Vikan


Vikan - 23.09.1971, Side 17

Vikan - 23.09.1971, Side 17
hreyknir af þessuin stillta en gáf- aða menntamanni og gerðu sér ærnar vonir um pólitíska liðveizlu lians. Réðst Ólafur til framboðs á Snæfellsnesi við alþingiskosning- arnar 1946 og þreytti þar kapp við Gunnar Thoroddsen, síðar borgar- stjóra í Reykjavík og fjármálaráð- herra. Var mikið í húfi fyrir báða. Gunnar hafði fallið fyrir Bjarna Bjarnasyni á Laugarvatni í kosn- ingunum sumarið 1942, en unnið kjördæmið um haustið og lagt kappann frækna. Leitaði Bjarni eigi frekar eftir fylgi Snæfellinga, ög átti Ólafur Jóhannesson að hefna ófaranna. Hann stóð ekki Gunnari Thoroddsen snúning. Virtist hinn ungi og prúði lögfræðingur úr Fljót- um þar njeð úr leik stjórnmálabar- áttunnar, enda hafðist liann ekki að í kosningunum 1949 og 1953. Þó var hann engan veginn af baki dott- inn, en beið færis. Það gafst, þegar leið að alþingiskosningunum 1956 i tíð „hræðslubandalags“ Alþýðu- flokksins og Framsóknarflokksins. Steingrímur Steinþórsson, fyrrum forsætisráðherra, gerðist þá elli- móður, og hlutu framsóknarmenn i Skagafirði að verða sér úti um eítirmann hans i keppninni um vin- sældir og áhrif meðal héraðsbúa. Leituðu þeir til Ólafs Jóhannesson- ar, sem tók fúslega boði þeirra. Skipaði hann annað sæti á fram- boðslista Framsóknarflokksins í Skagafirði 1956 undir pólitískri verkstjórn Steingríms. Varð Ólafur varamaður hans og sat um skeið á alþingi seinni hluta kjörtímabils- ins i forföllum kempunnar öldnu. Hann valdist svo í efsta sæti á lista Framsóknarflokksins í Skagafirði sumarið 1959 og var kjörinn fyrri þingmaður héraðsins. Ólafur skip- aði síðan annað sæti á lista Fram- sóknarflokksins á Norðurlandi vestra um haustið og átti þar kosn- ingu vísa. Hann þótti strax liðtæk- ur þingmaður í bezta lagi og holl- ráður flokki síijum. Ólafur varð varaformaður Framsóknarflokks- ins 1960 og taldist sjálfkjörinn til forustu 1968, er Eysteinn Jónsson vék undan stýri. Réð mjög úrslit- um um þann frama, að maðurinn er traustur og álitlegur, þó að hægt fari. Ólafur Jóhannesson var end- urkjörinn þingmaður á Norður- landi vestra 1963 og 1967 og enn á liðnu sumri, er hann valdist í efsta sæti íramboðslistans að Skúla Guðmundssyni látnum. Hreppti hann barning, missti mann fyrir borð af snekkjunni og fékk ámæli af, en sunnan fjalla gekk honum allt í haginn að kosningunum lokn- um. Tókst Framsóknarflokknum að koma á laggirpar nýrri ríkisstjórn, sem telst vinstra megin í íslenzk- um stjórnmálum. Er Ólafur Jó- hannesson forsætisráðherra, en fer jafnframt með dóms- og kirkjumál. Ólafur Jóhannesson er mjög ó- likur görpum Framsóknarflokksins í gamla daga, svo sem Tryggva Þór- hallssyni, Jónasi , Jónssyni frá Hriflu og Hermanni Jónassyni. Kveður hvorki að honum í ræðu né riti. Hann temur sér vangaveltur og forðast jafnan stórræði, enda dettur engum i hug að krefjast af honum táps eða skörungsskapar. Þó á hann til stolt og jafnvel þótta, ef skapsmunir hans haggast, en það er harla fátítt. Geð Ólafs Jóhannes- sonar er eins og djúp lind í hvarfi undir grónum bakka á afskekkt- um stað. Eigi að siður munu þess dæmi, að þangað nái sól og blær. Framhald. á bls. 46. 38.TBL. VIKAN 17

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.