Vikan


Vikan - 23.09.1971, Page 45

Vikan - 23.09.1971, Page 45
SUKKULAÐIPINNI HNETUTOPPUR NÝJUNG! APPELSÍNBOX NÝJUNG! JARÐARBERJABOX NÝJUNG! POPP-PINNI NÝJUNG! BANANA-TOPPUR ‘Emni ess ari, sem síðar átti eftir að verða einn frægasti hlaupari Svía, hann hét Lennart Strand. Strand var einskonar „héri“ í þessu hlaupi eins og sagt var, hann tók forystu samkvæmt fyrirfram skipulagðri áætlun og hljóp á hraða, sem hæfði Gunder Hágg. Hraði Strand var meiri, en áður hafði þekkst í 1500 m. hlaupi, hann hljóp 400 m. á 55,9 sek. og 800 m. á 1:56. Andersson gaf eftir og var 6 til 7 metrum á eftir Hágg að loknum 800 metrum. Hágg hélt þessu forskoti í mark og klukk- urnar sýndu 3:42,9 — 3:43,0 og 3:43,1. Millitíminn gilti — heimsmetið var aftur Gunders Hágg! Þann 18. júlí kepptu fé- lagarnir aftur, nú í míluhlaupi. Andersson lærði nú af mistök- unum frá hlaupinu í Gautaborg og var á hælum Hággs allt hlaupið og sigraði á nýju heimsmeti 4:01,6 mín., Hágg hljóp á 4:02,0. Millitíminn í þessu hlaupi var frábær, 400 m. á 56 sek., 880 jards 1:55,9 og % úr mílu á 2:59,8 mín. f fyrsta sinn á betri tíma en 3 mín. „Ég verð að fá betri enda- sprett", sagði Hágg að loknu hlaupinu og enn keppti hann 4. ágúst, nú í 3ja mílna hlaupi. Hann bætti verulega sitt lé- legasta heimsmet, hljóp á 8:42,8 mín. Það var 14 heimsmet hans. Árið 1944 kepptu Hágg og And- ersson 7 sinnum og sá síðar- nefndi vann í sex skipti, en Hiigg vann þó þýðingarmesta hlaupið, sem fram fór í Malmö 17. júlí. Flestir veðjuðu á And- ersson, en það fór á annan veg. Keppt var í míluhlaupi. And- ersson fór of geyst af stað og varð að láta undan á þriðja hring. Hágg var sterkur síð- ustu 300 metrana og sleit mark- snúruna með léttum og kraft- miklum stíl á nýju heimsmeti, hans 15., tími hans var 4:01,4 mín. Þetta var 15. og jafnframt síðasta heimsmet hans, nokkru síðar voru þeir félagarnir dæmdir í æfilangt keppnis- bann, áhugamannareglurnar voru ekki í heiðri hafðar, að sögn sænska íþróttasambands- ins. Mikið hefur verið rætt um hinn glæsilega feril þessa hlaup- ara. Hann var vel vaxinn, há- fættur, en skreflengd hans var þó ekki löng, aðeins 178 til 180 sentimetrar. Skreflengd Nurm- is var t.d. 2 metrar. Hágg vóg aðeins 67 til 68 kg. og hæð hans var 182 sentimetrar. Hágg sagði sjálfur, að árangur hans væri mest að þakka því, að hann dvaldi í skóginum við erf- iða útivinnu. Hann dvaldi þar í fimm vetur til 14 ára aldurs við skógarhögg. Það er vinna sem styrkir líkamann. Hágg var þeim hæfileika gæddur að geta sofnað nærri hvenær sem var. Fyrir stórhlaup, fékk hann sér oft létta máltíð og lagði sig síðan á hótelherberginu. Síðan kom hann til keppninnar vel hvíldur og rólegur. Hágg lagði mikið upp úr miklum og reglulegum svefni, kvað hann þýðingarmeiri en margt annað. Umfram allt var hann mikl- um hæfileikum gæddur sem íþróttamaður og hefði vafa- laust getað orðið frábær í öðr- um greinum, t.d. skíðagöngu, hjólreiðum eða skautahlaupi, ef hann hefði reynt sig í þeim greinum. Og þar með sláum við botn- inn í frásögnina af einum mesta hlaupara sem uppi hefur verið — Gunder Hágg. ★ — Þá er bezt að snara sér í þetta? 38. TBL. VIKAN 45 AUGLVSINGASTOFA KRISTINAR (-=>- 3.8

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.