Vikan


Vikan - 20.07.1972, Blaðsíða 14

Vikan - 20.07.1972, Blaðsíða 14
HINN LEYNDI ÓVINUR NÝ FRAMHALDSSAGA EFTIR GEORGE HARMON COXE Dr. Penzance Kom um klukkan hálfellefu um kvöldið. Hann lamdi bylmingshögg á hurðina, svo að rúðurnar í næstu gluggum skröltu. Maður skildi það, þegar maður sá hann. Andlit hans var sem brons á litinn, alveg hrukkulaust nema á enninu. Og augu hans virtust eins svört og hárið... „En hvers vegna ætti Jóhann a6 hafa veriö að hafa fyrir þvi aö draga okkur öll hingaö meö sér? ” spuröi ég. „Hann á stærra sveita- setur noröur I Connecticutfylki, rétt fyrir noröan New York.” „Þvi get ég svaraö,” sagöi Carlin. „Jóhann þarf aö útkljá einhver viöskiptamál viö einn i viöbót, einhvern náunga, sem kallaöur er dr. Samson Penzance. Hann hefur einhvers konar kjánasöfnuö hér. Söfnuöurinn er kallaöur „Bræöralag Horusar”. Þeir eru sóldýrkendur eöa eitt- hvaö slikt.” „Er þaö nektarhreyfing? Þú skilur, aö ég á viö fólk, sem gengur allsnakiö, bæöi kynin saman, og sólbakar sig, stundar Iþróttir og slikt.” , „Ja, þetta fólk er vfst bara hálf- nakiö,” sagöi Carlin brosandi. „Þaö er lika sagt, aö dr. Pen- zance sé dávaldur.” Ég skildi samt ekkert I þvi, hvaö Jóhanni kæmi þetta viö. Þegar ég sagöi það viö Carlin, sagöi hann mér, aö siöast á bann- timanum, þegar likurnar virtust vera orðnar góöar fyrir þvi, aö vfnbanniö yröi afnumiö, heföi Jóhann keypt vinbruggunarhúsiö og alla vingaröana i nágrenninu, samtals um 50 ekrur, einnig allar byggingarnar, sem þá stóöu auö- vitaö ónotaöar. Jóhann haföi aldrei notaö allt þetta land, og Jóhann haföi selt mikinn hluta landsins á leigu, er dr. Penzance haföi boöizt til aö taka þaö á leigu fyrir þrem árum. Dr. Penzance sagöist ætla aö nota landiö undir litlar sumarbúöir, nokkurs konar hvildar og hressingarheimili. Leigan var til 20 ára meö þvi skil- yröi, aö Jóhann gæti rift leigu- samningnum, ef lögin yröu brotin á einhvern hátt i sambandi viö rekstur hressingarheimilisins. „Ég vissi ekki, hvernig þetta var oröað,” sagöi Carlin. „En Jóhann hélt, aö það gæti hent sig, aö þessi dr. Penzance væri ein- hver svikahrappur og hræsnari. Og þá gat Jóhann rekiö hann burt, ef svo væri eöa hann bryti lögin á einhvern hátt.” „Og nú er Jóhann reiður þessum dr. Penzance á einhvern hátt. Er ekki svo?” spuröi ég. „Hann hefur veriö aö njósna um rekstur hressingarheim- ilisins. Hann hefur komizt að ýmsu. Systir Jóhanns er lika góöur viöskiptavinur dr. Pen- zance.” Nú brosti Carlin. Næst talaöi ég við Spencer Haughton. Þaö var eftir kvöld- mat, sem borðaður haföi veriö seint um kvöldið. Ég fór út til þess aö reykja vindling. Þar sat Haughton á bekk viö tennis- völlinn. Hann var hár og grannur. Hár hans var skollitaö. Þaö var fariö aö þynnast. Hann var meö gler- augu. Andlit hans var horaö og langleitt. Þaö virtist mjög dauöa- legt i fölri skimunni frá ljósunum inni i húsinu. Ég sagöi viö hann, aö mér fyndist þetta brjálæöiskennd ferö. Svo spuröi ég hann, hvaö hann væri aö gera hérna. Hann leit á