Vikan


Vikan - 26.08.1971, Síða 22

Vikan - 26.08.1971, Síða 22
Eftir matinn bauðst Rosema- ry til að hjálpa til við upp- þvottinn. Frú Castevet var fljót að þiggja það. Þær tóku af borðinu, en Guy og herra Cas- tevet gengu inn í dagstofuna. Eldhúsið var lítið og smá- mynd sú af gróðurhúsi, sem Terry hafði minnzt á, gerði það enn minna. Það var um meter á lengd og stóð á stóru, hvítu borði nálægt glugganum. Lamp- ar voru umhverfis það, og sker- andi skin þeirra endurkastaðist af glerinu og gerði það fremur skærhvítt en gegnsætt. Rose- mary stóð þétt við hlið frú Castevet og þurrkaði. Hún vann hratt og örugg í þeirri vissu, að hennar eigið eldhús væri bæði stærra og betur innréttað. -—- Terry sagði mér frá gróður- húsinu, sagði hún. — Ójá, sagði frú Castevet. — Það er svo skemmtileg tóm- stundaiðja. Þú ættir sjálf að prófa það. — Ég vona að ég eignist ein- hvern tíma garð með krydd- jurtum, sagði Rosemary. — Ut- anborgar auðvitað. Ef Guy fær einhvern tíma leiktilboð og við setjumst að í Los Angeles. É'g er sveitastúlka í húð og hár. — Ertu úr stórri fjölskyldu? spurði frú Castevet. — Já, svaraði Rosemary. — Ég á þrjá bræður og tvær syst- ur. Ég er yngst. — Eru systur þínar giftar? Frú Castevet dró upp löðr- andi svamp og tróð ofan í glas. — t>ær börn? — Önnur á tvö börn og hin fjögur, sagði Rosemary. — Það eru ailavega síðustu tölur. Þau geta verið orðin 3 og 5 nú. —- Það er góðs viti fyrir þig, sagði frú Castevet, sem ennþá var að þvo sama glasið. Hún tók sér góðan tíma við upp- þvottinn og vandaði sig. — Eigi systur þínar margt barna, er líklegt að einnig þú verðir barn- mörg. Svoleiðis gengur í ættir. — Já, við erum frjósöm, sagði Rosemary. — Skreppurðu stundum heim? spurði frú Castevet. — Nei, ekki er nú það, sagði Rosemary. •— Mér og fjölskyldu minni kemur ekki sérstaklega vel saman, að einum bræðr- anna frátöldum. f þeirra aug- um er ég eins konar svartur sauður. — Jæja, og hvers vegna? - Af því að Guy er ekki kaþólikki og við giftum okkur ekki í kirkju. — Uss, sagði frú Castevet. — Það er nú meira veðrið sem fólk getur gert út af þessum trúarbrögðum. En það er þeirra höfuðverkur en ekki okkar. Þú skalt að minnsta kosti ekki taka það nærri þér — Það er hægar sagt en gert, sagði Rosemary. Hún gægðist út í gegnum eldhúsdyrnar. Hún gat aðeins séð þann hluta dag- stofunnar, sem skápurinn og bridsborðið fylltu næstum. Guy og herra Castevet voru í hin- um endanum. Ský af bláum sígarettureyk hékk í loftinu. — Rosemary? Hún sneri sér við. Frú Caste- vet horfði á hana brosandi og rétti fram blautan disk með hendi, sem klædd var grænum gúmhanzka. Uppþvotturinn tók næstum klukkustund, þótt Rosemary vissi að hún hefði getað lokið honum af á hálftíma ein. Þegar þær frú Castevet komu inn í dagstofuna sátu Guy og herra Castevet hlið við hlið í sófan- um. — Jæja Roman, nú verðurðu að hætta að slá um þig með þessum sögum þínum, sagði frú Castevet. — Hann hlustar bara á þig fyrir kurteisis sakir. — Nei, þetta er áhugavert, frú Castevet, sagði Guy. — Þarna heyrirðu, sagði herra Castevet. — Minnie, sagði frú Caste- vet. — É’g heiti Minnie og hann Roman, eigum við ekki að segja það? Hún leit á Rosemary glettin á svip og næstum ögrandi. — Ókei? Guy hló. — Ókei, Minnie. Þau stóðu upp hálfellefu og sögðu: :— Góða nótt, Roman, og þökk fyrir, Minnie, og tók- ust innilega í hendur við gömlu hjónin. Samkomulag um fleiri álíka kvöld lá í loftinu, sam- komulag sem að minnsta kosti Rosemary hafði ekki hugsað sér að standa við. Þegar hurð- in féll í lás að baki þeim and- varpaði hún fegin og brosti hamingiusöm við Guy, þegar hún sá hann gera slíkt hið sama. Guy hermdi eftir Minnie, og Rosemary hrökk í kút og hast- aði á hann og þau hlupu hönd í hönd hlióðlausum skrefum að sínum eigin dyrum, opnuðu þær, lokuðu á eftir sér, læstu, settu fyrir