Vikan


Vikan - 26.08.1971, Blaðsíða 21

Vikan - 26.08.1971, Blaðsíða 21
Laura-Louise sagði: Góður vinur okkar bjó til keðjuna. Hann er tannlæknir á eftir- launum og stundar gull- og silfursmíði í frístundum. Þú hittir hann áreiðanlega hjá Minnie og Roman eitthvert kvöldið, því að þaS er alltaf svo gestkvæmt hjá þeim. Þú átt áreiðanlega eftir að hitta alla vini þeirra, alla vini OKKAR, bjórglas. Hún hafði lesið leik- ritið og fannst lítið til um. Það gengi áreiðanlega skammt, og Donald Baumgart næði aldrei nokkurri frægð, því lofaði hún Guy. — Frú Castevet var hér í dag og bauð okkur í mat, sagði hún síðan og leit á Guy. —• Ég sagðist þurfa að spyrja þig, en sagði að við kæmum sjálfsagt. — Drottinn minn Ro, sagði Guy, — það gerum við von- andi ekki, eða hvað? Ef við förum að umgangast gömul skör eins og þessi, fáum við ekki stundlegan frið fyrir þeim. — Ég sagði að við kæmum áreiðanlega. Hana langaði svo til þess. — Jæja þá, andskotinn, sagði Guy. — Ætli við förum þá ekki. — Neinei, því þá það? Við þurfum þess ekki. Ég var búin að kaupa í matinn þegar hún kom, svo þetta er ekkert vanda- mál. —- Við förum. Það verður þá góðverkið okkar þennan dag- inn. — Allt í lagi, en ekki nema þú viljir. Og við skulum gera þeim fyllilega ljóst að það verði í fyrsta og síðasta skiptið. — Einmitt. Frú Casfevet lauk upp fyrir þeim, nýpúðruð og með kinna- lit. Hún tók á móti þeim bros- andi, klædd ljósgrænum silki- kjól og rauðri svuntu. — Þið komið alveg mátulega, sagði hún. — Labbið þið inn, Roman er einmitt að blanda Vodka Blushes. Ó, hvað ég er fegin að þið komuð, Guy. Eg skal svo sannarlega segja vinum mínum að Guy Woodhouse hafi borðað hjá mér í eigin háu persónu! í stórum forsal var aflangt borð með hvítum, bróderuðum dúk, og lagt á það fyrir fjóra. Diskarnir áttu alls ekki við dúkinn, og hjá þeim glitraði á drifið borðsilfur. Til hægri úr forsalnum var gengið inn í dag- stofu, sem var að minnsta kosti helmingi stærri en dagstofa þeirra Guy og Rosemary, en annars mjög iík henni. En her- bergi þetta var undarlega búið húsgögnum. Við arininn var sófi fyrir tvo og lampaborð og nokkrir stólar, en andspænis þessu var kraðak af húsgögn- um, sem settu eins konar skrif- stofusvip á þann hluta stofunn- ar. Þar var skápur, bridsborð með blaðastöflum á, yfirfullar bókahillur og ritvél. Teppi var yfir allt gólfið, þykkt og glæ- nýtt, og sáust á því för eftir ryksuguna. Á því miðju stóð út af fyrir sig lítið, kringlótt borð og á því lágu eintök af Life, Look og Scientific American Frú Castevet lét þau setjast í tveggja manna sófann, og þegar þau voru setzt kom herra Castevet inn. Hann hélt á litl- um bakka með fjórum hana- stélsglösum, sem voru svo barmafuli að út af flóði. Vökv- inn í þeim var í skærum lit. Rosemary tók eitt glasið og þakkaði fyrir sig. Frú Castevet flýtti sér að leggja pappírsser- víettu á hné henni. — Þetta lítur glæsilega út, sagði Rosemary, þegar hver hafði tekið sitt glas. — Það er mjög vinsælt í Ástralíu, sagði herra Castevet. Hann lyfti glasi sínu. — Skál fyrir gestunum, sagði hann. — Velkomin til okkar! Hann drakk og reigði höfuðið með gagnrýn- issvip, annað augað hálflokað. Vökvinn rann út af glasinu hans og perlaði á teppinu. Frú Castevet svelgdist á og hóstaði. — Gólfteppið! hóstaði hún og benti. Vodka Blushes var bragð- sterkt en hreint ekki slæmt. ■—■ Eruð þið áströlsk? spurði Rosemary. — Onei, sagði herra Caste- vet. — Ég er héðan úr New York. En ég hef verið í Ástra- líu. Ég hef verið alls staðar. Bókstaflega alls staðar. Hann smjattaði á drykk sínum, sat með fætur krosslagða og aðra hönd á hné sér. Hann var í svörtum inniskóm með dúsk- um, gráum buxum, hvítri skyrtu og bindið blá- og gul- röndótt. — f hverri einustu álfu, hverju einasta landi, sagði hann. — Hverri einustu stór- borg. Nefnið bara hvern stað sem þið viljið og þið skuluð sanna til að ég hef verið þar. Guy sagði: — Fairbanks, Al- aska. — É’g hef verið þar, sagði herra Castevet. — Eg hef ver- ið alls staðar í Alaska. Ég var þar fjóra mánuði 1938, og ég hef komið þar við á leið til Austurlanda fjær. — Ferðuðust þér í viðskipta- erindum? spurði Rosemary. — Bæði í viðskiptaerindum og mér til skemmtunar, sagði hann. — Ég er sjötíu og níu ára og hef ferðazt stað úr stað síðan ég var tíu ára. —■ Hvert var starf yðar? spurði Guy. — Allt mögulegt, sagði herra Castevet. :— Ég verzlaði með ull, sykur, leikföng, vélahluti, sjótryggingar, olíu . . . Bjalla hringdi í eldhúsinu. — Steikin er tilbúin, sagði frú Castevet. — Takið drykkina með ykkur á borðið. Roman, taktu pilluna þína. — Faðir minn var leikstjóri, sagði herra Castevet, — og í bernsku lifði ég innanum mestu leikara samtímans. Ég þykist því hafa talsvert vit á leikur- um. Þér hafið mikla möguleika, Guy. Það sér maður meira að segja í sjónvarpinu, og þar eig- ið þér eftir að komast langt, svo framarlega sem þér fáið eitthvert þessara tækifæra, sem jafnvel miklir leikarar þurfa í upphafi. Eruð þér að æfa eitt- hvað eins og er? — Ég hef von um nokkur hlutverk, sagði Guy. — Aldrei skal ég trúa að þér fáið þau ekki, sagði herra Cas- tevet. — En því get ég trúað, sagði Guy. Þau fengu heimatilbúið pæ í eftirrétt, og þótt það bragðað- ist betur en steikin og græn- metið, fannst Rosemary það óþægilega sætt. En Guy hrós- aði pæinu á hvert reipi og fékk sér aftur á diskinn. Hann er sennilega að leika, hugsaði Ro- semary. Geldur smjaður með smjaðri. Framháld. á næstu síSu. 34. TBL. VIKAN 21

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.