Vikan


Vikan - 12.10.1972, Qupperneq 9

Vikan - 12.10.1972, Qupperneq 9
Slappar af i hægindastól og stúderar sjónvarpsræðutækni keppinautsins við forsetaframboðið, Richards Nixons. Hér skrifar hann ræðu á hótelherbergi í Miami. geðlæknis og tvívegis á árun- um 1960—66 gengizt undir raf- lost vegna „þunglyndiskasta". Nú er geðheilsa bandarísku þjóðarinnar ekki björgulegri en það, að næstum þriðja hvert mannsbarn leitar til geðlæknis vikulega að meðaltali, og hefði því mátt ætla að uppljóstrun þessi hefði ekki verið talin til stórtíðinda. En það fór á aðra leið; þótt bandarískir kjósend- ur sætti sig kannski við þá tilhugsun að hálf þjóðin sé meira eða minna klikkuð, þá ætlast þeir alveg ákveðið til að hugsanlegur forseti landsins sé laus við þann veikleika. Eagle- ton dró framboð sitt tilbaka —• atburður sem á sér ekkert for- dæmi í bandarískri sögu. Þrátt fyrir þessa óheppni trúir McGovern svo eindregið á sigur sinn, að hann hefur spáð fyrir um fylgisaukningu sína nákvæmlega í prósentum. „Fimmtánda ágúst,“ sagði hann í sumar, „þegar barátta okkar hefst fyrir alvöru, verður Nix- on eitthvað fimmtán prósent- um fyrir ofan mig. Mánuði síð- ar verður hann aðeins með ell- efu til tólf prósent yfir mér. í októberbyrjun verð ég senni- lega tíu prósent undir honum, en í miðjum þeim mánuði á ég varla eftir nema fimm prósent til að ná honum. Þá verður Nixon orðinn óstyrkur á taug- um og verður að koma út úr Hvíta húsinu til að berjast. En það verður of seint, og í kosn- ingunum verðum við fimm eða sex prósentum fyrir ofan Nix- on.“ í Bandaríkjunum sem og raunar annars staðar þýðir ekki að gefa sig í kosningabaráttu án þess að hafa mikið fjármagn á bakvið sig, og þar vestra fá frambjóðendur engan styrk frá ríkinu, eifis og þekkist í Evrópu. Nixon er þar miklu betur sett- ur með mestan hluta auðvalds- ins á bak við sig, en McGovern ætlar að bæta það upp með samskotum meðal fylgismanna sinna. Hann vonast til að ein milljón demókrata sendi hon- um tuttugu og fimm dollara hver, og ef það næst inn hefur hann tuttugu og fimm milljónir dollara til kosningabaráttunnar. En Nixon kvað hafa fjörutíu og fimm milljónir í sínum kosn- ingasjóði . . . Nixon fær sitt fjármagn fyrst og fremst frá iðnaðarauðvald- inu, en ákafasta stuðningsfólk McGoverns eru ungmenni — kosningaaldurinn er nú kominn niður í átján ár. Þetta unga fólk, sem er róttækt að minnsta kosti miðað við bandarískan meðalsmekk, berst af kappi fyrir frambjóðanda sinn. Það hamrar á því í áróðri sínum að stjórn Nixons skeyti ekki hið minnsta um alþýðu manna og þjóni aðeins hagsmunum fá- Framhald á bls. 45. 41. TBL. VIKAN 9

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.