Vikan


Vikan - 20.07.1972, Blaðsíða 45

Vikan - 20.07.1972, Blaðsíða 45
til Selmu. Engin fingraíör fundust á prikinu, sem höggv- ið var til úr björk. Bojan Dahl hefur flutt úr af- skekkta húsinu sínu. — Ég þori ekki að búa þar lengur. Ég veit ekki einu sinni hvort ég þori að flytja þangað þótt morðinginn náist. Við Selma sáumst daglega, og betri manneskju var ekki hægt að hugsa sér. Ég get ekki hugsað mér að hafa húsið alltaf fyrir augunum og vita hvað gerðist þar. Nei, ég held ég flytji þang- að alls ekki. Og nú býr Bojan Dahl meira miðsvæðis, í einnar hæðar húsi við veginn, og er þaðan falleg útsýn yfir Dalelfi. Allir í Lima eru hræddir. Fyrir löngu þótti augljóst að brennuvargur gengi þar laus. Brunarnir hafa ekki ennþá valdið manntjóni, en þeir halda áfram. Nú eru þeir orðnir seytján. Menn þykjast næstum vissir um að morðinginn búi annað- hvort í Lima eða sé þar gagn- kunnugur. Það þýðir að byggð- arfólkið þekkir hann. þótt það viti ekki hver hann er. Gizk- að er á ýmsa, og kannski er morðinginn einn þeirra. Óvenjulegt spor eftir stígvél, sem fundizt hefur, er nú sett í samband við morðið. Enginn í bygðinni á slíkt stígvél, svo vitað sé. Hans-Erik Holm, lög- reglustjóri í Malung, hefur fengið fram að fyrirtæki eitt í Stokkhólmi hafi keypt inn þessi stígvél — þau eru með vörumerkinu Semperit — og látið starfsmenn sína nota þau. Þá hafa yfirvöld fangelsanna keypt eitthvað af þessum stíg- vélum og meðal annars úthlut- að þau mönnum, sem setið hafa inni fyrir ölvun við akstur, þegar þeim hefur verið sleppt út. En það tæki tímann sinn að þefa uppi alla, sem hugsan- lega kynnu að eiga stígvél með þessu merki. — Við vonum að minnsta kosti að brennumálin upplýsist fljótlega, segir Holm lögreglu- stjóri. — Við höfum fengið upplýsingar, sem kannski koma okkur á spor, þar á meðal fund- um við far eftir bíldekk á síð- asta brunastaðnum. En nú er ekki víst að brennurnar og morðið standi í neinu sambandi hvort við annað. Fingraför fundust í húsi hinnar látnu, en þau koma ekki heim við fingraför þeirra, sem fólkið í bygðinni hefur bent á, eða þau sem við höfum á spjaldskrá. Bær Selmu verður látinn standa auður að minnsta kosti þangað til morðmálið upplýs- ist. Garðhúsgögnin hennar stóðu úti í allan vetur. Á tröpp- unum er ennþá fata, sem hún hafði sett þangað út kvöldið sem hún var myrt. Og ekki dregur úr hræðslu þorpsbúa. Þegar kvöldar læsir fólk að séár og hlustar út í myrkrið. Menn verða ekki í rónni fyrr en morðingi Selmu hefur náðst og brennumálin upplýstst. ☆ NÆTURINNAR IHÚMI______________________ Framhald af bls. 35. hafði sinadrátt í kálfunum, sem var mjög sár. Svartar öldur liðu fram hjá mér. Röddin í henni kom eins og úr öðrum heimi. en bergmálaði síðan frá veggjunum í stofunni. — Morðinginn hét... morð- ingin hét... hét... hét... Svo heyrði ég ekki meira. Það leið yfir mig og þegar ég raknaði við aftur lá ég á gólfinu Það var niðdimmt og dauðakyrrð í stofunni. Ég stóð úpp, brölti að slökkvarannm, dróst að skrif- borðinu og kveikti á lampem- um. Kalinski var horfin. Mér var hræðilega illt. Svo hljóp ég framhjá svefnherberginu og inn í baðherbergið, gubbaði og skolaði því niður, gubbaði aft- ur og skolaði niður jafnharðan. Ég hallaðist upp að veggnum, skjálfandi og grátandi og með aðeins eina hugsun í huganum: komdu þér út, áður en það er orðið um seinan! Ég slagaði eftir ganginum. Hann virtist endalaus. Eg komst fram að stiganum. Mér var sagt seinna, að ég hefði ósjálfrátt lokað dyrunum á eftir mér. Svo varð myrkur. Þegar ég vaknaði, var ég í hvítu herbergi. R.obert stóð við rúmstokkinn hjá mér og hélt í höndina á mér. Ég var máttlaus og hræðilega veik. —i Þú ert komin yfir