Vikan


Vikan - 20.07.1972, Blaðsíða 38

Vikan - 20.07.1972, Blaðsíða 38
haföi fengið ráöningu, það var nú áreiöanlega vist. Hann haföi nú loks fengið að kenna á ofurefli. En ekki var laust viö að ósigurinn yröi honum til ofurlitillar sæmd- ar. En þetta mátti hann svo sem vita fyrir! Að maha til viö sig eins harðsnúinn karl og Zakarias var, róa prúðbúinn aftur og fram á ánni, sýna hvert hugurinn stefndi og ferðinni var heitið og stefna svo beint til bæjar, er allir vissu, að hann var á leiðinni. Og það vissu menn fyrir vist, þeir voru þar fyrir Zakarias og piltar hans. Og ekki nóg með það: allir vandamenn hans og vinir voru búnir lurkum og bareflum þetta kvöld, er þeir fóru til Zakariasar til þess að fá sér kaffi og brenni- vfn. . Vist var um það, að Öli hafði ekki mikiö svigrúm þarna á bænum, svo stór sem hann var, og varð að banda frá sér, ef hann átti að fá hrært legg né lið. Og eins vist var hitt, aö aldrei höföu menn séð jafn-marglit og uppbólgin andlit og særöa limi og bæklaða I senn eins og eftir þetta kvöld i Tröllamó. Gamla konan drap einu sinni á þennan orðasveim við son sinn en hún reyndi það aldrei aftur Oli var ekki með sjálfum sér marga daga samfleytt, - það var eins og hann byggi yfir ein- hverju. Móöirin tók að kingja og kingja i hvert sinn sem hana fór að langa til að tala við son sinn, nei, hann mundi nú ekki fara aö hlýöa á, hvað hún segði, og svo þagnaöi hún. Uppi á fataloftinu tók hún eftir þvi dag nokkurn, aö beztu fötin voru farin að hverfa af snögunum hans óla. Alltaf þynntist á snögunum -eftir þvi sem innar dró, og loks kom hún auga á kistu, sem búið var aö fylla til hálfs. Hún fór nú þangað á hverjum degi eftir það, settist við kistuna og leit eftir. Með hverju plaggi, sem sonurinn hafði lagt I kistu sina, lagði nú móðirin heitar hamingjubænir, hvert sem ferðinni kynni að vera heitið, - en daufar voru vonir hennar um það, að hún ætti eftir að lifa glaðari daga i gamla bænum. Þarna sat hún nú og grét kvöld eitt, eftir að kistan var orðin full, en þá heyrði hún fótatak niðri i göngunum og mátti fara að flýta sér að þerra tárin. Hún hefði hlaupist burt, hefði hún getað, en hún fann nú til svo undarlegs óstyrks, að hún gat naumast staöiö á fótunum. -Er ferðinni heitið til Ameriku, Öli? - kom hún loksins upp. Óli staönæmdist eins og hann hefði verið staðinn að einhverju misjöfnu, leit á móður sina og sagði hálf vandræðalegur á svipinn: - Nei, ekki er það nú svo langt. En - en sjá þú um búið fyrir mig, móðir min. Ég verð vist lengi i burtu, en heim kem jeg aftur, hvernig sem alt fer. Og nú get jeg eins vel kvatt þig i kvöld, mamma, á morgun legg ég upp. Það kvöldið hafði hann enga eirð á sér, en gekk fram og aftur og leit eftir öllu. Hann klappaði hverju hrossi, lét vel að grisunum, kallaöi á hænsnin og gaf þeim, horfði á alt ein^ og hann væri að kveðja það i siðasta sinni. Þá datt honum i hug, að báturinn væri ekki dreginn á land. Og það var eins og sú hugsun negldi hann niður I sömu sporum. Aftur fór honum að hitna I hamsi, og án þess að velta þvi frekar fyrir sér, hvað hann gerði, gekk hann nú stiginn niður dalinn. Þarna lá kænugrýtan og flaut á ánni. Það var eins og hann væri neyddur til að fara út að róa, - og hvernig sem á þvl stóð, vissi