Vikan


Vikan - 23.09.1971, Síða 48

Vikan - 23.09.1971, Síða 48
TEIKNING A TIU MINUTUM Alfred Sehmidt er maður nefndur, þýzkur og frá Diisseldorf, umbúðahönnuður að atvinnu og þar að auki teiknari og málari. Hann hefur komið til íslands nokkrum sinnum og ferðazt um það mestallt og gert mikinn fjölda teikninga af stöðum þeim, er hafa vakið athygli hans. Og þeir staðir eru allmargir; Schmidt segist hvergi hafa séð slíkan sérkenni- og margbreytileik í lands- lagi og náttúru sem.hér á landi. Sérstaklega er hann hrifinn af klettamyndunum víða um land, straumhvirflum í vötnum og lögun grjótsins meðfram þeim. Alfred Schmidt segist leggja áherzlu á að draga myndir sínar upp í fáum dráttum en skýrum og höfða fremur til skynsem- innar en tilfinninganna í list sinni. Sem dæmi um leikni hans sem teiknara má nefna að hann segist í hæsta lagi vera tíu mín- útur að gera eina teikningu. Hann hélt fyrir skömmu sýningu á myndum sínum í Mokkakaffi. Schmidt er sérstaklega hrifinn af íslenzku straumvötnunum og iðukasti þeirra á flúSum og grjóti. Þessi teikning er gerS viS á austur á landi. Alfred Schmidt. Ein af teikningum Schmidts, gerð af landslagi við Skorradalsvatn. 48 VIKAN 38.TBL.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.