Vikan


Vikan - 12.10.1972, Page 16

Vikan - 12.10.1972, Page 16
Ekki á þeim aö hætta að buxum Tiskufrömuðum verður Iitið ágengt, þótt þeir við og við geri atlögu að buxnatizkunni, en þegar þeir bjóða nú ekki upp á neitt nýstárlegra en hjásiða kjóla i staðinn, er ekki að undra, þótt buxurnar haldi velli. Það er ekki ofmæit að segja, að lif konunnar hafi gjörbreytzt við það að fá að ganga i buxum, og hún er hreint ekki á þeim buxunum að hætta þvi. Hún vill ekki missa það frelsi í hreyfingum og fasi, sem buxurnar hafa veitt buxunum ganga í henni. Nútímakonan hugsar með vorkunn til formæðra sinna, sem urðu m.a.s. að gjöra svo vel að sitja hest i pilsj, allar snúnar og skakkar. Sú tið kemur áreiðanlega ekki aftur. Hitt er svo annað mál, að konan hefur orðið að fórna dálitlu af virðulegum glæsileika fyrir hreyfingarfrelsið, eins og við sjáum reyndar dæmi um á meðfylgjandi myndum. En frjáls- leg og óhindruð kona getur ekki siður verið falleg en sú settlega og prúða. 1967 réöu pinupilsin ríkjum á götum heimsborganna. Þegar pilsfaldurinn var i þann vcginn aO sprengja takmörk veisæmisins, komu fyrstu stuttbuxurnar á markaOinn, en þá náöu þær vel niöur á lærin. 1968 -1969 kom Courreges fram meö samfestinginn. Hann iosaOi konuna viö líf- stykkiö og átti sinn þátt f auknu frjálsræöi konunnar. var Ossie Clark fremstur i flokki þeirra, sem inn- leiddu fiaksandi buxur og syndsamleg hálsmái. Úr þvi varö sigurganga buxnatfzkunnar ekki stöövuö, þvi nú gátu jafnvel þær þybbnu veriö meö. 1970 virtist úti um glæsileika buxnatizkunnar, þegar heribannatizkan hélt innreiö sina. 1971 vissu menn ekki, hvort þeir ættu aö hneykslast eöa kætast. „Hcitu buxurnar” fóru eins og eidur i sinu um heiminn. Lengra, eöa öllu heldur styttra, varö ekki komizt.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.