hann ekki fyrri til en hann var kominn yfir um og stóö á hlaðinu hjá Ingibjörgu. Það kvöld hittust þeir aftur, hann og Zakarias gamli. Þegar karlinn opnaði dyrnar og sá, hver kominn var, fór hann að reyna að hreyta úr sér einhverjum ók- væðisorðum, en það var eins og kökkur I hálsinum á honum, svo að ekki heyrðist æmta i honum né skræmta. Ekkert sagði Óli heldur. ætlaði bara að vikja karlinum úr vegi og ganga inn. - Ég ætla bara að tala orð viö Ingibjörgu, sagði hann. Karlinn eins og örskot eftir hrossakambi, sem þar lá, og tók að lumbra á honum eins og hann gat: -Fyrr skalt þú drepa mig en þú komist inn. Þetta varð nú siðasta gliman þeirra: - Ég vildi helzt ekki hafa þurft aðleggja hönd á þig, - mælti Óli hásum rómi og tók Zakarlas hryggspennu. En þá sleppti Zakarias kambinum og tók að berja hann með knýttum hnefunum. Óli laut höfði, lyfti karlinum eins léttilega og tómum sjóvettling og bar hann fram og aftur, hugði I fyrstu að kasta honum út á hlað, læsa útidyra- hurðinni og fara inn til stúlkun- nar, en þaö var kalt úti og karlinn þá I það skiptið fáklæddur.- Hvorugur mælti orð. Zakarias var of þrár til þess að kalla á menn sér til hjálpar. Þarna I dimmum göngunum flettist ný skyrtan upp um axlirnar á Zakariasi, er hann ætlaði að reyna aö smeygja sér úr fang- brögðunum, og það brast I hverjum lið, másið mátti heyra i báðum, og við og við brakaði i þilinu, er þeir spyrntu fæti við. Hundúrinn tók að hágelta á hlaðinu. Nú kendi Óli óþolandi sársauka. Hann fann, hvernig tennurnar i hinum fóru á kaf I öxlinni á honum. Þetta var drepsárt. Nú var engrar hlifðar að vænta lengur. Hann vattZakariasi aftur á loft, tók hann heljartökum og sagði: - Biturðu fjandinn þinn. - Og hefði Óla ekki dottiö i hug Ingibjörg og móðirin, hefði hann að likindum oröið að morðingja kvöldiö það. En svo þjarmaði hann að karli, að hann stundi, og lengi bárust þeir fram og aftur um göngin, en að sfðustu rákust þeir inn I eldhúsiö. Þar reyndi nú Zakarias alt hvað hann gat til að losna, en hörundið á honum lagðist bara I fellingar, þar sem Óli haföi náð tökum á honum. Siðast spennti hann hnjánum fyrir bringspalir Óla: - Nú, er það þetta, sem þú ætlar þér? Þaö er skárri bölvaður náhrafninn þú ert, karl minn. En nú skal ég búa um þig. - Og svo henti hann Zakarfas endilöngum i brauötrogiö, svo aö deigiö skvett- ist upp um hann. - Liggðu > nú hérna, hvæsti Óli um leiö og hann hélt honum með annari hendi, en sletti á hann deiginu með hinni. - Hérna er nú brekán, sem eg ætla að breiöa ofan á þig, og sé þér orðiö kalt á löppunum, er bezt að ég breiöi ofan á þær lika, og svo að þú getir nú skammast þin eins og þér ber, þá skal ég nú lika breiða upp yfir höfuð á þér - og svo geturðu sneypst til að fara að sofa! Svo vatt hann sér á burt. Allt var komið i fasta svefn, þegar Óli kom heim. Hann var ekki ánægður með siðustu tiltektirnar. Það mátti guð vita, að það tók hann sárt, að ofbeldið skyldi þannig þurfa að fylgja honum i biðilsförum hans. Hann vakti vinnupiltinn, þeir lögöu á hestana i kyrrþey, og I náttmyrkrinu óku þeir nú alt hvað aftók niður á þjóðveginn. Tveggja sumra sól leysti snjóa af hnjúkunum I Ardal, og tveggja vetra frost hlóð frosthryggi milli þorpanna I dalnum, áður en Óli kæmi heim aftur. Eftir