Vikan


Vikan - 20.07.1972, Blaðsíða 18

Vikan - 20.07.1972, Blaðsíða 18
K Sannleikurinn um MOBY DICK Chase gætilega, „að við megum gera okkur vonir um nokkra uppbót á launin, ef okkur tekst aö ráöa niðurlögum þessa mikla hvals. Skipstjóranum þykir áreiðanlega mikið til þess koma að fá slikan feng. Þaö er meira aö segja ekki útilokað, aö hann veiti áhöfninni romm, ef til þess kemur.” Nokkrir hreyfðu mótmælum, en þó lögöust allir aftur á árar. Chase leit undan, svo ekki yrði séð að hann brosti. Báturinn nálgaöist búrann mikla. Þegar kom á hlið viö hann, laut Paterson nokkuð, beygði sig I hnjáliðunum og stóð gleitt til að verða sem stöð- ugastur, greip þeirri hendinni um borðstokkinn, sem honum var laus, en kreppti hina um oln- bogann og lyfti skutlinum i axlar- hæð. Chase heyrði hve andardráttur bátsverja varð ákafari, þegar þeir reru upp aö hvalnum. Sjálfur fékk hann hjartslátt af kappi og eftirvæntingu, þegar hann hvarflaði augum um hinn tröllvaxna, ljósgráa, hrukkótta skrokk. Og allt i einu fetti Paterson bolinn um leið og hann teygði arminn réttan aftur, sveiflaði honum leiftursnöggt fram og laut eftir, en skutullinn flaug úr hendi hans og dró á eftir sér linuna. Chase hló við, þegar hann sá skutulinn smjúga inn I síðu tröll- hvelisins upp á mitt skaft. ■ Hann hafði hálft i hvoru kviðið þvi að hann gengi ekki inn úr ljósgrárri, hrukkóttri húðinni. Um leiö fór titringur um skrokk tröllhvelisins, líkt og þegar fjallshliö bifast við jarðskjálfta. Ræðararnir lögðust fast á árarnar, og stýrimaðurinn lagöi stjórnvöl hart fyrir, til þess að báturinn kæmist undan áður en tröllhvelið hæfi bægslaganginn, tryllt af sársauka. Bilið var oröið um sextiu fet, þegar hvalurinn bylti sér á hlið með furðulegum skjótleika og kafaði þvert úr átt við stefnuna, sem hann hafði legið i, um leið og hann sveiflaði hinum mikla sporði sinum hátt yfir sjávarflöt. „Róið, róið . . .” öskraði Chase, og bátsverjar lögðust svo hart á árarnar að minnstu munaði aö stýrimaður hrykki fyrir borö, vegna viðbragðsins, sem lang- báturinn tók. Og þó reyndist ekki nógu hratt skriðið. Onnur sporðblakan hæfði langbátinn frammi við stefni, og vað það högg svo mikið og hart, að hann snarsnerist á sjónum eins og skopparakringla, Arar þeyttust fyrir borð, nokkrir bátsverja einnig, en aðrir köstuðust ofan í austurinn, og flæktust þá margir f skutullinuna með arma eða fætur. Þegar báturinn loks stöðvaöist, hallaöist hann mjög og bar skut munhærraenstefni. Féll sjór inn um stórt gat á bógi, en Paterson tókst aö troða upp I það treyjum og öðrum fatnaði, en aðrir áttu nóg meö aö losa sig úr skutul- linunni. Þeir, sem hrokkið höfðu fyrir borö, svámu nú að bátnum og Chase hjálpaði þeim um borð. Tveir menn settust undir árar, en hinir bátsverjar geröu allt sem unnt var til að halda langbátnum á floti, þangað til þeir næöu að móðurskipinu, sem var nú skammt undan. Stundarkorni siðar lagðist hinn laskaði langbátur að hliö þess og áhöfn hans var bjargað um bórð. Chase og menn hans höfðu litiö um tröllhveliö hugsað meðan þeir voru að berjast við að halda langbátnum ofansjávar og bjarga