Vikan


Vikan - 12.10.1972, Síða 8

Vikan - 12.10.1972, Síða 8
ÆTLAR FELLA NIXON Sagt frá George McGovern, sem „kerfisandstæSingar“ kusu frambjóðanda demókrata á flokksþinginu í Miami. Heit júlísólin bakar þök hús- anna fimm hundruð í bænum Barrackville í Vestur-Virginíu. Það er hádegi og fólk gengur til hádegisverðar. Á aðalgötu bæjarins stendur kona fyrir framan kaffiteríu og lítur á matseðilinn. Maður gengur til hennar. Hann er hár vexti og grannur, með gisið hár og heimsmannsandlit. Allt í einu réttir hann henni hönd. „Halló,“ segir hann, ,,ég er senator Mc- Govern.“ „Ó, halló, senator,“ svarar konan og verður feimin. „Eruð þér héðan?“ spyr senatorinn. „Ójá,“ svarar hún, „meira að segja fædd hér.“ „Allra snotrasti staður,“ seg- ir McGovern. „Sjáið þér til, ég hef hugsað mér að verða for- seti og vildi því gjarnan sjá, hvað hér er helzt að. Þetta gengur ekki sem bezt með at- vinnureksturinn.“ „Já, og verðlagið, guð minn góður,“ segir konan. „Það verð- ur þó eitthvað að gera í því.“ „Og þá ekki síður skattamál- unum,“ segir McGovern, „í þessu landi eru tvö þúsund stórauðkýfingar, sem ekki borga sent í skatt.“ „Já, þvílíkt svínarí,“ segir konan reið; „Þeir í Washing- ton kunna ekki að skammast sín. Það er engin leið að treysta þeim lengur." Og ekki andmælir McGovern því. „Alveg hárrétt. En því hef ég hugsað mér að breyta. Vænt- anlega kjósið þér mig þá í haust. Gaman að hafa talað við yður.“ Daginn eftir gat að lesa í blaði staðarins, West Virgin- ia Post, sem er íhaldssnepill hinn mesti: „McGovern var hérna,“ eins og verið væri að tala um ófreskjuna King Kong. Frásögn blaðsins undir þess- ari fyrirsögn var á þá leið að þessi voðalegi maður og fram- bjóðandi róttækra vinstri manna í flokki demókrata hefði komið fyrirvaralaust til bæjarins, gefið sig á tal við fólk á aðalgötunni og gert það dauðskelkað með rausi um vandamál atvinnuveganna, Ví- McGovern, sigurviss og ánægður, á fundi í Boston. etnam, umhverfismengun, skatta og svo framvegis. Um- fram allt hefði hann þó fullyrt að Bandaríkjamenn væru búnir að missa allt traust á stjórn sinni. En á hinn bóginn séu allir sérfræðingar sammála um að færu forsetakosningar fram nú, yrði Nixon, fyrstur Banda- ríkjaforseta til að heimsækja Moskvu og Peking og til að fækka 1 hernum í Víetnam, endurkjörinn með miklum meirihluta atkvæða. Sem sagt, engin ástæða til að óttast neitt, skrifaði West Virginia Post. Það skyldi þó vera. í voldug- asta ríki veraldar rís nú mögn- uð mótmælaalda. „Sú magnað- asta í sögu landsins,“ skrifar Los Angeles Times. Ótrú á stjórnmálamönnum yfirleitt, hvaða flokki sem þeir annars þykjast tilheyra, fer vaxandi. Og þessa ótrú hyggst McGo- vern láta bera sig inn í Hvíta húsið. Kosningabaráttan byrjaði annars ekki gæfulega fyrir hon- um. Fréttamenn höfðu grafið upp að Thomas Eagleton, fram- bjóðandi demókrata til embætt- is varaforseta, hefði leitað til 8 VIKAN 41.TBL.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.