Vikan - 20.07.1972, Blaðsíða 7
MIG DREYMDI
EYÐIMÖRK
í FULLRIALVÖRU
VIÐHORFIÐ TIL GAMLA FÖLKSINS
Kæri draumráðandi!
Mig langar að biðja þig að ráða fyrir mig draum sem mig
dreymdi fyrir stuttu. Hann er svona:
Mér fannst ég vera að ganga eftir vegi í eyðimörk ásamt
vinkonu minni. Mikill hiti var en samt fundum við ekkert
til óþæginda. Langt í burtu voru nokkrir pýramídar en ann-
ars sást ekkert nema sandur. Mér fannst ég vera í fagur-
rauðri kápu sem ekki var alveg full saumuð. Hún var með
nokkurs konar hettu sem ég hafði á höfðinu og ég man að
ermarnar þóttu mér of þröngar. Ég var þarna með þykkt,
svart hár, en í rauninni er ég ljóshærð. Vinkona mín var
alveg eins og hún á að sér venjulega og mér fannst sem hún
liti mjög upp til mín.
Kær kveðja.
Þú mátt heppin kallast að eiga þessa stúlku fyrir vinkonu.
Hún er þér trygg og traust vinkona, enda er eyðimörk í
draumi fyrir sjaldgæfri vináttu. Þú skalt því sýna þessari
vinkonu þinni, að þú sért vináttu hennar verð.
SVARTIR HRAFNAR OG SVARTIR KETTIR
Kæri draumráðandi!
Mig dreymdi fyrir skömmu stuttan draum sem hefur
angrað mig síðan og langar mig því að fá hann ráðinn.
Mér finnst ég vera stödd í herbergi með stórum, opnan-
legum gluggum og er einn þeirra mikið opinn. Þegar ég lít
út um gluggann sitja í honum tveir svartir fuglar, sem mér
finnst vera hrafnar en þó voru þeir helmingi stærri. Ég
geng því næst að glugganum til að flæma þá í burtu en þeir
sitja sem fastast. Því ýti ég við þeim en það gengur illa og
finnst mér að fuglarnir breytist í ketti sem einnig eru svart-
ir. Ég kem þeim út, en finn mikinn sársauka í handleggjun-
um og þegar ég skoða á mér handleggina. sé ég að þeir eru
allir útklóraðir.
í því vakna ég.
Síðan þakka ég ykkur öllum á Vikunni fyrir ágætis lestr-
arefni með fyrirfram þakklæti fyrir ráðninguna.
Kær kveðja.
J. Þ. B.
Þú munt innan skamms fá heldur sorgleg tíðindi og mun
þér ekki lítast mvira en svo á þann sem kemur með þau,
að þú kemur heldur kuldalega fram — og er það kannski
alveg jafn gott.
HROSSATAÐ
Kæri draumráðandi!
Ég ætla að biðja þig að ráða fyrir mig draum sem mig
dreymdi nýlega en hann er svona:
Mér fannst ég vera úti í garði heima hjá mér og var ný-
búið að kaupa mikið af hrossaskít. Ég átti að mæta í skól-
ann en þegar ég ætlaði að labba framhjá skítnum, henti ég
mér í hrúguna og ataði mig alla út. Síðan fór ég í skólann
og fannst engum neitt athugavert við skítinn sem var í
hárinu á mér og í fötunum mínum. Krakkarnir sögðu bara,
að þetta væri gott fyrir vöxtinn.
Draumurinn varð ekki lengri, því ég vaknaði. Vonast eftir
ráðningu fljótt.
Subba.
Hvers konar skítur er fyrir peningum — og peningar eru
til að fara vel með. Að öðrum kosti eru það ekki peningar
nema í mjög stuttan tíma . . .
Eftirfarandi er tekið úr danska blaðinu Politiken:
í jafnlitlu landi og Danmörku eru um 600.000
manns, sem lögin um aldurstakmark embættis-
manna flokkar undir lieitið gcimalmenni. Þar sem
mannsævin lengist nú óðum verður tala þessa
fólks innan skamms komin upp i milljón. Enda
þótt margt af þessu fóllci sé stálbraust og meðal
þess séu þrautreyndir afburða opinberir starfs-
menn, er því einn góðan veðurdag skipað að segja
af sér embætti, enda þótt mikill hörgull sé á starfs-
fólki til að taka við af því og staðgenglarnir séu ein-
att reynslulausir byrjendur. Að sjálfsögðu eru ráð-
herrar og þingmenn undanskildir ákvæðinu um
aldurstakmark embættismanna.
Skozkur læknisfræðiprófessor, Ferguson Ander-
son frá Glasgow, kom nýlega til Danmerkur og
ræddi þá við blaðamenn um örðugleika „gamla
fólksins“. Honum fórust orð á þessa leið:
„Aðalástæðan fyrir því, að heilsu roskinna manna
hrakar, er sú, að ekkert er gert til að lélta þeim
raunabyrðina. Það er bverjum heilbrigðum og
starfsfúsum manni gífurlegt áfall að verða að láta
af störfum, vegna þess að hann hefur náð lögaldri
embættismanna. Þvílíkt áfall þola í raun og veru
mjög fáir. Lífsstarfið er allt í einu tekið frá þeim,
og kemur j)á i ljós, að næstum engir þeirra bafa
hugsað f}rrir því, bvað þeir ættu að gera af sér,
Jiegar svo er komið fyrir þeim.“
„Þegar þetta fólk missir maka sinn og stendur
allt i einu einmana i lifinu, er það mjög bart leikið,
enda þótt ekki sé sá missir af manna völdum eins
og atvinnumissirinn. Margir verða þá sálsjúkir, en
af þvi að þeir eru ekki lengur ungir, er oft litið á
það sem elliglöp.
Ef ung stúlka lokaði sig inni i íbúð sinni og yrði
allt í einu frábitin því að umgangast fólk, myndi
ekki liða á löngu, þar til vinir bennar og nágrannar
kæmu benni til hjálpar. En ef „gamalmenni“ ætti
þar hlut að máli, myndu menn yppta öxlum, kalla
það sérvitring og láta það eiga sig.
Þetta er ófært. Þjóðin á að láta sér annt um eldra
fólliið. Enginn vafi er á, að hægt er að nýta reynslu
þess, þekkingu og starfsgetu á margan hátt. Það er
áreiðanlega eitthvað bogið við þjóðfélag, sem þarf
á öllum starfskröftum sínum að halda, en hefur
ekki vit á að notfæra sér starfsgetu eldra fólksins.
Ef séð er um að vernda andlega og líkamlega heilsu
þess, mun það njóta lífsins til æviloka. Ef komið
yrði á þeirri skipan, að eldra fólkinu væri tryggt
heilbrigðiseftirlit, myndu miklu fleiri geta notið
ánægju á efri árum en nú er raun á. Það er jafn
misráðið að vanrækja gamalt fólk og það er vitur-
legt að láta sér annt um æskufólkið.“