St. Moritz og eyna Spet- sópúla í gríska hluta Miðjarð- arhafs. Hann heldur um hundrað þjóna og lætur þá alla ganga með hvíta hanska. Sendisvein- ar og dyraverðir á skrifstofum hans eru líka allir með hvíta hanska og einkennisklæddir. Níarkos hefur slíka elsku á hvítum hönskum, að naumast er einleikið. Sálfræðingar út- leggja það þannig, að hér sé um að ræða mann, sem hafi í bezta lagi stjórn á sjálfum sér og forðist eins og heitan eldinn hverskonar tilviljanir eða upp- ákomur í skiptum við annað fólk. Þeir, sem með engu móti geta sætt sig við þá tilhugsun að Níarkos hafi sjálfur sálgað konu sinni, benda á þetta með- al annarra röksemda. Slíkum manni, segja þeir, væri trúandi til að eitra fyrir fólk og skjóta það, en ekki berja það með berum höndunum eins og hver annar durgur. Dæmigert fyrir Níarkos er að lystisnekkja hans gengur ekki fyrir vél, heldur seglum.' Þeir sem bezt hafa vit á skemmtisiglingum segja að munurinn á þessu tvennu sé eins og á Stradivaríusi og venju legri fiðlu — seglsnekkjunni auðvitað í vil. Seglsnekkja Níarkosar er meðal þeirra fall- egustu í heimi. Hún ber heitið Creole, er fimmtíu og tveggja metra löng og hefur þrjátíu og 34. TBL. VIKAN 47

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.