Vikan - 20.07.1972, Blaðsíða 36
HINN LEYNDI
OVINUR
Framhald aj hls. 15.
ég. „Kom hann ekki til baka með
þér?”
Hún hristi höfuðið, og munnvik
hennar titruðu.
„Hvers vegna ekki?”
„Af þvf að ...” Hún þagnaði
og reyndi að ná valdi á rödd sinni.
„Afþviað....” Og svo brast hún
I grát og sagði: „Æ, það er alveg
sama, hvort hann kom til baka
með mér eða ekki. Ég get þetta
ekki, Alan. Ég tók hana í faðm
mér, og hún hallaði höfði sinu að
öxlmér. Ég gat ekkert sagt. Mig
verkjaði i augun, og ég hélt henni
bara fast a"ð mér og vissi, að þetta
var hin rétta Carola, hlý i viðmóti
'og nálæg, eins og hún hafði einu
sinni verið.
„Þú verður að segja honum
það,” sagði ég.
„Ég ... ég ættaði að gera það.”
Hún reyndi að losa sig, og ég
sleppti henni. „Ég sat kyrr og
beið þess, að hann kæmi. Ég
ætlaði þá að segja honum það
strax.”
„Ég skal ná i hann,” sagði ég.
„Nei, Alan.” Hún hristi
höfuðiö, og það kom öttasvipur i
augu henni. „Hann ....... hann
veröur illur og hamslaus.”
„Mér er alveg sama, þótt hann
sé blindfullur,” sagði ég. Ég gekk
að hurðinni og opnaði hana.
„Geti hann gengið, kem ég með
hann. Og þú segir honúm þetta
strax i kvöld.”
Að fimm minútum liðnum var
ég búinn að klæða mig og var
kominn út á veginn, sem lá að
brugghúsinu. Skýjabakki var
kominn fyrir tunglið, og ég varð
að þreifa mig áfram. Brátt fór ég
að hraða förinni og kom auga á
opnar dyr vinkjallarans og dauf
ljósin þar inni. Ég stanzaði rétt
fyrir utan dyrnar. Hjarta mitt
hamaöist, og ég dró andann ótt og
titt.
Það var engin ástæða til sliks.
Ég var ekki hræddur við Jóhann
né neitt það, sem áþreifanlegt
var. Þetta sagði ég sjálfum mér.
Ég reyndi að muna það, sem
læknarnir höfðu sagt mér að gera
og hvernig ég ætti að herða mig
upp, ... „vopna mig á ný” til þess
að mæta þvi, sem framundan
væri. Ég hugsaði um Carolu. Ég
beið hálfa minútu, og svo
þrammaði ég inn. Hver vöðvi
minn var þaninn.
Ég gekk eftir röku, hörðu
moldargólfinu. Og dauft ljósið
gerði alla skuggana svarta og ó-
hugnanlega. Ég lagði af stað eftir
ganginum milli flöskustaflanna,
.... ganginum, sem við höfðum
gengið eftir fyrr um daginn, og
hrópaði: „Jóhann!”
Háls minn snérist sitt á hvað, er
ég skimaði allt i kringum mig.
Svo gekk ég fyrir horn og inn i
nýjangang. Ég var hálfnaður að
enda gangsins, þegar ég sá hann
liggja á gólfinu fram undan mér.
Hann lá á bakinu. Fæturnir
lágu i kross, og moldargólfið um-
hverfis hann var allt rautt. Ég
stóð grafkyrr og starði niður i
gólfið. Nú sá ég dökka blettinn á
hálsi honum og sárið, sem var
rétt fyrir neðan hökuna. Ég hafði
oft séð hræðilegri sýn á vig-
völlunum, en samt varð ég
gripinn magnleysi og velgju. Ég
var ekki hræddur, bara magnlaus
og með velgju. Ég neyddi mig til
að horfa framan i hann. Og þá sá
ég glerbrotin úr brotnu kampa-
vinsflöskunni.
Ég hugsaði þá ekkert út i það,
hvers vegna Jóhann lægi I
þessum gangi. Ég minntist bara
hljóðsins af sprengingunni, er
flaskan hafði sprungið fyrr um
daginn, skýringar Jóhanns á
þrýstingnum, sem orsakaði sllkar
sprengingar og þeirra orða hans,
hversu oft slik óhöpp kæmu fyrir.
