Vikan


Vikan - 20.07.1972, Blaðsíða 32

Vikan - 20.07.1972, Blaðsíða 32
Fyrir ári síðan var hljóm- sveitin STRAWBS heldur illa á vegi stödd. Hljómsveitin var svo gott sem að leysast upp, vegna ágreinings um tónlistar- stefnu sem fylgja skyldi. Rick Wakeman var í session- mennsku til að hafa fyrir salti í grautinn og LP-plata þeirra, „From The Witchwood“, fékk sosum engar ofsa viðtökur þeg- ar hún kom út í byrjun ársins 1971. En í lok síðasta árs hætti Rick Wakeman í hljómsveit- inni og gekk í Yes. í stað hans kom furðufugl, kallaður Blue Weaver, og nær samstundis drifu þeir sig í að hljóðrita plötuna, sem hingað til hefur gert hvað mest fyrir þá, „Grave New World“. Eftir tvo daga hafði hún selzt meira en „Witchwood“ hafði selzt frá upphafi. Saga Strawbs hófst árið 1967, þegar Dave Cousins, Tony Hopper og Ron Chesterman leystu upp hljómsveit sína sem kölluð var „Strawberry Hill Boys“, en þeir höfðu eingöngu leikið svokallaða „blue-grass“ tónlist, nokkurs konar „coun- try & western". En þeir félag- ar héldu samt áfram að leika saman, aðeins þrír. Dave Cou- sins, aðalsprautan í hljómsveit- inni (gítar og söngur) seldi banjóið sitt og hóf tónsmíðar af miklum krafti. Tríóið var einfaldlega kall- að „The Strawbs" og fengu þeir félagar í lið með sér þekktan pródúsér í Bretlandi, Gus Dud- geon, og útsetjarann Tony Vis- conti. Gerðu þeir fyrstu plötu Strawbs, sem bar nafn hljóm- sveitarinnar, og einnig sendu þeir frá sér tveggja laga plöt- una „Oh, How She Changed". Margir spáðu þeirri plötu mik- illi velgengni, en þær spár rættust aldrei. LP-platan hlaut sömu örlög. Samt sem áður var „Strawbs“ ein bezta platan sem þeir hafa gert. Þrátt fyrir að þeir væru fyrst og fremst „þjóðlagarokk- arar“ var platan þung, enda voru aðeins tveir kassagítarar notaðir, hitt voru rafmagns- hljóðfæri og á þau léku engu slakari menn en Nicky Hop- kins og John Paul Jones úr Led Zeppelin. Dave ,Cousins heldur því enn fram, að „Strawbs" sé bezta platan þeirra, en kennir pródúsjón- inni um ill örlög hennar, þar sem raddirnar voru hafðar allt- of fjarlægar. Vorið 1970 kom út önnur plata þeirra, „Dragonfly". Þá höfðu þeir bætti við sig manni, sellóleikaranum Claire Deniz. Það var einnig fyrsta platan sem Rick Wakeman kom ná- lægt, en hann lék þar með þeim á píanó (sem session-maður) og síðar skrifaði hann Cousins bréf, þar sem hann lýsti þakk- læti sínu yfir að hafa fengið að spila með þeim, þar sem honum þætti platan góð. Deniz var með þeim í 6 mán- uði og allan þann tíma áttu þeir ekki bót fyrir rassinn á sér. Meira að segja voru þeir svo blankir, að þeir þurftu að fá lánaða peninga til að kom- ast í strætó á æfingar. Skömmu eftir að Deniz hætti, fengu þeir í hljómsveitina bassa- og sellóleikarann Lindsay Cooper, Ron Chesterman hætti til að fara í aðra hljómsveit og Rick Wakeman hringdi í Cousins til að biðja um vinnu. f júní 1970 spiluðu þeir á fyrstu mikilvægu hljómleikun- um, en það var í Queen Eliza- beth Hall í London. Þá var rythma-eining hljómsveitar- innar aðeins mánaðargömul. Lindsay Cooper var hættur og í hans stað komu tveir menn, John Ford, sem lék á bassa og Richard Hudson, sem lék á slagverk og sítar. En þrátt fyrir örar breyting- ar — og sennilega vegna þeirra — gekk heldur illa. Þeir Cou- sins og Hopper ákváðu, að ef hljómsveitin, þannig skipuð, færi ekki að gera það gott, þá myndu þeir hætta. En sem bet- ur fer fyrir þá komu allir, sem þeir höfðu gefið miða á hljóm- leikana í Queen Elisabeth Hall (fólk vildi svo sannarlega ekki kaupa þá) og Strawbs gerðu mikla lukku. Hljómleikarnir voru teknir upp og fór megnið af efni þeirra þar á plötuna „Antiques and Curios“. Fólk réði sér ekki fyrir hrifningu á þessari „nýju“ hljómsveit og orðrómur þeirra fór víða. Rick Wakeman var viðurkenndur sem frábær orgelleikari og Da- ve Cousins fékk loks þá viður- Blue Weaver. kenningu sem hann hafði allt- af átt skilið sem lagasmiður. „Þessir hljómleikar gjör- breyttu öllu fyrir okkur,“ hef- ur Cousins sagt. „f fyrsta skipti höfðum við hljóðfæraleikarana 32 VIKAN 29. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.