Vikan - 23.09.1971, Side 33
LIFÐU LÍFINU
Framhald. af bls. 11.
ég að koma honum á óvart og
hringja til hans að fyrra bragði.
Ég reiknaði út að hann væri
um það bil að koma heim um
þetta leyti. En ég var of snemma
í því. Lulie var varla viðmæl-
andi, vegna þess að hún var
með munninn fullan af mat
þegar hún svaraði, sagði að
Robert væri ekki kominn enn-
þá. Ég var óánægð með sjálfa
mig fyrir að láta ákafann
hlaupa svona með mig í gön-
ur. Svo gat líka verið að Ro-
bert hefði farið beint til sjón-
varpsstöðvarinnar, sem reynd-
ar var það eina skynsamlega.
Svo sagði ég Lulie að hún gæti
átt von á Robert til hádegis-
verðar.
Mér var ljóst að ég hagaði
mér eins og stelpukjáni! Hvern-
ig gat ég verið, svona barnaleg,
eftir tíu ára hjónaband.
Svo ákvað ég að vera ekki
að bíða allan morguninn í
þeirri von að hann hringdi.
Það gat verið að hann hefði
tafizt, gæti ekki hringt fyrr en
um hádegið, jafnvel ekki fyrr
en um kvöldið. Því skyldi ég
þá sóa þessum dásamlega degi
innan dyra? Svo var það líka
öruggt að ef hann hringdi með-
an ég væri úti, þá myndi hann
biðja fyrir skilaboð, og ég gæti
þá hringt til hans síðar. Og
jafnvel þótt við misstum hvort
af öðru, þá gat ég huggað mig
við það að hann kæmi næsta
morgun!
Framhald. í nœsta blaSi.
BARN ROSEMARY
Framhald af bls. 22.
bezt varð á kosiS. Hjartanleg-
ar kveSjur. Minnie.
Barnið seig niður, tilbúið að
fæðast.
Rétt eftir hádegið tuttugasta
og fjórða júní hitti Rosemary
Dominiek Pozzo í pappírsdeild-
inni á Tiffanys. Hann hafði áð-
ur kennt Guy söng, og hann
óskaði Rosemary bæði til ham-
ingju með ástand hennar og
árangur Guys. Rosemary
gleymdi ekki heldur að þakka
honum fyrir miðana á Fantast-
icks, sem hann hafði gefið Guy
og hún hafði notað.
— Fantasticks? sagði Dom-
inick.
— Þú gafst Guy tvo miða.
Það er langt síðan. í haust. Ég
sá það ásamt vinkonu minni.
Guy var búinn að sjá það.
— Ég gaf Guy aldrei miða
á Fantasticks.
— Víst gerðirðu það. í
haust.
— Nei, hjartað mitt. Ég hef
engum gefið miða á Fantasticks.
Einfaldlega vegna þess, að ég
hef aldrei átt neina miða á það.
Þér hlýtur að skjátlast.
— Nei, ég man svo glöggt að
hann sagðist hafa fengið þá
hjá þér, sagði Rosemary.
— Þá hefur honum skjátlast,
sagði Dominick. — Segðu hon-
um annars að hringja í mig.
— Já, það skal ég gera.
Þetta er skrýtið, hugsaði
Rosemary meðan hún beið eft-
ir graenu ljósi við Fimmtu tröð.
Guy hafSi sagt að hann hefði
fengið miðana hjá Dominick.
Það var hún viss um. Hún
minntist þess að henni hafði
dottið í hug að senda Domin-
ick þakkarbréf. Hana gat ekki
misminnt.
Hún gekk yfir götuna.
En Guy gat ekki heldur hafa
misminnt. Hann var ekki vanur
að fá aðgöngumiða ókeypis upp
á hvern dag. Hann hlaut að
hafa munað hver gaf honum
þá. Hafði hann logið að henni
af ásettu ráði? Kannski hafði
hann alls ekki fengið miðana
gefins, heldur fundið þá og tek-
ið með sér. Nei, þá hefði orðið
uppistand á leikhúsinu, og ekki
hefði hann viljað láta hana
lenda í því.
Vildi hann af eiphverri á-
stæðu fá hana burt úr íbúðinni
þetta kvöld? Hafði hann þá
sjálfur keypt miðana? Til að
fá frið til að æfa hlutverkið,
sem hann var þá að fást við?
En í því tilfelli hefði verið
óþarfi að beita þvílíku bragði.
Hann hafði oftar en einu sinni
beðið hana að bregða sér út,
meðan þau bjuggu í einsher-
herbergisíbúðinni, til að hann
gæti æft einn.
Var það önnur kona? Ein af
gömlu kærustunum hans, sem
ekki lét sér duga tvo tíma að-
eins og hverrar ilmvatnslykt
hann skolaði af sér í steypibað-
inu þegar hann kom heim? Nei,
það kvöldið hafði íbúðin þefj-
að af tannisrót en ekki ilm-
vatni. Það var þessvegna að
hún hafði neyðst til að setja
verndargripinn í umslag. Og
Guy hafði verið alltof athafna-
samur og ástfús það kvöldið
til að geta verið nýkominn frá
einhverri annarri. Á eftir, þeg-
ar hann var sofnaður, hafði
hún heyrt flautuleik og söng
inni hjá Minnie og Roman.
Nei, það var ekki flauta. Það
var grammófónn Shands lækn-
is.
Var það þessvegna að Guy
vissi það? Hafði hann verið þar
inn um kvöldið? Á norna-
messu...
Hún nam staðar og skoðaði
útstillingarglugga, því að hún
vildi ekki hugsa meira um
galdrakindur og leynifélög og
ungbarnsblóð og að Guy hafði
verið þar inni.. Hversvegna
hafði hún endilega þurft að
hitta asnann hann Dominick?
Hún hefði alls ekki átt að fara
út í dag. Til þess var alltof heitt
og kæfandi.
Um síðir varð hún að halda
38. TBL. VIKAN 33