slagbrand og keðju, og Guy negldi síðan fyrir ósýnilega bjálka, velti fyrir þremur ósýnilegum steinum og dró upp ósýnilega vindubrú meðan Rosemary engdist sund- ur og saman af hlátri. Þau gengu inn í svefnherbergið. •—• Hún ræktar kryddjurtir, sagði Rosemary. — Sjj, veggirnir hafa eyru, sagði Guy. — Hvernig leizt þér á silfrið? — Já, var það ekki sniðugt? sagði Rosemary og reyndi að ná af sér skónum við gólfinu. — Aðeins þrír diskanna voru eins og svo allt þetta dásamlega, dásamlega silfur. — Ef við verðum góð arf- leiða þau okkur kannski að því. — Við skulum heldur vera vondu börnin o^ kaupa okkar silfur sjálf. Rosemary fletti utan af sér kjólnum, og Guy, sem stóð við kommóðuna, fór að ná af sér manséttuhnöppunum. — Frá- sagnir Romans voru að minnsta kosti fjandi merkilegar. Hon- um gekk illa að ná af sér síð- ari hnappnum. — Eg fer þang- að annað kvöld til að heyra meira, sagði hann. Rosemary leit steinhissa á hann. — Hvað segirðu, sagði hún. — Já, sagði hann. — Hann spurði hvort ég gæti það ekki. Hann rétti að henni hendina: — Geturðu náð honum af? Hún gekk til hans og hófst handa við hnappinn. Allt í einu fann hún til einmanakenndar og öryggisleysis. — Ég hélt að við ætluðum að finna upp á einhverju með Jimmy og Tiger, sagði hún. — Var það fastákveðið? spurði hann. Hann horfði í augu henni. — Ég hélt við hefðum átt að hringja og athuga það betur? Það var ekki fastákveðið, sagði hún. Hann yppti öxlum. — Og við getum vitaskuld alveg eins hitt þau á miðvikudag eða fimmtu- dag. Hún náði hnappinum af og hélt á honum í lófa sér. Hann tók við honurn. —- Þakk, sagði hann. — Þú þarft ekki að koma með frekar en þú vilt. Þú get- ur verið kyrr heima. — Eg held ég geri það, sagði hún. — Verði hér kyrr. Hábölvað! Hefðu þau búið saman og ekki verið gift, hefði hún verið orðin ólétt fimmtíu sinnum! Næsta kvöld fór Guy yfir til Castevet-hjónanna. Rosemary tók til í eldhúsinu og rökræddi við sjálfa sig hvort hún ætti heldur að vinna að púðunum á bekkina í gluggakistunni eða halla sér út af með Mannsbörn í fyrirheitna landinu. Þá var dyrabjöllunni hringt. Það var frú Castevet og með henni önn- ur kona, stutt, snubbótt og bros- andi, í grænum kjól. — Hæ, við truflum vonandi ekki? sagði frú Castevet. — Þetta er mín kæra vinkona Laura-Louise McBurney, sem býr í tólf. Laura-Louise, þetta er Rosemary, kona Guys. — Halló Rosemary, velkom- in til Bram! —• Laura-Louise hitti Guy yfir hjá okkur, og langaði þá til að sjá þig líka. Þess vegna komum við hingað. Guy sagði að þú værir heima og hefðir ekkert sérstakt fyrir stafni. Megum við líta inn? Með uppgjafarkenndri alúð vísaði Rosemary þeim inn í dagstofuna. — Hvernig líður þér, elsk- an? Þú ert þreytuleg. — Ég hef það ágætt, sagði Rosemary. — Það er fyrsti dag- urinn minn á því mánaðarlega. Gestkonurnar höfðu báðar með sér poka með saumadóti, sem báðir voru nákvæmlega eins grænir, og Rosemary til undrunar opnuðu þær nú pok- ana og fóru að hekla (Laura- Louise) og stoppa í (frú Caste- vet). Þær höfðu greinilega hugsað sér að verja hér kvöld- inu við skraf og handavinnu. Laura-Louise sagði: — Þú hefur aldeilis breytt ibúðinni þeirri arna, Rosemary, það má nú segja. — Ó, áður en ég gleymi því, sagði frú Castevet, — þá ætl- aði ég að fá þér þetta. Það er frá okkur Roman. Hún tók upp lítinn pakka með skærlitum silkipappír utan um og tók ut- an af honum. Innihald pakkans reyndist vera silfurkúla Terryar ásamt meðfylgjandi keðju, sem var vafin í hönk. Lyktin af inni- haldi kúlunnar var svo megn, að Rosemary leit undan. — Hún er eldgömul, sagði frú Castevet. — Yfir þrjú hundruð ára. Hún er voðalega falleg, sagði Rosemary, horfði rann- sakandi á kúluna og hugleiddi hvort hún ætti að segja gömlu Framhald á bls. 33. Bam Rosemapi/ 22 VIKAN 34. TBL.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.