Vikan


Vikan - 26.08.1971, Blaðsíða 34

Vikan - 26.08.1971, Blaðsíða 34
lega haft. Hún var svo stolt af honum — þetta var það fyrsta, sem nokkur hafði gefið henni. Rosemary dró keðjuna fram- yfir höfuð sér, lagði kúluna í lófann og virti hana fyrir sér. — Ætlarðu ekki að bera hana? — Það er fýla af henni, sagði Rosemary. — Það heitir tann- isrót. Hún rétti fram höndina. — Frá þessu fræga gróðurhúsi hennar. Guy þefaði og yppti öxlum. — Lyktin er ekki sem verst, sagði hann. Rosemary gekk inn í svefn- herbergið og dró út skúffu í snyrtiborði sínu, en þar hafði hún litla öskju og geymdi í henni allt mögulegt. Hún stakk verndargripnum í öskjuna og ýtti skúffunni inn. Um nóttina vaknaði Rosema- ry og sá að Guy sat uppi við hlið hennar í myrkrinu og reykti. Hún spurði hvers vegna hann gerði svo. — Það er ekkert, sagði hann. — Ég get bara ekki sofið. Rosemary hélt að sögur Ro- mans af gömlum leikhússtjörn- um gerðu hann þunglyndan með því að minna hann á, að hann hafði ekki fyllilega slegið í gegn ennþá. Fúsleiki hans til að heyra fleiri sögur af því tagi hlaut að vera eins konar sjálfs- kvalasýki. Hún strauk handlegg hans og sagði honum að taka öllu ró- lega. — Þú ert sá bezti, sagði hún. — Það ertu. Það gengur áreið- anlega vel. Þú neyðist til að læra karate til að verjast ljós- myndurunum. Hún sá hann brosa í glætunni frá sígarettuglóðinni. — Það kemur áreiðanlega að því einhvern næsta daginn, sagði hún. — Þú færð eitthvað stórt. Eitthvað sem þér sæmir. — Ég veit, sagði hann. — Og sofnaðu nú, elskan. —■ Vektu mig ef þú getur ekki sofið. Ég elska þig. — Ég elska þig, Rosemary. Nokkrum dögum síðar kom Guy heim með tvo miða á laug- ardagssýningu á Fantastics. Do- minick, söngkennarinn hans, hafði fengið honum þá. Guy hafði séð uppfærsluna og Ro- semary hafði hugsað sér að sjá hana líka. — Taktu Hutch með þér, sagði hann. —- Þá fæ ég tíma til að æfa. Hutch hafði líka séð leikinn svo að Rosemary tók mcð sér Joan Jellico, sem trúði henni fyrir því að þau Dick ætluðu að skilja, þar eð þau ættu ekki annað sameiginlegt en heimil- isfangið. Fréttin kom illa við Rosemary. Guy hafði verið undarlegur og utan við sig síð- ustu dagana. Lokaður inni í einhverju, sem hann hvorki vildi losa sig frá eða trúa henni fyrir. Höfðu Joan og Dick byrj- að að fjarlægj'ast hvort annað á sama hátt? En þegar Rosemary kom heim, kom Guy út úr steypi- baðinu, fjörlegri og glaðari en hann hafði verið alla vikuna. Rosemary batnaði í skapi. — Þessi skrattans tannisrót, sagði Rosemary. Allt svefnher- bergið þefjaði af henni. Bitur lyktin hafði meira að segja þrengt sér inn í baðherbergið. Rosemary náði í umbúðapapp- ír fram í eldhús. margvafði verndargripnum inn í papnír- inn og gekk frá sem tryggileg- ast. — Lyktin hlýtur að dofna eftir nokkra daga. sagði Guy. — Það ætla ég að vona, sagði Rosemary. — Ef ekki, þá hendi ég gripnum og segist hafa týnt honum. Hún sprautaði vellykt- andi út í loftið. Þau elskuðust — Guy var villtur og sótti fast að henni — og á eftir heyrði Rosemary að veizla stóð yfir hjá Minnie og Roman. Söngurinn var falskur eins og fyrri daginn og minnti óljóst á messusöngl, og undir og saman við var leikið á flautu eða klarínett. Guy hélt áfram að vera fjör- ugur og uppveðraður allan sunnudaginn. Hann setti hillur í fataskápinn í svefnherberginu og bauð fjölda fólks í hóf. Á mánudaginn málaði hann hill- urnar og gerði gagntilboð varð- andi söngkennslu, beið svo spenntur eftir að hringt yrði og tók símtólið alltaf upp áður en fyrstu hringingu var lokið. Klukkan þrjú var hringt og Rosemary heyrði hann segja: — Nei, drottinn minn, það er ómögulegt. Aumingja strák- urinn. Hún gekk til svefnherbergis- dyranna. — Guð minn góður, sagði Guy. Hann