mig og svaraöi þreytulegri röddu; „Ég kom, af þvi aö ég vil komast aö samn- ingum .... útkljá mál nokkurt.” „Er þaö viövikjandi samningi ykkar Jóhanns?” Ég sá, aö hann kinkaði kolli. Hann leit tómlega út á vatnið. „Hann hefur bundið mig á höndum og fótum. Hann lagði fram fjármagn til þess aö koma tveim leikritum minum á svið fyrir um tveim árum. Við sömdum um rétt hans til sýningar á þeim. Og hann heldur fast i þennan samning, svo að það er ekki hægt aö taka þau til sýningar af öörum.” „Þaö hlýtur að vera skringi- legur samningur.” „Já, mjög skringilegur, .... mjög fyndinn að dómi Jóhanns. Hann fyrirgaf Alice heitinni þaö aldrei, aö hún giftist mér, en ég geröi mér ekki grein fyrir þvi, hversu hann hataði mig ákaft, fyrr en eftir að hún haföi dáiö i umferðaslysi. Ég var i miklum fjárkröggum, og ég fór til hans meö leikritið initt og sýndi honum það. Hann sagöi, aö þetta væri ágætt leikrit. Hann lét gera samning. Hann ætlaði aö styrkja mig fjárhagslega, á meöan ég færi yfir leikritiö og lagfæröi þaö hér og þar. Hann oröaði þetta þannig, aö þetta virtist prýöilegt fyrirkomulag, en ég samdi raun- verulega um að veita honum rétt til þess aö ráöstafa öllu þvi, sem ég skrifaöi næstu tiu árin. Ég geröi mér bara ekki grein fyrir raunverulegu eöli samningsins.” Nú þagnaöi hann, og ég beiö þess, aö hann héldi áfram. „Siöasta áriö he! ég unniö i hergagnaverk- smiöju og eyddi engu af fé þvi, sem hann greiddi mér. Og nú á ég oröiö nóg til þess aö endurgreiöa honum allt þaö fé, sem hann hefur greitt mér. Ég ætla mér aö losna úr viöjum þessa samnings, áöur en ég fer héöan burt.” Hann sagði ekki meira, en þaö var einhver kaldur og haröur hreimur I siöustu oröum hans, sem kom illa við mig og ég minntist sföar meir. Dr. Penzance kom um klukkan hálfellefu um kvöldiö. Hann lamdi bylmingshögg á hurðina, svo að rúöurnar i næstu gluggum skröltu. Maður skildi það, þegar maöur sá hann. Hann var stór, ekki mjög hár aö visu, en samt yfir sex fet á hæð. En hann var mjög þreklega vaxinn. Axlir hans voru risavaxnar, háls hans þrekinn og höfuö hans stórt, þakiö þykku, svörtu hári. Andlit hans var sem brons á litinn, alveg hrukkulaust nema á enninu. Og augu hans virtust eins svört og háriö. Jóhann stóö upp frá spilunum og geröist aölaöandi I viömóti. „Jæja þá, þaö er gaman aö sjá yöur doktor,” sagði hann. Penzance svaraöi þessu engu. Hann leit af einu andlitinu á annaö, þangaö til augnaráð hans staönæmdist á andliti Helenu. Hann sagöi ekki orö, en ég sá, aö hún stóö þegar á fætur. Jóhann sá þetta augnaráð, og svipur hans varö háðslegur: „Kannske ættum viö aö koma inn i bókaherbergiö, doktor.” Hann opnaöi dyrnar aö þvi og beiö, þar til Penzance var kominn þangaö inn. Svo lokaöi hann dyrunum á eftir þeim. Og strax heyröist dimm og ákveöin rödd doktorsins. Carlin andvarpaöi: „Einkenni- legur maöur,” sagöi hann. „Vanti mann draug I húsiö, þá er hann þarna.” Helena staröi á dyrnar aö bóka- 14 VIKAN 29. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.