sjálfum sér. Ekki voru þeir þó fyrr komnir um borð i „Essex”, en þeir voru á þaö minntir, þvi að spurningunum rigndi yfir þá. „Þaö skal þurfa furðulega heimsku til aö vega að hvlthveli,” sagði einn af skipverjum, og kenndi ótta I röddinni. „Við erum dæmdir menn eftir þetta.” Það var gamli, dverg- vaxni og hörundsblakki mat- sveinninn, sem talaði. Hann hafði gengið út á þiljur með pott og sleif I höndum og heyrt fréttirnar. „Hvað áttu við, Thomas?” spurði Chase stýrimaöur. Matsveinninn gamli strauk sinaberri hendinni um hæru- vaxinn koll sér. „Þú hefðir ekki átt aö leggja til atlögu viö hvit- hvelið, Chase stýrimaöur,” mælti hann seinlega. „Þau eru ekki eins og aðrir hvalir, það er eitt- hvað dularfullt við þau.” „Ég vil ekki heyra meira rugl,” sagði Chase stýrimaður reiðilega. „Komdu þér inn i eldhúsið . . .” Chase veitti þvi athygli hve skipverjar geröust svipþungir og kviðafullir, þegar sögurnar, sem þeir höfðu heyrt I hafnar- knæpunum um yfirnáttúrulegt athæfi hvithvelisins, rifjuðust upp fyrir þeim. Það var ekki laust við að hann fyndi til kvföa sjálfur, svo honum létti mjög, þegar svarti skutlarinn Paterson tók af skarið. „Heyrðu, gamli minn,” sagði hann við matsveininn og glotti út að eyrum. „Við höfum ekki tima til að hlusta á neinar ömmusögur núna. Þú skalt sinna pottum þfnum og pönnum - við förum að veiöa hval.” „Við 'ættum ekki að þurfa þess,” greip annar skipverju fram I. „Þeir eru með sinn hvorn hvalinn i togi, skipstjórinn’ og annar stýrimaður.” „Heyrið þið það?” varð fyrsta stýrimanni að orði. „Ef okkur tekzt að handsama þá báða, ökum viö ekki seglum fyrr en við erum komnir heim til Nantucket.” Hasetarnir ráku upp fagnaðar- óp, og þar með var rofinn sá illi seiöur sem svarti matsveinninn hafði á þá fellt um stund. Chase gekk út að borðstokk- num, skyggöi hönd að augum og starði út yfir hafið. Yzt við sjónarrönd gat að líta freyöandi straumrös.tina aftur af báti skip- stjórans, en sjálfur varö báturinn varla greindur á skfiðinu svo langt var hann undan. „Hann viröist sæmiíega fjör- ugur, hvalurinn skipstjórans,” varö honum að orði, og bauð siðan þeim, sem við stýri stóö, að breyta stefnunni um þrjú strik á stjórnborða. Skipiö hafði siglt um milu á eftir báti skipstjórans, þegar undrunar og óttakliður frá áhöfn- inni vakti athygli hans á hvft- hvelinu mikla, þar sem það svam á hliö við skipið á kulborða, og ekki langt undan. Skipverjar störöu á þaö með ugg I svip. „Stærsti hvalur, sem ég hef augum litiö . . .” „Niutlu fet, og ekki þumlung þar undir . . .” „Og hraðsyndur. Heldur fylíilega i viö skipið, og virðist ekki hafa mikið fyrir þvi . . .” „Eða illúölegur . . .” „Skutullinn bætir varla úr skapsmununum . . .” Þótt nokkurt bil væri á milli, sást greinilega hvar skutulskaftið stóö út úr siðu hvalsins, en rautt blóö spýttist út með þvi eftir hjartslætti skepnunnar, og lagaði niður ljósa, hrukkótta húðina. „Hann hefur auga með okkur,” sagði einhver með kviöa I rödd- inni. „Þvaður,” mælti Chase fyrsti stýrimaður hörkulega. „Hann svamlar á eftir vöðunni.” En varla hafði hann sleppt orðinu, þegar hvalurinn breytti