Vikan


Vikan - 23.09.1971, Síða 11

Vikan - 23.09.1971, Síða 11
Meðan ég var að borða morgunverðinn í herberginu okkar, þá datt mér í hug að hringja til hans að fyrrabragði... að Robert færi til járnbraut- arstöðvarinnar, þau væru ör- ugglega öll til þar. — Þú veizt að það er ekki hægt að fara þá leið á nokkrum sekúndum, sagði hann á ásökunarróm, eins og til að ávíta mig fyrir tor- tryggnina. En ég spurði aftur hvar þessi blöð, sem hann hafði þotið um hálfa Amsterdam til að ná í, væru. Þau höfðu þá verið uppseld þar líka, sagði hann alvarlega og hafði alls ekki hugrekki til að horfast í augu við mig. — Það er leitt að þú skildir hafa svona mikið fyrir þessu, sagði ég, — vegna þess að öll kvöldblöðin frá París fást hringja til Michaels einhvern- tíma í kvöld. — Já, það. skal ég gera. Viltu fara í bað og klæða þig og hringja til hans rétt áður en við förum út, eða síðar? Eða kannske þú viljir alls ekki fara út? Ef þér finnst leiðinlegt.... — Leiðinlegt? Hvað segirðu? Heldurðu að mér finnist leið- inlegt að fara á skemmtistaði hér í Amsterdam? Heldurðu að ég sé eitthvað skrítinn? Hann strauk blíðlega kinnar mínar og kyssti mig á nefið. Þetta kom mér úr jafnvægi. Ég hafði hlakkað til að skemmta mér og tilbúin í allt. — Allt í lagi, sagði ég glaðlega. — Jæja,' viltu fara í bað fyrst? En þú verður að vara þig á krönunum. Það stendur kalt á þeim heita og heitt á þeim kalda og vatnið er mjög kalt og mjög heitt, alveg eins og í París! — Ágætt! Hann gekk að baðherberg- inu. Ó, hve ég óska að ég hefði látið hann fara þangað inn, en símann og Robert flýtti sér að taka hann, eftir að ég hafði heilsað Michael. Ég stóð bros- andi hjá honum, skyndilega gripin einhverri léttúð og báð hann að segja Michael að við hefðum verið að borða reyktan ál, — en Michael verður alltaf flökurt, þegar hann heyrir þá fæðu nefnda. En Robert varð skyndilega undrandi á svipinn. — Hvað? Hvað segirðu? Og þú hrirfgdir ekki til mín? Hvað áttu við með því að þeir vilji klippa úr kaflann um leiguhermennina? Allan kaflann? Það er alger eyðilegging.... Þeir geta ekki gert það. Jæja, þú reynir hvað þú getur. Þessir bölvaðir asn- ar! Allt í lagi. Ég skil, — já, ég skil. Láttu mig heyra frá þér strax, þegar þú nærð í þá. Þú verður að bjarga þessu! Gangi þér vel. Ég treysti þér! Ég burfti ekki að spyrja hvað hefði skeð, svo ég sagði, eftir að hafa virt fyrir mér áhyggju- og fór að gera ráðstafanir fyr- ir ferðina. Það var ekki hægt að fá flugferð, svo hann pant- aði pláss i svefnvagni í næstu lest. — Þú hefir andstyggð á lestum, ástin mín, sagði ég, en við vissum bæði að því yrði ekki breytt. Ég ók með honum í leigu- bílnum til stöðvarinnar. — Ég get ekki lýst því hve leiður ég er yfir þessu, elskan mín, sagði hann, rétt áður en hann stökk upp í lestina. — En það var nú samt mesta lán að ég talaði við Mirhael. Ég veifaði til hans, þegar lestin rann af stað og vonaði að hann sæi aðeins brosið, en ekki tárin, sem ég reyndi að leyna. Þetta var allt andstyggi- leg óheppni! Þegar ég kom upp á herbergið mitt, var ég mjög einmana, kenndi í brjósti um sjálfa mig og fannst ég vera yfirgefin — ekki af Robert, helc’ur af örlögunum, sem virt- ust hafa mig að leiksoppi. En ég var ákveðin í að láta þetta Lifðu lifinu FRAMHALDSSAGA EFTIR H. SHEFFIELD hérna í