Ég stiklaði fram hjá blettinum og
glerbrotunum á moldargólfinu og
settist á hækjur við hlið liksins.
Þá sá ég á þrístrenda, langa gler-
brotið, sem stóð fast i hálsi hans,
og nú vissi ég að fullu, hvernig
Jóhann hafði dáið.
Það getur verið, að það hljómi
núna kuidalega, en ég fann aðeins
til mikils hugarléttis, þegar ég
reis upp. Það var ekki svo að
skilja, að mér hefði dottið I hug,
aö Carola ætti nokkurn þátt i
dauðahans. Nú fannst mér bara,
aö það væri auðljóst mál, að
enginn gæti verið bendlaður við
dauöa hans. Jóhann var dauður,
og hann hafði dáið af slysförum,
sem hann hafði sjálfur valdið,
þegar hann var að leita aö vin-
flöskunum.
Ég gekk aftur á bak og hugsaöi
um skrifstofuna á efri hæðinni.
Ég vissi, að ég yrði að komast i
sima þar tafarlaust. Ég gekk
fyrirhorn og inn I nýjan gang, og
þá kom ég auga á eitthvað hvitt,
sem stungið haföi verið langt inn
á milli flaskanna. Ég veit ekki,
hvers vegna ég stanzaði, en ég
teygði mig eftir þessu og dró út
samanvafðan silkiklút.
Ég starði bara á hann nokkur
augnablik, á meðán kuldinn úr
moldargólfinu læddist upp eftir
fótleggjum mlnum. Svo breiddi
ég úr klútnum og sá, að þetta var
ferhyrndur höfuðklútur með
rauðum og hvitum köflum.
En það var þriggja þumlunga
rifa i miðjunni á honum og einnig
blettur, óreglulegur I lögun, um
tlu þumlungar i þvermál, á að
gizka. Þessi blettur var rauður,
en rauði liturinn var ekki sá sami
og Iköflunum i klútnum. Blettur-
inn var dökkur og klistrugur við-
komu.
Ég stór vlst grafkyrr nokkra
stund, máttlaus og hugsunarlaus.
Ég gat ekki hugsað. Ég var
nokkra stund að brjóta klútinn
saman, og ég gætti þess, að
bletturinn snéri ekki út. Og ég
velti þvi fyrir mér, hvað ég ætti
að gera. Þetta var auðvitað
höfuðklútur Carolu. Ég leit yfir i
skuggann við stigann, sem lá upp
til skrifstofunnar. Ég vissi, að ég
yrði að sima, og ég vissi, að þá
gæfist mér timi til að losna við
klútinn.
Ég æddi eftir ganginum, reyndi
að stytta mér leið á milli tveggja
raða af kössum, en þá sá ég, að
kössunum var lika staflað fyrir
enda þess gangs. Þá snéri ég
aftur til vinstri mjög skyndilega,
og um leið hreyfðist skugginn viö
olnboga mér. Ég hljóp öThratt.
Ég gat ekki stanzaö né snúið
undan nógu fljótt. Mér fannst
sprengja springa inni I höfði mér,
og þegar ljósið slokknaði þar,
fannst mér ég vera að hrapa
niöur i endalaust myrkur.
Eitthvað kalt og blautt þrýstist
að kinn minni. Mér fannst
moldargólfið þægilegt viðkomu, á
meðan velgjan var i algleymingi.
Ég vildi bara liggja grafkyrr.
Svo fór ég aftur að hugsa. Mér
tókst að setjast upp. Ég snéri
höföinu til hliðar og sá, að ég var
þá að stara á tvilita skó tveim
fetum I burtu. Skórnir voru hvitir
og brúnir.
Ég leit upp eftir gaberdin-
buxum og tweedjakka og svo i
dökkleitt andlit Carlins.
„Þú varst lengi að ranka við
þér,” sagöi hann.
Ég minntist höfuðklútsins og
leit i kringum mig. Ég gat ekki
séð klútinn, og ég velti þvi fyrir
mér, hvort ég gæti setiö á honum.
Svo sþurði ég: „Hvernig veiztu
þaö?”
