Vikan - 23.09.1971, Page 6
VONUNAR-
HÁTÍÐIN
MIKLA
Aðalsalnum í ráðhúsinu í
Ernakulam, Kerala, var skipt í
hólf, og þar unnu hundrað
læknar dag og nótt að því að
vana karlmenn úr borginni og
nágrenni hennar. Þeim sem
létu framkvæma á sér aðgerð-
ina var launað méð peningum,
mat og fatnaði.
Sextíu þúsund indverskir karlmenn
létu vana sig af frjálsum vilja, og meðan
þeir biðu eftir að komast á
skurðarborðið var þeim skemmt með
söng og dansi.
Fyrir framan skurðklef-
ana fimmtíu í ráðhúsinu
urðu sjálfboðaliðarnir
að bíða, unz nöfn þeirra
voru kölluð upp. Svo
leiðbeindu hjúkrunar-
konur þeim inn í
klefana.
Hver aðgerð tók aðeins
tíu mínútur. Læknirinn
sker sundur sæðisgöngin,
klemmir saman endana
og saumar síðan fyrir þá.
Eftir það er hlutaðeig-
andi ekki fær um að geta
börn, en hins vegar bíður
hann ekkert tjón á kyn-
orku sinni.
RáSJiúsið í indversku borginni
Ernakulam var lilómvöndum
skreytt, og úti fyrir var flug-
eldum skotið í gríS og erg. Inni
voru hljóSfæri slegin og um mót-
tökusalinn hvirfluSust lafmóSar
dansmeyjar. Ernakulam liélt liátíS-
lega mestu fjöldaskurSaSgerð allra
tíma.
Eitt liundraS læknar unnu dag og
nótt að því að framkvæma litla en
þýðingarmikla aðgerð á þúsundum
ungra manna, það er að segja að
gera þá ófrjóa. Hver aðgerð stendur
yfir í nákvæmlega tíu minútur. Sæð-
isgöngin eru skorin sundur við stað-
deyfingu, endarnir síðan klemmdir
og loks saumaðir saman. Þá fá
menn sprautu gegn því að eiltlivað
illt hlaupi i sárið, og að þvi búnu
mega þeir fara lieim.
Læknarnir unnu við þetta á vökt-
um i mánuð, og höfðu þá gert ófrjóa
sextíu þúsund menn frá Ernakulam
og nágrenni. Þetta var framlcvæmt
í alinenningssal ráðhússins, sem
liólfaður liafði verið niður í fimm-
tiu þaklausa klefa. Karlmenn þeir
sem aðgerðin var gerð á voru allir
kvæntir, minnst tveggja barna feð-
ur og flestir fátækir. Allir gáfu sig
fram af frjálsum vilja, en fjölda-
skurðaðgerðin var skipulögð af
fylkisstjórn Kerala og indversku
ríkisstjórninni í sameiningu. Hæpið
er þó að liugsjónir eða þjóðfélags-
legur áliugi liafi ráðið miklu um að-
strevmi sjálfboðaliðanna, heldur
miklu fremur liitt að liverjum
þeirra var af opinberri liálfu laun-
uð liðsemdin með verðmætum upp
á eittlivað tvö þúsund og fimm
hundruð krónur, en það er talsverð
auðlegð að dómi indverskra múga-
manna. Hver maðm féklc að aðgerð-
6 VIKAN 38. TBL.