Vikan - 26.08.1971, Blaðsíða 7
■■
farið er hann heyrði bílstjór-
ann hrópa á sig. Blaðamaður-
inn leit um öxl og horfði þá
beint í hlaup stórrar banda-
rískrar skammbyssu af Walt-
her-gerð, sem bílstjórinn beindi
að honum.
— Ég skýt, öskraði bílstjór-
inn. — Fáðu mér myndirnar!
Ég skýt ...
Svartamarkaðsviðskiptin fara alls
staðar fram fyrir opnum tjöldum
á Filippseyjum, til dæmis á hafn-
argörðunum í Manila.
Myndirnar af dækjunni! Þeim
hafði sá sænski gleymt að skila.
Hann gekk aftur að bílnum
skjálfandi á beinunum, afhenti
myndirnar og baðst afsökunar.
Síðan sneri hann baki við bíl-
stjóranum og fór. Hann átti allt
eins von á skoti í bakið; að
vísu var fjölmennt á gang-
stéttinni, en vegfarendur myndu
áreiðanlega láta sem þeir sæu
ekkert, hvað sem í skærist. En
leigubílstjórinn skaut ekki,
enda hafði hann fengið mynd-
ir sínar.
Manila og Filippseyjar í
heild eru í dag stórum lífs-
hættulegri en Villta vestrið þeg-
ar það var upp á sitt versta.
I því landi ganga flestir með
skotvopn við beltið eða í vas-
anum og hika ekki við að nota
þau. í fyrra voru seytján þús-
und og fimm hundruð manns
myrtir á Filippseyjum, hvað
þýðir að morðtíðnin þar er sjö
til átta sinnum hærri en í sjálf-
um Bandaríkjunum!
Filippseyjarnar eru um sjö
þúsund talsins og gætu vegna
náttúrufegurðar og veðurfars
kallast. sannkallaðar paradísar-
Stúlkurnar á hafnar-
börunum í Manila eru
fordrukknar og slitlegar,
en þykja tryggar
sjómönnum, sem bjóða
þeim veitingar og eru
þeim góðir.
eyjar. Þær voru líka um hríð
vinsælar af ferðamönnum, en
nú þora fæstir þeirra þangað
vegna glæpaöldunnar, sem rís
hærra og hærra. Á veitinga-
húsum og hótelum má allsstað-
ar líta skilti með áletrunum
eins og þessum: „Gerið svo vel
Það þarf ekki mikið út af að bera
til að allt logi í slagsmálum á
börunum í Manila. Filippseying-
arnir beita þá hverju handhægu
vopni, til dæmis brotnum flösk-
um.
að skilja skammbyssur og önn-
ur banvæn vopn eftir í vörzlu
hótelstj órnarinnar“.
íbúar Filippseyja eru þrjátíu
og fimm milljónir talsins. Efna-
hagurinn er svo slæmur að við
gjaldþrot jaðrar, og ekki hefur
afbrotaaldan bætt þar um, svo
sem nærri má geta. Þar er fyrst
og fremst um að ræða smygl,
rán og morð. Forseti lands þessa
er auðugri en Central Bank,
opinber spilling er svo gríðar-
leg að bókstaflega enginn opin-
ber starfsmaður, frá þeim hæstu
til hinna lægstu, er saklaus af
henni og dómarar, lögreglu-
menn og ríkisstarfsmenn heyja
oftlega einvígi upp á líf og
dauða á götum úti.
Á Filippseyjum getur allt
skeð.
í einni viku skeði meðal ann-
ars þetta í Manila:
Norskt flutningaskip, sem lá
í Manilaflóa, varð fyrir árás
sjóræningja um miðja nótt.
Þeir klifruðu upp akkerisfest-
ina með rýtinga milli tannanna
og búnir þar að auki með byssu
og sverði. Þeir báru hníf að
Framhald á bls. 34.
34.TBL. VIKAN 7