„Ég hef verið hérna hjá þér i
fimm minútur, og þú lást hérna i
rotinu, þegar ég kom.”
Ég spurði hann, hvort hann
vissi, hvað komið hafði fyrir
Jóhann. Hann játti þvi.
„Fyrst fann ég hann,” sagöi
hann. „Ég fann þig, þegar ég fór
aö leita að stiganum upp á loft.
Hvað gerðist?”
„Það sló mig einhver I rot.”
„En þar á undan?”
„Ég var að ieita að Jóhanni
hérna. Þegar ég fann hann á
gólfinu, lagði ég af stað að
stiganum, eins og þú gerðir áðan.
Ég villtist og rakst á einhvern,
sem hafði falið sig hérna.”
Ég býst við, að þú hafir ekki
séð, hver það var.”
Nú var Carlin breyttur. Nú
brosti hann ekki né var vingjarn-
legur. Nú var rödd hans kuldaleg
og munnsvipur hans harðlegur og
illgirnislegur. Ég fann, að ég
reidöist.
„Nei,” svaraði ég. „Það hefði
getaö verið þú.”
Hann lézt ekki heyra þetta.
„Hvernig stendur á þvi, aö þú
varst staddur 'hérna?” spurði
hann svo.
Ég sagöi honum, að ég hefði
fariö til herbergis Jóhanns til
þess að biðja hann um meira
kampavin, og þá hefði Carola
sagt mér, að hann hefði ekki snúið
tilbaka meö henni. „Svo fór ég
hingað til þess að gá, hvað hefði
komið fyrir hann.”
Carlin brosti nú, en þetta bros
var móðgandi. „Þú hafðir miklar
áhyggjur af honum. Var ekki
svo?”
Næstu hálfa minútuna gerði ég
mér grein fyrir þvi, að ég var nú
næstum orðinn heilbrigður
maður. óstjórnleg, ástæðulaus
reiði er ein afleiöing þess sálar-
ástands mins, sem ég hafði
komizt I eftir bardagana á
Salómónseyjunum. Og fyrir
mánuði siðan hefði ég nú fundið
til óstjórnlegrar reiði gagnvart
Carlin og ausiö yfir hann
skömmum. Nú fór ég viljandi að
hugsa um annað. Ég hugsaöi um
höfuöklútinn. Ég reis klaufalega
á fætur, svo að ég gæti þreifað
fyrir mér og gáð, hvort ég sæti á
honum. En svo var ekki. Þarvar
bara hart gólfiö.
Mig langaði til að spyrja hann
um klútinn. Það lá við, að ég
geröi það. Svo skildi ég snögg-
lega aöstæðurnar. Annað hvort
vissi Carlin um klútinn eða ekki.
Vissi hann það ekki, mátti ég alls
ekki nefna klútinn. Ég sagði því
bara: „Ég hef sjálfur verið að
velta þvi fyrir mér, hvers vegna
þú værir hérna?”
„Ég var aö lesa uppi i herbergi
minu. Ég var ekki kominn upp i.
Ég heyrði einhvern æða niður
stigann. Svo leit ég út um
glug^ann og sá þig ganga út og I
áttina aö brugghúsinu.”
„Og þá varöstu tortrygginn.
Það var skrýtið, að þú skyldir
ekki rekast á náungann, sem rot-
aði mig.”
„Já, mér datt einmitt það sama
I hug.”
Ég burstaöi af mér óhreinindin
og þreifaði á kúlunni á höfði mér.
Ég sagðist heldur ekki geta skilið
þetta, en eitt var auðsýnilegt:
Jóhann hafði verið að fitla við
þessa kampavínsflösku, og hún
hafði sprungið og drepið hann.
„Við ættum að kalla i lögregl-
una eða likskoðunarlækninn eða
einhvern,” sagði ég.
„Já,” svaraði Carlin. „Við
skulum koma upp i skrifstofuna.”
„Farðu einn upp,” sagði ég. Ég
var að hugsa um klútinn. „Ég bið
hér.”
Ca-rlin hristi höfuðið. „Þú
verður kyrr hjá mér,” sagði
hann, „þangað til lögreglan
kemur.”
Framhald I næsta blaöi.
36 VIKAN 29. TBL.