Vikan


Vikan - 23.09.1971, Page 12

Vikan - 23.09.1971, Page 12
A GIUM Ég veit, að allir nágrann- arnir álíta, að við séum af- skigtasöm, en í rauninni erum við það ekki. Forvitin kannski, en það er ekki annað en mann- legt að hafa áhuga á því, sem gerist í kringum mann. Ég viðurkenni, að konan mín leggur það í vana sinn að horfa út um gluggann, en það er af því að hún hefur svo gaman af að horfa á náttúr- una í garðinum. Ég fullvissa yður um, að í hvert skipti, sem hún gægist út um gluggann gerist eitthvað, en það er ekki henni að kenna. Mér finnst það ekki réttlátt, að allir nágrannarnir skyldu koma fram við okkur eins og þeir hafa gert á síðustu árum. Það byrjaði með Hargreaves-málinu í lok styrjaldarinnar. Við höfðum búið í húsinu okkar í nokkur ár, og ég held, að allt nágrennið hafi fyrst borið virðingu fyrir okkur, enda þótt við værum ekki sérlega vinsæl. Hargreaves-hjónin voru næstu nágrannar okkar. Þeim geðjaðist ekki að okkur og ég verð að viðurkenna, að andúð- in var jöfn á báða bóga. Þau gerðu allt sem þau gátu til þess að breiða út illgirnislegt tal um okkur og þar sem þau hjón voru þess konar manneskjur, sem eiga auðvelt með að ávinna sér hylli annarra, var lygin tekin sem góð og gild vara. Hann og illgjarna konan hans sögðu hverjum sem hafa vildi í nágrenninu, að konan mín eyddi öllum deginum í að horfa út um gluggann og blanda sér í einkamál annarra. Og þegar hún af einhverjum ástæðum gat ekki horft út um gluggann, sagði sagan að hún fengi manninn sinn til þess að standa við gluggann, svo að ekkert færi framhjá þeim. Ég var sakaður um að nota kíki til þess að horfa inn í íbúðir nágrannanna. Þetta var alvarleg ásökun. Til allrar hamingju vissi konan mín um kikinn. Ég hafði fundið hann í gömlu dóti og einu skiptin sem ég tók hann fram var, þegar ég þurfti að stilla hann. Ég talaði aldrei við herra Hargreaves, ekki einu sinni þegar ég leit yfir grindverkið og hann sá mig greinilega. Hann virti mig ekki viðlits. Við höfðum áreiðanlega hvor- ugur minnstu löngun til að hefja vináttu okkar í milli. ,Þau voru sífellt 'að rifast. Og þau drukku bæði. Við sáum það á öllum tómu flöskunum, sem komu út úr húsinu þeírra. Það þarf ekki að efast um frá- sögn konu minnar, því að ég sá þetta sjálfur með eigin augrun. Hann var einhvers konar bókhaldari í bænum, en eftir því, sem leið á stríðið, varð ljóst, að hann stundaði svartamarkaðsbrask. Það bar við af og til, að hann kom með tugi eggja eftir eina helgi, og kílómetramælirinn á bílnum hans sýndi, að . hann fékk benzínmiða einhvers staðar frá. Og í sambandi við konuna hans, þá var ekki minnsti vafi á því, að hún var vægast sagt ómerkileg. Ekki þar fyrir að hann væri neitt betri, — þvert á móti var hann miklu verri en nokkur gat ímyndað sér. f byrjun stríðsins var ekki nokkur leið að sofa á næturn- ar fyrir loftárásum. Samt heyrðist rifrildið í þeim út um opna gluggana. Og auðvitað drukku þau á milli. Þau höfðu eitthvert hið sóðalegasta orðbragð, sem ég hef heyrt og oft sökuðu þau hvort annað um ótryggð í hjónabandinu. Við vissum að sjálfsögðu ekkert um það, en maður þurfti ekki annað en horfa framan í þau til þess að sannfærast um, að þau sögðu satt. Það kom okkur siður en svo á óvart, þegar hún pakkaði saman dóti sínu og yfirgaf hann. Það var fáeinum vikum eftir að sprengjan féll á annan enda götu okkar. Hún byrjaði að rífast í honum og reyna að fá hann til þess að byggja loftvarnarbyrgi. Þá vorkenndi ég honum hér um bil, því að hún skammaðist og nauðaði óskaplega. Hann útvegaði þegar í stað efnivið til framkvæmdarinnar. Venjulegt fólk gat ekki fengið slíkan varning og þetta sýndi ljóslega, að hann hafði góð sambönd. Hið eina, sem hann gat ekki fengið, var vinnukraftur. Hann hóf þess vegna sjálfur byggingu loftvarnarbyrgisins. Ég held, að hann hafi verið feginn að geta verið að dunda við það í garðinum, bara til'að losna við rausið í konunni sinni. Hann vann við byrgið um hverja Framhald á hls. 36. SMÁSAGA EFTIR FRED ALLEN Klukkan var nákvæmlega þrettán mínútur yfir hálftólf. Eg gekk að glugganum til að lagfæra glugga- tjöldin og þá sá ég það...

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.