skyndi- lega um stefnu og svam beint I átt á skipið, jók stöðugt skriöinn að sama skapi og hann nálgaðist það. Skipverja setti hljóða af ugg og ' ndrun. Chase stýrimaður rauf þögnina, og kallaði til hásetans, sem við stýrið stóð, að leggja það hart fyrir. Það virtist eina hugsanlega ráðiö til að verða ekki á leiö hvalsins, en dugði ekki að heldur. Tröllhvelið rann á skipiö, rak hausinn I það rétt fyrir aftan stefnið af feiknakrafti. Það hnykktist til, nam staðar i svip og titraöi frá stefni að skut, en tók svo aftur skriðinn. Sumir hásetanna féllu viö áreksturinn, en Chase stýrimaður greip um borðstokkinn og stóð. Og enn nötraði skipið, þegar hvalurinn synti undir og strauk bakinu við kjölinn. „Hann hefur brotiö stefnið úr skipinu ...” hrópaði einhver frammi á, „og stendur þar svo fastur!” „Vitleysa . . .” svöruðu aðrir á hléboröa. „Hann er að koma úr kafi hérna megin. Það litur út fyrir að hann eigi ekki langt ef- tir.” Chase og menn hans gengu út að borðstokknum á hléborða. Hvalurinn lá þar hreyfingarlaus i vatnsskorpunni, um fimmtiu metra frá skipinu, en tók svo skyndilega kipp. „Það eru dauðateygjurnar,” varð einhverjum að oröi. Chase stýrimaður greip báðum höndum um borðstokkinn, þegar tröllhvelið hóf aftur bæxla- ganginn og skellti saman skoltunum, en sjórinn umhverfis það varð ein freyðandi hringiða. „Dauðateygjur - ég held nú siður,” svaraði Paterson skutlari. „Hann er snarbrjálaður af reiði og sársauka, og annað ekki.” „Hann kemur enn . . .” hrópaði einhver aftur á. Tryllt af reiði lagði hvíthveliö enn til atlögu við skipið, með hinn mikla haus sinn til hálfs upp úr vatnsskorpunni, og var svo mikill skriður þess, að boðaföllin gengu allt í kringum það. Stýrimaðurinn kallaði enn að stýrið skyldi lagt hart fyrir, i von um að takast mætti að vikja skipinu undan. En það fór á sömu lund og áður, skipið hafði ekki breytt um stefnu, þegar tröll- hvelið hvfta stangaði það með hausnum. Það snarstanzaði, eins og strandað á skeri, og um leiö tók það mjög að hallast. Það sýndi sig við skyndi- athugun, að bógur byrðingsins hafði rifnað og sjór féll inn I lestarnar. Jafnvel Chase fvrsti stýrimaður varð gripinn felmtri og skelfingu. Þar eð hann taldi vfst að skipið mundi sökkva, bauð hann aö bátunum skyldi rennt fyrir borð, en ekki hafði þó tekizt að sjósetja nema einn þeirra. Þegar skipið hafði fengiö svo mikla slagsiöu, að áhöfnin flýði i skyndi frá borði ofan i bátinn. Þegar hann var kominn um tvær lengdir frá, hallaðist „Essex” svo mjög, aö ekkert virtist liklegra en þvi mundi hvolfa þá og þegar. „Þá kemur röðin að okkur,” sagði svarti matsveinninn dverg- vaxni. „Þetta er sjálfur djöfullinn i hvalsliki, og hann gleypir okkur með húð og hári eins og spámanninn Jónas forðum.” Og gamli svertinginn fórnaði höndunum, tók að þylja bænir og reri i gráðið. Léttadrengurinn hnipraði sig saman I stefni bátsins og hágrét af hræðslu. Hinir af áhöfninni þögðu, bitu á jaxlinn og voru staöráðnir I að taka hverju sem að höndum bæri eins og karl- mönnum sæmdi. Og þegar Framhald á bls. 40. 18 VIKAN 29. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.