það versta, sagði Robert. — Nú verðurðu að reyna að sofa. É'g sofnaði aftur, og þegar ég vaknaði í annað sinn, leið mér miklu betur. Robert var þarna enn og sólargeislarnir streymdu inn um gluggann. Allsstaðar voru blóm. — Þegar þú ert orðin nægi- lega hress, þarf lögreglan að tala við þig, elskan. Læknirinn segir, að hún megi það. — Er ég í sjúkrahúsi? — Já, þú varst hirt og færð ihingaði Þeir dældu upp úr maganum á þér, en eitrið var þegar búið að grípa um sig. Sem betur fór, var skammtur- inn MtiU. — Það var hún Kalinski, Ro- bert. Hún eitraði fyrir mig. —- Nú ætla ég að kalla á lögreglumanninn, svaraði Ro- bert. — Hann bíður hérna úti. Þá geturðu sagt honum alla söguna. Þetta samtal var mjög þreyt- andi. — Kortér, en ekki mín- útu þar framyfir, hafði læknir- inn sagt. Ég lýsti heimsókn minni til ráðskonunnar fyrrverandi, hve beizkt kaffið hefði verið, hvernig ungfrú Kalinski hefði þegar verið að hrella mig með hótunarbréfum. Ég sagði frá samtali okkar og hinum ein- kennilegu dylgjum hennar, og hvernig hún •— greinilega í þeirri trú að ég væri syndari og verðskuldaði refsingu — hefði sett eitur í kaffið. — Hvaða eitur var þetta annars? spurði ég. — Arnseník. En það var í súkkulaðinu en ekki kaffinu. — Súkkulaðinu! æpti ég. — Það var þá allt saman lygi, að hún hefði fengið það sent. — Sent? —■ Já, hún sagðist hafa feng- ið það sent í pósti, svaraði ég. — Funduð þið ekki umbúðirn- ar? Þær voru á skrifborðinu, ásamt bréfinu. —• Við fundum engar um- búðir og ekkert bréf, frú Dell- mer. — Ekkert bréf? sagði ég, furðu lostin. — Ykkur hlýtur að hafa sézt yfir það. Það var undir biblíunni. — Ég get fullvissað yður, frú Dellmer, að lögreglan hefur ekki hlaupið yfir neitt. Við er- um alltaf nákvæmir um svona hluti. — Þá hlýtur hún að hafa komið aftur og hirt það. Hún var þarna blátt áfram alls ekki. Og hún hefur hugsað fyrir öllu. Þér verðið að leita að henni, en fljótt, því að hún er mjög klók. —• Við höfum þegar fundið frú Hussmann. Eg andvarpaði, svo mjög létti mér. — Þá er allt í lagi. En þið skuluð bara ekki sleppa henni fyrir gott orð í þetta sinn. Hún er hættulegt glæpakvenndi og brjáluð í þokkabót. Nú kemur allt fram í dagsljósið. — Ég er nú hræddur um, að þetta sé ekki svona einfalt, frú Dellmer sagði lögreglumaður- inn alvörugefinn. Málrómurinn var eitthvað annarlegur og ég greip andann á lofti. — Og hversvegna ekki? —• Af því að frú Hussmann er dáin. —• Dáin? sagði ég og trúði ekki mínum eigin eyrum. — Það etr ómögulegt. Óhugsan- legt. Hún var farin. — Hún lá í svefnherberginu. Við fimdum hana þegar við brutumst inn í íbúðina. En við komum of seint. Hún hafði fengið talsvert stærri skammt en þér. Ég minntist þess, hve miklu Kalinski hafði troðið upp í sig af súkkulaðinu. Ég svitnaði og fékk svima, og maginn í mér var enn mjög viðkvæmur. Hjúkrunarkona kom inn og sagði: — Nú verð ég að biðja yður að fara. Sjúklingurinn verður að hvílast. Þau fóru svo út en ég horfði upp í hvíta loftið og reyndi að koma skipulagi á hugsanir mínar. Það voru miklar yfirheyrslur næstu dagana. Morðtilraun er ekkert skemmtileg fyrir þann, sem fyrir henni verður, jafnvel þótt hann lifi hana af. Þeir vildu vita, hvort ég væri viss um, að umbúðirnar hefðu enn verið þarna, þegar ég fór, og ég svaraði, að því meir sem ég bryti heilann um þetta, því óvissari væri ég um það. Framhald í næsta blaði. KLIPPIÐ HÉR PöntunarseSilI Vinsamlegast sendið mér sniðið, sem ég krossa framan við, í þvf númeri, sem ég tilgreini. Greiðsla fylgir með f ávísun/póstávísun /frímerkium (strikið yfir það sem ekki á við). Nr. 63 (9749) Stærðin á að vera nr. 29. TBL. VIKAN 45

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.