Vikan


Vikan - 20.07.1972, Blaðsíða 22

Vikan - 20.07.1972, Blaðsíða 22
Hún fékk kjötbollu Liza Minelli er orðin svo fræg að það þarf ekki að taka fram að hún er dóttir Judy Garland. Liza Minelli hefur sjaldan mikinn farangur, þegar hún ferðast, en alltaf hefur hún ping-pong spaða með sér. Ef hún getur ekki fengið að leika borðtennis, er hún miður sín. Á hótelum þar sem engar að- stæður eru til að leika borð- tennis, lætur hun einfaldlega setja upp borð í svefnherbergi sínu. Hún er ekki hrifin af Þýzkalandi og ástæðan fyrir því er sú að hún var þar á ferð og gisti eitt þekktasta hótel í heimi, Hotel Kempinski, sem frægt er fyrir góðan mat, en hún gat ekki fengið hamborg- ara eða kjötbollur handa hund- inum þar, hann varð að éta kálfasnitzel. ekki handa hundinum sínum Liza er yfirleitt ekki mikið fyrir lúxus, hún hefur yndi af því að leika á gítar, elda mat og lesa allt sem hún nær í og hefur handbært, að ógleymd- um borðtennisleiknum, sem hún getur alls ekki verið án. Hún segist ekki hafa áhuga á stjórnmálum, yfirleitt ekki af neinu sem ekki snerti strengi hjartans. Það sýndi sig að hún er hjartagóð, þegar Judy Gar- land móðir hennar dó, sem var orðin frægust fyrir þau hneyksli sem hún sí og æ var að koma sér í. Enginn af fimm fyrrverandi eiginmönnum henn- ar vildi annast útförina, en þá var það Liza, ein af þrem börn- um hennar, sem sá um allt og greiddi kostnaðinn. 22 VIKAN 29. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.