það bar ekkert til tiðinda um nokkurra ára skeið. Óli hafði gengið I einhverskonar skóla þar syðra og var nú orðinn hinn stiltasti til orðs og æðis og það svo, að sumum þótti nóg um. Hann hélt sig þvi sem nær sem fyrirmann og gekk við staf á helgum. Var hann kjörinn I hreppsnefnd og gerðist atkvæöa- maður um mörg mál, jafnframt gerðist hann leiðtogi yngri manna og bazt fyrir ýmis nýmæli, en engum hefði getað til hugar komiö fyrir nokkrum árum, og þótt mótspyrnan otaði sinu mannýga höföi gegn þeim, fór hann rólega að öllu og bar oftast hærri hlut. Við kosningar og I hreppsnefnd bar nú aftur fundum þeirra Óla og Zakariasar saman. En áður höfðu þeir hizt við kirkjuna ein- hverju sinni, er Oli var nýkominn heim. En vitið þið, hvað kom fyrir við kirkjuna rétt áður en samhringt var, þar sem bændurnir stóðu I einum hnapp og voru að tala um tiðarfarið? Jú, óli gekk fram, rétti Zakariasi höndina, þar sem hann stóð I hóp suður-áss bænda, og mælti meö undarlega rólegri röddu og hafði fullt vald á sér: - Látum nú allt það gamla vera gleymt og eins og ekkert hafi i skorist, Zakarias. Ég hefi nú verið syðra og lært betri siði. Og ég finn mig knúinn til að biðja yðurforláts. Hafi ég verið haröur Ihornaö taka, hafið þér verið það lika, - og þótt tveir heiöarlegir menn, sem hafa slegiö hvorn annan kinnhest, slái höndum saman á eftir, þá er það þeim til enn meiri sóma upp frá þvi. Eða svo lit ég á það. - Kysstu á kinnina á mér, sagöi Zakarias. Það er að segja: hann sagði nú eitthvaö annað, en slikt hefir nú aldrei þótt við eiga aö sjást á prenti. Og við þaö skildu þeir. En upp frá þeirri stundu veittist Zakarias gegn öllu þvi, sem Óli beittist fyrir, en þó fóru þeir að öllu rólega og friðsamlega. En ef Zakarias hóf máls á einhverju þörfu og góöu, þá var óli viss með að veita þvl fylgi og koma þvi svo fyrir, að Zakarias fengi jafnvel meiri heiður af þvi en málefninu svaraði. Viö þetta hlýnaði Zakariasi eitthvað innvortis til Óla, en hið ytra lét hann aldrei neinn bilbug á fcér finna. Hvenær sem Öli hefði viljað, hefði hann getaö bægt Zakarlasi frá öllum þeim sæm- darstörfum, sem manni gátu hlotnast þar i héraðinu, en alltai lét hann undan og stakk meira að segja upp á gamla manninum. Aldrei var Ingibjörg nefnd á nafn. Og aldrei vitjaði hann hennar nú á kænu sinni, en sumir héldu, að einhver skrif færu á milli þeirra. En nú kom merkisatburöur fyrir. Um haustið dó gamli rikisþing- maðurinn og nú átti að kjósa nýjan. Hvernig sem á þvi stóð átti nú enginn hreppur i kjör- dæminu kost á að tefla jafngóöum mönnum fram. Og stærstu flokkarnir fylgdu þessum tveim mótstöðumönnum. Zakarias geröi það sem I hans valdi stóö til þess aö niða mótstööumann sinn og ófrægja, menn héldu meira að kegja, að hann væri höfundurinn að þessum lúalegu auglýsingum um mótstööumanninn,i sem Hmdar höföu verið upp viösvegar og áttu aö ganga I augu manna. Þar var Kristófer sál.: nefndur netaþjófur eða hreinn og beinn þjófur - en Óli húsbrotsmaður og ofbeldis, sem ætti ekki skilið að ganga laus. Þessu svaraði Oli I léns- tiðundunum á þá leið, að hann tæki aftur framboð sitt - og ekki nóg með þaö - hann mælti meö Zakariasi og klykti svo út meö þvi 38 VIKAN 29. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.