Vikan - 20.07.1972, Blaðsíða 5
Fiskar og Bogmaður hafa margt
sameiginlegt og líkan smekk
um margt, og bregðast þó oft
við hlutunum á mjög ólíkan
hátt, svo að af því geta leitt
árekstrar og misskilningur. Fisk-
ar og Vog geta stundum sam-
einst um hugsjónir, en skilja
annars hvort annað heldur illa.
Sambönd þeirra verða því sjald-
an trygg.
Skriftin er heldur lagleg og má
úr henni lesa að þú viljir helzt
hafa hlutina í röð og reglu. Að
stafsetningunni er ekki ástæða
til að finna.
IIIWI—
Hann á heima í
Vestmannaeyjum
Kaeri Póstur!
Getur þú hjálpað mér? Ég er
skotin í strák, sem á heima í
Vestmannaeyjum, ég þori ekki
að segja honum það. Hvað á ég
að gera?
Hvað lest þú úr skriftinni? Ekki
láta bréfið ( öskutunnuna.
VB.
________A._________
Þótt þú þorir ekki að segja hon-
um „það", ættirðu samt að geta
mannað þig upp í að tala við
hann um daginn og veginn og
gefa honum þá meiningarfullt
augnatillit um leið. Ef hann hef-
ur einhvern áhuga sjálfur, ætti
hann að kveikja á því.
Úr skriftinni hjá þér er ekkert
lesandi ennþá.
Svar til einnar
einmana
Það sem þig vantar fyrst og
fremst er sjálfstraust. Feimni þin
og einmanaleiki stafar líklega
einkum af því, að þú ert sjálfri
þér ónóg, finnst þér alltaf þurfa
annarra við til að byggja þig
upp. Vendu þig á að hafa i
huga að þú sért ekki siðri en
hver önnur, og minnstu þess að
enginn er fullkominn; allir eiga
við einhver vandkvæði að
stríða. Reyndu að finna þér ein-
hver áhugamál önnur en aðrar
stelpur og stráka og sjáðu til
hvort það veitir þér ekki aukna
lífsfyllingu.
Um strákinn sem þú nefnir
skaltu hætta að hugsa; hann
hefur greinilega engan áhuga á
þér. Láttu þér á sama standa;
það er áreiðanlega engin sér-
stök eftirsjá í honum.
Skriftin er skýr, en mætti fá fal-
legri áferð. Fiskar og Vog eiga
ekki sérlega vel saman, geta þó
stundum náð samstöðu, helzt
þegar hugsjónir eru annars veg-
ar.
Ljón, bogmaður,
fiskar
Elsku Póstur!
Við erum hérna fjögur, sem
langar að vita hvernig Ijónið og
bogmaðurinn fara saman og
fiskarnir og Ijónið.
Með fyrirfram þökk fyrir birt-
inguna.
Marxistar.
P.S. Hvernig er skriftin og hvað
lestu úr henni?
Ljón og bogmaður eiga ágæt-
lega saman; Ijón og fiskar þar
á móti heldur illa. Skriftin er
skýr, en ekki mjög snotur, gæti
bent á dálítið stormasamt skap.
Tveir bogmenn
Kæri Póstur!
Mig langar svo mikið að spyrja
þig að því hvernig tveir bog-
menn passa saman. (Annar er
fimmta og hinn fimmtánda des.).
Segðu mér svo kæri Póstur hvað
þú lest úr skriftinni.
Ég þakka fyrir allt gamalt og
gott sem Vikan hefur haft upp
á að bjóða um árin.
Ein forvitin.
Tvennt úr bogmannsmerkinu á
yfirleitt með ágætum saman. —
Úr skriftinni lesum við heita og
viðkvæma skapsmuni.
LEIKIÐ ÞÉR
GOLF ?
MINNI HLAUP
BETRI KAUP
Þaö er sama hver leikurinn er
vanti yður buxur, úlpu, skyrtu
eöa annan fatnaö til leiks
eöa starfa, þá lítiö inn til okkar.
29. TBL. VIKAN 5