Vikan


Vikan - 14.10.1971, Blaðsíða 16

Vikan - 14.10.1971, Blaðsíða 16
Þér hafið sagt að þér hefðuð ekki kært yður um að verða forsætisráðherra. Get- ið þér nú sagt hvað fékk yður til að taka því boði? ^ — Það er rétt, ég sóttist ekki eftir þessu ábyrgðarmikla starfi og að ég tilkynnti flokksstjórninni að ég óskaði ekki eftir því, ári fyrir kosningar. En ég er á sömu skoðun og flokksfélagar mínir, að per- sónulegir hagsmunir verði að víkja,. þeg- ar um trúnaðarstörf er að ræða. Þegn- skapur er ein af máttarstoðum flokks okkar. Að vísu er þetta erfitt starf, sem krefst mikilla persónulegra fórna, bæði hvað snertir tíma, fjölskyldulíf og krafta. En það er óþarfi að mikla það fyrir sér. Það eru þúsundir karla og kvenna sem vinna að opinberum skyldustörfum og verða að sinna félagsstörfum eftir langan vinnu- dag. Það var fyrir einróma áskorun flokksstjórnarinnar að ég samþykkti fram- boðið. En það var ekki fyrr en mánuði fyrir flokksþingið. Sumir álíta að fólk sem er í þeirri að- stöðu, sem ég var, sé haldið alls konar hugsanaflækjum og tilfinningasemi. En þannig er það ekki. Þetta er spurning um ákaflega einfalda hluti. Á kosningadaginn var ég upptekinn, við vorum þá að hylla Tage Erlander og allt annað var sett til hliðar. Að sjálfsögðu var ég ánægður yf- ir því að mér var sýnt þetta trúnaðar- traust, en mér var líka ljóst að það er mikil ábyrgð. Ég fann auðvitað til þess að ég yrði ekki fær um að uppfylla allra óskir og vonir, en það var mjög örvandi að sjá möguleika til þess að framkvæma flokksáætlun okkar. Finnst yður nú þetta starf vera eins og þér höfðuð hugsað yður? — Mér var þetta nokkurn veginn ljóst, þegar ég samþykkti áskorunina. En þetta er allt annars eðlis en starf verkamála- ráðherra, sem var greinilega afmarkað svið, þar sem taka varð tillit til sammiðl- unar og menntunar og þar sem hægt var að fylgja ákveðinni stefnu. í núverandi starfi mínu verður að taka afstöðu til. ólíkra vandamála innan ramma heildar- innar. Það er ekki hægt að læra, nema með því að standa andspænis viðfangs- efnunum. Ég finn að ég er alltaf að læra eitthvað nýtt, finna betur hvernig bezt verður komið til móts við þann trúnað sem mér er sýndur. Að vísu eru kröf- urnar miklar og vonbrigðin oft mikil; eins og það að Nordek varð ekki að raun- 16 VIKAN 41. TBL. Stjórnmála- maðurinn Varð starfið sem for- sætisráðlierra eins og þér höfðuð liugsað yður? Er það yður að kenna að flokkur yðar er ekki eins vinsæll og áður? Þykir yður leiðinlegt þegar sagt er að Tage Erlander liafi verið miklu skemmtilegri og notalegri maður? Hvað kom yður til að taka tilhoðinu um að verða eftirmaður hans? Hvaða ákvarðanir finnst yður erfiðast að taka? Hvernig verkar á yður ef þér Iiafið persónulega skoðun á einliverju máli, en getið ekki horið liana fram opinberlega? Faðirinn Ganga börn vðar í fötum hvert af öðru? Hve mikið fá börnin yðar i vasapeninga? Finnið þér og fjölskvlda yðar mikið fyrir því álagi sem tímahrakið orsakar? Hvaða mat borðið þér og fjölskyldan daglega? Illustið þér á popmúsík?

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.