hótelinu. — Æ, jæja, en ég er nú kom- inn aftur, sagði hann og brosti þessu töfrandi brosi sínu, sem alltaf afvopnar mig. — Ertu búin að borða? — Já, auðvitað. Við skulum ná í þjóninn og fá eitthvað handa þér. Ég horfði á hann, meðan hann borðaði og lét sem ég væri búin íað gleyma gremju minni,, talaði glaðlega við hann, eins og ég var vön. En grunsemdir mínar voru síður en svo horfnar. Hefði þetta skeð í París, þá hefði ég ekki verið í nokkrum vafa um hvað hann var að brugga. En hér? Hvern hafði hann þurft að hitta? En eins og hann sagði sjálfur, þá var hann kominn, og þar sem það var greinilegt að hann var ákveðinn í að segja mér ekki sannleikann, þá ákvað ég að gleyma þessu. Þegar við vorum komin upp á herbergið, sagði hann: — Heyrðu, minntu mig á að þar sem ég hefi alltaf verið mjög hugsunarsöm eiginkona og áköf í að gera manninum mínum allt til hæfis, sagði ég: — Heyrðu Robert, væri ekki betra að hringja til Michaels, áður en við förum út? Það get- ur verið erfitt að hafa upp á honum síðar í kvöld. — Það er ágætis hugmynd, en gerðu eitt fyrir mig, pant- aðu símtalið, meðan ég lít á þessa krana. Glöð, eins og ég er alltaf, þegar ég get gert Robert greiða, flýtti ég mér að símanum og pantaði símtalið, með aðstoð Roberts, því að stúlkan á skipti borðinu skildi mig ekki og svo hafði ég líka gleymt símanúm- eri Michaels. Meðan ég beið eft- ir sambandi, talaði ég við Ro- bert um áætlun fyrir næsta dag. Það var ágæt sýning, sem mig langaði til að sjá, á Borg- arsafninu. Meðan hann af- klæddist, gat ég þess að hann hefði lagt af í Afríkuferðinni, en þá var Michael kominn í svipinn á honum: — Hvað ætl- arðu að gera í þessu máli, Ro- bert? — Hvað get ég gert? Hann æddi fram og aftur um gólfið. — Hvað finnst þér að ég ætti að gera? Það þýddi ekkert að loka augunum. Ég vissi að Robert var það ljóst, að Michael gæti aldrei fengið þá til að breyta ákvörðun sinni. Þegar slík vandamál risu, varð Robert venjulega að beita snilli sinni. Og ég vissi að Robert var líka ljóst að ég var hrædd um að eitthvað gæti orðið til að eyði- leggja þessa frídaga okkar .... Jæja, maður gat alltaf átt von á einhverjum óþægindum. — Ef ég væri í þínum sporum, myndi ég taka fyrstu flugvél til Parísar og kippa þessu í lag. Hann faðmaði mig að sér og kyssti svo báðar hendur mín- ar. — Ég get aldrei ofmetið þig. Svo fór hann í gömlu bux- urnar og gæruskinnsjakkann, í staðinn fyrir kvöldklæðnaðinn ekki á mig fá og njóta dvalar- innar upp á eigin spýtur. Ég gat farið á sýninguna og svo hafði ég að sjálfsögðu líkahugs- að mér að kaupa eitthvað. Ro- bert hefur andstyggð á búða- rápi, sérstaklega tilgangslausu snuðri í verzlunum, eins og hann kallar það, svo það var á einn hátt gott að vera laus við hann. . . . eða ég gat reynt að láta svo, til að sjá björtu hliðina. Þegar ég fór að hátta þarna, einsömul, var ég eiginlega þakklát fyrir bríkina milli rúmana, það var þá ekki eins tómlegt og ég fann ekki eins fyrir fjarveru hans. Að sjálfsögðu hafði Robert lofað að hringja til mín strax um morguninn frá París. En þar sem ég hafði farið svo snemma að sofa, vaknaði ég líka fyrir allar aldir. Meðan ég var að borða morgunverð- inn í herberginu okkar, ákvað Framhald. á hls. 33. 38. TBL. VIKAN 11 i

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.