sat á rúminu með sím- ann í annarri hendi en dós með liteyði 1 hinni. Hann leit ekki á hana. — Og þið vitið ekki hver orsökin getur verið? sagði hann í símann. Hann hlustaði og rétti úr sér þar sem hann sat. — Já, það er ég, sagði hann, og bætti við: — Já, ég vil það. Mér býður við að fá það á þenn- an hátt, en ég . . . Hann hafði fengið það. Stóra hlutverkið, sem hann hafði beð- ið eftir. Rosemary hélt niðri í sér andanum og beið. Hann lagði á og lokaði aug- unum. Sat svo um stund hreyf- ingarlaus með höndina á sím- tólinu. — Hvað var það? spurði hún. Hann • deplaði augunum og kom aftur til sjálfs sín. — Don- ald Baumgart, sagði hann. —■ Hann er orðinn blindur. Hann vaknaði í gær og — og — hann sér ekkert . Frh. í n. bl. HEIMSINS HÆTTULEGASTA BORG Framháld aj bls. 7. barka skipstjórans og neyddu hann til að afhenda þeim inni- haldið úr peningaskáp skips- ins, sem nam nærri tvö hundr- uð þúsund krónum. Síðan bundu þeir hendur hans á bak aftur, rændu klefa sjómann- anna og yfirgáfu svo skipið í litlum vélbátum, sem vopnaðir voru smáfallbyssum. Á einum hafnargarðinum í Manila var nótt eina stolið þrettán tonna skurðgröfu og sjö Tojóta-bílum. Þjófarnir gátu aðeins komist eina leið út af hafnarsvæðinu — gegnum toll- inn. Og það tókst! Þrír sænskir sjómenn misstu úrin sín svo að segja um leið og þeir stigu á land. Tveir Fil- ippseyingar hlupu að þeim, hrifsuðu af þeim úrin og voru horfnir áður en Svíarnir höfðu áttað sig á hvað var að gerast. Þrir aðrir Svíar voru rændir á næturklúbbi. Tvö stór blöð á ensku eru gefin út í Manila, Manila Times og Manila Chronicle. Baksíðan hjá þeim báðum er alltaf tekin frá fyrir morðfréttir. í öðru þeirra mátti fyrir skömmu lesa eftirfarandi lista yfir morðin um síðustu helgi: Á einni af suðureyjunum höfðu ellefu menn verið drepn- ir í skotbardaga og tuttugu og tveir særðir alvarlega. Héraðsdómari að nafni Dom- ingo del Rosario var skotinn til bana á hóteli í bænum Catan- duanes og meintur morðingi hans, lögregluþjónn, gaf sig yf- irmanni sínum á vald. í Makati, einni af útborgum Manila, skaut grunaður ræn- ingi lögregluþjón, og kaupkona ein skaut vopnaðan þjóf, sem braust inn í verzlun hennar. í Manila var ung stúlka myrt, er hún reyndi að verjast ræn- ingjum, sem réðust á bílaröð, er stóð föst í umferðarflækju. Tveir bændur dóu af skot- sárum, sem þeir höfðu fengið við hanaat í Manila, er tvær klíkur, sem hvor hélt með sín- um hana, fóru i hár saman. Flestra morðanna er aðeins getið stuttlega, annars væri ekki rúm fyrir nema brot af þeim í blöðunum. Að meðaltali eru fimmtíu manneskjur myrtar á Filipps- eyjum dag hvern, svo að þetta er á við dálítið stríð. Þar koma þó varla öll kurl til grafar, því að oft er látið hjálíða að til- kynna morð og önnur ofbeldis- verk til yfirvaldanna af ótta við hefnd. Hvernig stendur á þessum ó- sköpum? Filippseyjar eru eina kristna (kaþólska) ríkið í Asíu, en munurinn á kjörum manna er hvergi í álfunni meiri en þar. Eitthvað um hundrað fjöl- skyldur eiga næstum hálft landið, níutíu af hundraði lands manna hafa undir fimmtíu og fimm þúsund krónum á ári í tekjur og þorri þeirra eru allt að því ánauðugir vinnumenn á búum stórjarðeigenda. Sjötíu og fimm krónur eru algeng daglaun og tíu af hundraði vinnufærra manna er atvinnu- laus. — Ofbeldið hér byggist á gamalli erfðavenju, sagði fil- ippínskur blaðamaður. Við höf- um suðrænt skap. Og stjórn- mála- og þjóðfélagskerfið, gegnrotið af spillingu, og hroða- legar verðhækkanir ýta undir afbrotahneigðina. Enginn getur lifað á að vinna heiðarlega fyr- ir sér. Sennilega tíu milljónir manna stunda smygl. Yfirstétt- in græðir á mútunum og spill- 34 VIKAN 34. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.